Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 19
177 NÁTTÚKUPR. Rannsókn dr. Hagerups sýndi, að tvíkynja lyngið hefir tvöfalt fleiri litninga en hið einkynja. Með því var skorið úr öllum vafa um, hvort tvíkynja lyngið væri sjálfstæð tegund eða eigi. Hið ytra eru tegundir þessar nokkuð aðgreindar. Stöngull einkynja lyngsins er fíngerður, skriðull og ætíð meira eða minna rótskeytur, oftast er hann rauðleitur. Á tvíkynja lynginu er) stöngullinn aftur á móti grófgerður, grænn að lit, uppsveigður eða nær uppréttur og aldrei skriðull eða rótskeytur. Yfirleitt er tvíkynja tegundin öll stórvaxnari og grófgerðari en hin. Kemur það einnig allgreinilega fram á blöðunum, sem á einkynja lyng- inu eru smágerð, nærri striklaga, en á hinu tvíkynja breiðari og nær sporbaugótt að lögun. Erfitt er þó að greina sundur tegund- irnar eftir þessum einkennum einum saman, ef þær eru blóm- lausar, en við skoðun blómanna þarf hina mestu aðgæzlu sakir smæðar þeirra. Oft er nærri bezt að greina tegundirnar þegar aldinið er þroskað, því að á tvíkynja tegundinni hanga fræflarn- ir oftast við aldinið, en á þeirri einkynja er vitanlega ekki um neina l'ræfla að ræða í þessu sambandi, þar sem blómin eru ein- kynja. — Eftir því sem framast er kunnugt, er útbreiðslu þessara tveggja tegunda nokkuð ólíkt háttað. Tvíkynja lyngið er miklu norðlægari planta en hitt. Þannig vex það eingöngu á Grænlandi og er talið mjög útbreitt um norðurheimskautslöndin, en þegar kemur suður á meginland Evrópu er það aðeins fundið á háfjöll- um. Einkynja tegundin vex í belti, allt í kring um hnöttinn, þeg- ar kemur suður fyrir heimskautsbauginn nyrðri og alllangt suð- ur á bóginn. Á hinum norðlægari vaxtarstöðum er það mjög oft ófrjótt. — Hér á íslandi eru báðar tegundirnar fundnar, en allt er óvíst um útbreiðslu þeirra, eða hvor tegundin sé algengari. Ef ráða má af líkum eftir útbreiðslu þeirra í nágrannalöndum okk- ar, Grænlandi og Færeyjum, er sennilegt að tvíkynja lyngið sé aðaltegundin hér á landi. Á Færeyjum er hún bæði þroskameiri og útbreiddari en hin, og á Grænlandi er hún einráð. Fróðlegt væri ef einhverjir athugulir menn vildu veita krækilyngstegundum þessum athygli, og væri eg þakklátur fyrir allar upplýsingar um þær. Akureyri, 8. okt. 1932. Steindór Steindórsson frá Hlöðum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.