Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. mynd. Útbreiðsla svartadauða um England eftir að hann barst að landi í Weymouth í Dorset 1348. og norður í Skagafjörð, eða um 300 kílómetra leið á sextán vikum, sem telja verður mjög hraða yfirferð við erfiðar aðstæður. Einna mest var mannfall, samkvæmt Nýja annál, árið 1403, en þá hafði plágan borist svo til um allt landið. Upp úr páskum 1404 fór ógninni að linna.6 Talið er að allt að 60-80% lands- manna hafi látist í fyrri plágunni. Síðari plágan barst til landsins tæpri öld síðar, eða 1494, trúlega með ensku eða þýsku kaupskipi. Hún herjaði veturinn 1494-1495 um nær allt landið, nema ekki á Vest- fjörðum,7 og er talið að hún hafi grandað um 30-50% af íbúum landsins. Um þessar plágur hefur margt verið skrifað, meðal amiars af höfundi þessarar greinar,8 og verður nánar að því vikið síðar. Eðli SVARTADAUÐA Fram undir aldamóún 1900 voru hugmyndir manna um eðli plágu- faraldranna í Evrópu á miðöldum næsta óljósar, enda þekktu menn vart sýkla og samband þeirra við sjúkdóma fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Á plágutímum blasti sú stað- reynd samt við mönnum að sýkin berst frá manni til manns, eins og lesa má út skýrslu Daniels Defoesc um síðasta plágufaraldurinn í Lundúnum árið 1665: Vegna þess hve smitandi veikin var, gat hún borist með mönnum sem ekki vom komnir með ein- kenni hennar en bám veikina í sér og virtust heilbrigðir. Slíkur maður var í reynd eitraður - gangandi tor- 6. mynd. Þegar svartidauði geisaði í Evrópu á miðöldum klæddust læknar sérkennilegum hlífðarbúningi. í grímu, sem minnti áfuglsnef, voru ilmjurtir sem áttu að binda skaðlegar gufur og koma í veg fyrir sýkingu. (Kiple, Kenneth F. o.fl. 1997. Plague, Pox and Pestilence. Weidenfeld & Nicholson.) tímandi - og gat vel hafa grandað þeim sem hann hefði fúslega fóm- að lífinu fyrir ... andað dauðanum á ástvini sína, kannski með því að kyssa og faðma börn sín.'J Hér má lesa að samtímamenn plágunnar, í það minnsta í síðustu faröldrunum, áttuðu sig á tvennu: Annars vegar að hún barst frá manni til manns með úða úr vitum og hins vegar að menn gátu verið smitberar nokkru áður en sýkin náði tökum á þeim. Þessar staðreyndir virðast hafa gleymst ýmsum þeim sem ritað hafa um svartadauða á 20. öld og í upp- hafi hinnar 21. Skýringin er að mati Scotts og Duncans, helstu heimilda- manna þess sem þetta skráir - og hans sjálfs - að menn settu alla plágu- faraldrana í samband við nagdýra- c Enski rithöfundurinn Daniel Defoe er frægastur fyrir söguna um Róbinson Krúsó. Hann var sex ára þegar plágan gekk yfir Lundúnir. Á sjötugsaldri, árið 1722, skráði hann dagbók um pláguárið, Diary ofa Plague Year. Menn hafa efast um sannleiksgildi margs í frásögu Defoes, en Scott og Duncan, sem borið hafa dagbók hans saman við aðrar samtímaheimildir, telja að þar sé að finna nákvæma frásögn af lífinu í Lundúnum á þessum skelfingartímum. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.