Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 44
Hólaskóli Nú er verið að ganga frá nýju 1500m3 húsnæði Hólaskóla á Sauðárkróki sem ætlað er til fiskeldiskennslu. Þessi að- staða er í húsnæði Fiskiðjunnar og stendur við höfnina á Sauðárkróki. Hús- næðið verður tilbúið til notkunar áður en kennsla hefst næsta haust. Þar verður fullkomin aðstaða til bóklegrar og verk- legrar kennslu í fiskeldi. Jafnframt er þetta húsnæði ætlað til rannsókna á eldi sjávarfiska eins og þorski og sandhverfu. Hólaskóli hefur einnig tekið við fiskeld- isstöð Máka á Sauðárkróki, sem ætluð er til eldis á hlýsjávartegundum. Einnig er Hólaskóli með góða aðstöðu fyrir kennslu og rannsóknir á ferskvatnsfisk- um á Hólum. Hólaskóli hefur því á að skipa stærstu og fullkomnustu aðstöðu til fiskeldisrannsókna og kennslu sem til er á íslandi og leitun er að þeim skóla er- lendis sem hefur sambærilegri aðstöðu á að skipa. Hólaskóli býður bæði starfsbundið nám í fiskeldi og nám á háskólastigi. Starfsbundið nám Starfsbundna námið, er ætlað þeim sem vilja vinna við eða reka fiskeldis- stöðvar. Nemendur eru í bóklegu og verklegu námi í einn vetur á Hólum. Þeir læra um eldi mismunandi tegunda, bæði þeirra sem þegar eru í eldi, eins og lax og bleikju, auk tegunda sem verið er að gera tilraunir með, eins og þorsk og sand- hverfu. Fjallað er um líffræði fiska, eld- isumhverfi, hönnun og rekstur fiskeldis- stöðva, fiskisjúkdóma og fleira. Einnig er kennsla i ýmsum stoðgreinum eins og tölvunotkun og bókhaldi. í verklegri kennslu fá nemendur að kynnast fiskeldi af eigin raun. í náminu er farið í vett- vangsferðir þar sem flestar fiskeldisstöðv- ar landsins eru heimsóttar auk fyrirtækja og stofnana sem tengjast fiskeldi. Að sumrinu fara nemendur í 10 vikna verknám á fiskeldisstöðvum. Flest- ir nemenda hafa lokið verknámi sínu á íslandi, en einnig er hægt vinna verk- námstímann erlendis. Nokkrir hafa lokið verknámi í Noregi, Skotlandi, Færeyjum og í Frakklandi. Að verknámi loknu út- skrifast nemendur sem fiskeldisfræðing- ar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir fisk- eldisfræðingum undanfarin ár og fyrirsjá- anlegt er að eftirspurn muni aukast ef greinin heldur áfram að vaxa á næstu árum eins og áform eru um. Nemendur fiskeldisdeildar skoða i kvíar hjá Lárusi Sigfússyni í Mjóafirði. 44 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.