Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ■3- mynd. Kortriss gert af Guðbrandi Þorlákssyni árið 1606. Naflilausa eyjan sem synd er norðan við Grímsey á að öllum líkindum að vera Kolbeinsey og se' það rétt er þetta ífyrsta sinti sem hún sést á korti. Örin bendir á Kolbeinsey. Guðbrandur Þorláksson (1541-1627) biskup á Hólum stóð fyrir könnunarleiðangri Hvann- dalabræðra til Kolbeinseyjar sumarið 1616. (Birt með leyfi Þjóðminjasafns íslands.) //- ft/S’— þessi heimild um áttavita ekki nefnd. Þar segir að aldrei hafi verið algengt að hafa áttavita í áraskipum hérlendis og að fyrstu heimildir um slík tæki á Norðurlandi séu frá árinu 1787.8 Þá fengu tíu bændur í Skagafirði áttavita frá landstjórnimii °g var hver þeirra virtur á tvo ríkisdali. Líklegt er að þeir hafi verið hafðir í bátum því bændurnir gerðu flestir eða allir út til fiskjar og fóru jafnvel í hákarlalegur á djúpmið norður undir landgrunnsbrún. Það er í meira lagi ósennilegt að átta- vitinn í Hvanndalabátnum hafi verið eign þeirra bræðra því þá hefðu þeir verið hátt í tveimur öldum á undan samtíð sinni. Lík- legra er að Guðbrandur biskup hafi att gripinn en sem kunnugt er stundaði hann landmælingar og átti tækjabúnað til þess að mæla hnatt- stöðu. Hugsanlega hefur hann einnig gert athuganir á segulsviði og núsvísun þótt hvergi sé þess getið í bókum. Hami gæti hafa léð þeim bræðrum tækið í öryggisskyni og þó ekki síður til að þeir gætu tekið átta- vitastefnur við Kolbeinsey í land- fræðilegum tilgangi. Með góðum stefnumælingum í þekkt mið í landi gat Guðbrandur fundið staðsetn- inpu eyjarinnar og fært hana rétt inn á Islandskort sitt. Kolbeinsey er ekki sýnd á hinu fræga Islandskorti Guðbrands, sem kom út 1590, enda nær kortið ekki svo langt í norður. En biskup varð þó fyrstur til að setja eyna á kort. Um og upp úr sextánhundruð vaknaði tölverður áhugi á norðurslóðum og norðursiglingum, bæði vegna hags- muna sem tengdust Grænlandi og vegna vonarinnar um siglingaleiðir til Austurlanda fyrir norðan Siberíu eða Kanada. Danakóngur fékk því fróða menn til þess að gera korta- skissur af landaskipan á norður- slóðum. Guðbrandur gerði slíkt kort sem merkt er árinu 1606. Island er fyrir miðju korti og Grímsey þar norðan við. Alllangt norður af Grímsey er merkt nafnlaus eyja nokkurn veginn þar sem Kolbeinsey ætti að vera (3. mynd). Kolbeinsey birtist síðan á hollensku korti sem teiknað er um 1620 (4. mynd).9 SjÓHRAKNINGAR Nú verður ferðasagan sögð eins og skilja má hana af Kolbeinseyjar- vísum. Þeir bræður lögðu upp í ferð sína vorið 1616, um það leyti sem bjargfugl lá á eggjum, líklega í júníbyrjun. Þeir ýttu frá landi um nónbil í blíðum byr og sól. Veðrið snerist þó fljótt og á miðju Gríms- eyjarsundi kom á þá austankaldi og súld og síðan svarta þoka er leið á nótt. Þeir héldu þó siglingunni ótrauðir áfram og stefndu í norður en hefðu þó viljað hafa austlægara horf. Þannig gekk í tvö dægur. Þeir fylgdust vel með fugli, vitandi það að hann flaug úr varpstað til hafs að morgni í fæðuleit en sneri aftur í bjargið að kvöldi. Af flugi fugla þóttust þeir sjá að Kolbeinsey væri einhvers staðar í þokunni fyrir austan þá. Veður fór nú versnandi 33

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.