Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 12
Til félaga 1 Félagi skipstjórnar- manna varðandi orlofshús Blaðinu fylgir núna umsóknareyðublað fyrir sumarorlofsdvöl i íbúð okkar á Akureyri og sumarhúsum í Hraunborgum eða á Laugar- vatni. Geta þeir félagsmenn sem þess óska fyllt eyðublaðið út og sent á skrifstofu félagsins í Borgartúni 18, 105 Reykjavík en um- sóknarfrestur er til 7. maí. Úthlutun fer fram strax eftir lok umsóknarfrests og fá umsækjendur sent staðfestingarbréf ásamt gíróseðli til greiðslu á leigugjaldi. Athugið að aðeins eru leigðar út heilar vikur frá föstudegi til föstudags á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst. Úthlutanarreglur fýrir orlofshús og íbúð FS Úthlutun orlofsíbúðar á Akureyri og orlofshúsa Félag skipstjórnarmanna, annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu fer fram sam- kvæmt punktainneign, sjómennsku og aldurs félagsmanna, þar sem sá sem hefur flesta punkta gengur fyrir færri og sá sem starfar á sjó gengur fyrir landmönnum og gilda nánar um það eftirfarandi reglur: 1. Allir félagar FS, miðað við félagaskrá 31. desember 2004, fá 12 punkta í forgjöf og fellur um leið niður öll hugsanleg punkta- eign 1 orlofsheimilasjóðum fyrir árið 2003. 2. Fyrir hvert byrjað almanaksár sem félagi er skuldlaus við félagið vinnur hann sér inn 12 punkta, allt að 48 punkta hámarks- inneign. 3. Fyrir hverja viku (7 daga leigu) í orlolhiisi/íbúð, á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst, og páskahelgi, frá kvöldi miðvikudags til kvölds annars í páskum, afskrifast 24 punktar. Leiga utan framangreindra marka skerðir ekki punktaeign. 4. Sæki tveir eða fleiri um sama tíma í orlofshúsi/íbúð, með sömu punktaeign gengur sá fyrir sem hefur starfað til sjós a.m.k. siðustu 6 mánuði, en er að öðrum kosti eldri eða elstur að árunt og að því frágengnu með lengri félagsaðild. 5. Sækja skal um dvöl í orlofshúsum/íbúð fyrir tímabilið 1. júní til 31. ágúst á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofunni, eða heimasíðu félagsins. Lok umsóknafrests er 7. maí ár hvert. Úthlutun fer fram strax eftir lok umsóknarfrests. 6. Strax eftir að úthlutun liggur fyrir skal tilkynna umsækjendum niðurstöðu bréllega ásamt greiðslukröfu vegna leigugjalds. Hafi leigugjald ekki borist fyrir 1. júní er litið svo á að leigutaki hafi fallið frá umsókninni og bústaðurinn/íbúðin laus til leigu öðrum. 7. Endurúthlutun fer þá fram til þeirra sem pantað hafa og ekki komist að í fyrstu umferð. 8. Á öðrum tímum eru orlofsbústaðir/íbúð Ieigðir samkvæmt pöntunarröð 9. Utanfélagsmenn og þeir sem skulda félagsgjald fyrir áður liðið ár greiða 20% álag á leigugjaldið eins og það er ákveðið hverju sinni. 10. Framkvæmdastjórn FS ákveður leigugjaldið í upphafi almanaksársins. Þannig samþykkt á stjórnarfundi 21. janúar 2005. Vottunarferli samkxœmt ISO 9001:2000 Slysavarnarskóli sjómanna fyrstur að ljúka ferlinu Asíðustu þremur árum hefur verið unnið að gerð gæða- stjórnunarkerfis, samkvæmt ISO 9001:2000 staðli, hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Tilurð þess að hafist var handa við að koma gæðastjórnun á má rekja til gildistöku laga um áhafn- ir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa. Þessi lög byggja á alþjóðasamþykktinni STCW 78/95 sem lók gildi meðal aðildar- ríkja Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um mitt ár 2002. Samþykktin tekur á menntun og þjálfun, skírteinum og varð- stöðu á kaupskipum. I kjölfar þess hafa skólar sem annast kennslu og þjálfun sjómanna samkvæmt samþykktinni unnið að innleiðingu gæðakerfa sem samþykktin kveður á um. Þann 17. febrúar síðast liðinn lauk úttekt á starfsemi Slysa- varnaskóla sjómanna og er hann fyrsti skóli hérlendis sem lokið hefur vottunarferli á gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001:2000. Það var vottunarfyrirtækið Vottun hf. senr annaðist úttektina. Menntafélagið ehf, sem er rekstraraðili Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands, hefur einnig verið í úttekt sömu aðila. Mikil vinna hefur legið að baki gæðastjórnunarkerfisins sem allir starfsmenn Slysavarn- arskólans hafa unnið að. Megin vinnan hefur þó legið á Ingi- mundi Valgeirssyni verkefnisstjóra sem hefur annast hönnun, stjórnun og eftirlit með kerfinu og vinnu við það. Hann hefur einnig unnið að gerð öryggisstjórnunarkerfa fyrir íslensk fiski- skip og eru nokkur slík í notkun í dag. Með tilkomu gæða- stjórnunarkerlis er enn frekar aukið á gæði og öryggi á nám- skeiðum og í starfsemi skólans. 12 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.