Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 31
Englands og þá fyrst til Hull. Ekki varð af neinum kaupum þar, þeir fundu ekki skip, sem þeim likaði; það var búið að selja þar ungann úr segltogaraflotanum. Guðmundur fór til Aberdeen til að leita að skipi en Indriði suður á bóginn, alla leið til Dover. Indriði kom suður til Dover skömmu fyrir jól og finnur þar kútter, sem honum lizt ekki illa á, og er farinn að þreifa fyrir sér um kaupin, þeg- ar það verður á Þorláksmessu, rétt sem kaupin eru að fara fram, að hann fær skeyti frá Einari Þorgilssyni svo hljóð- andi: „Kaup ekki skip að svo stöddu, ef það ríður ekki í bága við skyldur þínar.“ Skeytið hafði verið sent frá Glasgow daginn fyrir Þorláksmessu. Einar var þá þangað kominn. Indriði sendi svarskeyti og skýrði þar frá því að hann væri ekki enn bundinn af kaupunum, en hefði augastað á álitlegum kútter. Þá kom um hæl annað skeyti frá Glasgow: „Vertu kominn í Commercial-hótel í Leith 1. janúar. Allur kostnaður greidd- ur.“ Indriði tók þá saman pjönkur sínar á aðfangadag og hélt til Leith og var þang- að kominn stefnumótsdaginn. Á hótelinu í Leith hittir Indriði þá Ein- ar Þorgilsson og Björn Kristjánsson. Þeir voru báðir á leið lil Kaupmannahafnar í verzlunarerindum, en áttu þó frægara er- indi til Englands. Björn ætlaði einnig til Þýzkalands, því að þar átti hann við- skipti. Þeir gera nú félag með sér þarna á hót- elinu í Leith um togarakaup, Einar, Björn og lndriði, og Einar þá hættur við kútt- erakaupin. Þeir halda síðan áfram ferð sinni, Einar og Björn, en Indriði fer til Aberdeen, að hitta Arnbjörn Ólafsson, sem þar er, til að vera með honum við skipakaup, ög þar var þá einnig Guðmundur í Gerðurn, og slæst hann í félag um togarakaupin, og einnig hann hættir við að kaupa skútu. Guðmundur hefur varla verið einn af félögunum í Faxaflóafélaginu sáluga, heldur líklegra, að hann gangi þarna í kaupin líkt og Indriði og Einar. Verið getur, að Guðmundur hafi verið annar þeirra, sem var í félagi við Jens Pálsson. Halldór Sigurðsson, sem hafði lengi verið á enskum togurum og orðinn þar stýrimaður eða skipstjóri, var þeim Ind- riða og Arnbirni til ráðuneytis um skipa- kaupm, Halldór var fæddur á Bjartseyjar- sandi í Borgarfjarðarsýslu f4. desember 1868 og lauk prófi frá Stýrimannaskólan- um 1896 og hann var skipverji á Utopiu og fór síðan á enska eða skozka togara og var búsettur í Aberdeen. Indriði sagði, að þeir hefðu borið sig ráðum við kaup- in, Arnbjöm og Halldór. Hann segist hafa viljað kaupa annan togara en Coot. Coot var smiðaður í Glasgow 1892 og Bjami Sœmundsson málaði þessa mynd af Coot. samkvæmt íslenzku mælingunni var hann 98 fet að lengd og 154,74 tonn brúttó en 64,5 tonn nettó, vélarafl var 225 hestöfl og ganghraði 10 sjómílur. Á enska afsalinu var Coot afturámóti sagð- ur 141,5 tonn brúttó en 43,56 tonn nettó og 100,2 fet á lengd. Samkvæmt afsalsskjalinu var kaupverð Coots 1500 sterl.pd. eða 27 þús. kr. ís- lenzkar en samkvæmt minningarfrásögn Björns og plöggum Indriða, þá var raun- verulegt kaupverð 35 þús. kr., samanber einnig vátryggingarupphæðina. Þeir fé- lagar reiddu þessa upphæð af hendi, en fengu síðan lánaðar 10 þús. kr. til kaupa á búnaði til veiðanna og til greiðslu á ýmsu því sem dytta þurfti að í skipinu. Heima á íslandi fékkst fátt þeirra hluta sem togari þurfti til sín og það hefur ver- ið keypt hvaðeina ríflega til vara svo sem vörpur, hlerar, vírar, blakkir, lásar og sitt- hvað til vélarinnar. Kol hafa verið keypt eins og komið varð í skipið. Coot var keyptur af félaginu The Silver City Trawling Company Ltd., sem bæði Björn og Indriði segja að hafi verið gjald- þrota, en sarnt gefur forstjóri þess út af- salið, og það var gefið út á Arnbjörn ein- an, þann 19. janúar 1905. Trúlega hefur þeim félögum þótt hyggilegra að einn þeirra teldist eigandi, ef illa færi um þessa tilraun, eins og hinar fyrri til tog- araútgerðar á íslandi. Arnbjörn hefur verið þeirra félaga fúsastur til að taka á sig ábyrgðina, slíkur hugsjónamaður sem hann var um togaraútgerð og maður á- ræðinn. Hlutafélagið var ekki stofnað fyrr en um sutnarið og þá orðið sýnt að útgerðin myndi borga sig. Eins og fram ketnur hjá Birni, þá hefur Einar strax verið valinn framkvæmda- stjóri og hann ráðið Indriða sem skip- stjóra og fulltrúa sinn við það sem gera þurfti í Aberdeen til að búa skipið til heimferðar. Arnbjörn hverfur úr sögunni eftir kaupin og eins Guðmundur í Gerðurn, og er undarlegt, því að þeir hljóta báðir að hafa verið úti í Englandi, þvi að þeir sigldu upp með skipinu. Heimkoman ísafold sagði svofrá komu Coots: íslenzkur botnvörpungur. Hingað kom í gær frá Aberdeen eftir 41/2 dags ferð botnvörpuskipið Coot (blesönd), um 140 smálestir brúttó, keypt þar af Arnbirni Ólafssyni f. vita- verði til handa þeim félögum, honum og Birni kaupmanni Kristjánssyni, Ein- ari kaupmanni Þorgilssyni í Óseyri, Indriða skipstjóra Gottsveinssyni og Guðmundi trésmiði Þórðarsyni frá Hálsi. Skipinu fylgja 3 botnvörpur. Það gengur 10 tnílur á vöku með 48 hesta afli. Því á að halda út héðan til botn- vörpuveiða og leggja hér upp aflann aðallega, ýmist til sölu í soðið eða til verkunar. Skipshöfnin hingað var 8 manns, 3 skoskir og 5 íslenzkir, þar á meðal skipstjórinn Halldór Sigurðsson. En hér á að vera fyrir skipinu eig- andinn einn, Indriði Gottsveinsson. Arnbjörn Ólafsson verður og með því. Það leggur á stað til veiða nú seint í vikunni. Coot hafði haldið úr höfn í Aberdeen áleiðis til íslands síðla dags 1. marz og komið til Hafnarfjarðar fyrri hluta dags 6. marz, og skipið hélt nær strax á veið- ar, hásetar skráðir 9. marz. Halldór Sigurðsson hafði verið skip- stjóri á heimleið en lndriði stýrimaður og er ekki vitað, hvað því hefur valdið, en þarna gæti Indriði aftur hafa verið borinn ráðum af þeirn Arnbirni og Hall- dóri, en svo þegar heim kemur, þá kem- Sjómannablaðið Víkingur - 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.