Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 53

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hugsanlegt er að útbreiðsla tegund- arinnar hafi dregist allmikið saman í byrjun 19. aldar og hún því ekki fundist í seinni rannsóknum. Einnig er mögulegt að þær sagþangs- plöntur sem nú vaxa í Trongisvágs- firði hafi numið land á nýliðnum árum og þá hugsanlega borist með skipum. Takmörkuð útbreiðsla teg- undarinnar í námunda við eina af stærstu höfnum Færeyja styður þá tilgátu (8. mynd). Rannsóknir þar sem nútíma erfðatækni væri beitt gætu hugsanlega gefið vísbendingu um hvor skýringin er líklegri. Ölduhreyfing sjávar hefur tals- verð áhrif á lóðrétta útbreiðslu fjöru- þörunga. Þeir ná mun ofar á brima- sömum stöðum en skjólsælum og geta efstu sjóþörungar eins og rauð- ló vaxið langt ofan við efstu flóð- mörk. Til dæmis vex rauðló á rúst- um miðaldakirkjunnar í Kirkjubæ sem stendur í nokkurri fjarlægð frá sjó talsvert ofan við fjöruna. Við neðri mörk fjöru á brimasömum stöðum geta þörungar, eins og til dæmis marinkjarni, sem að öllu jöfnu vaxa neðan fjöru náð hátt upp fyrir lágfjörumörk. Sumar tegundir þörunga lifa einungis á brimasömum stöðum en aðrar á skjólsælum. í Færeyjum vaxa tegundirnar Aglaothamnion seposi- tum, reimaþang, marinkjami, brim- þang, þunnaskegg og purpura- himna einungis á mjög brimasömum stöðum.6 Tegundirnar klóþang, steinskúfur, dvergþang og fjöru- fléttan Verrucaria mucosa vaxa hins vegar einungis í fremur skjólsælum fjörum (9. mynd). Þessum tegund- um fylgja þangskegg, sem vex á kló- þangi, og grænþörungurinn Tellamia contorta, en hann myndar fíngerða þræði sem vaxa inni í skeljum þang- doppu og lita þær grænar. Þang- doppa lifir einnig fyrst og fremst í skjólsælum fjörum. I skjólsælum fjörum hefur klóþang yfirleitt mesta þekju ef þar er á annað borð harður boha. Nokkrar þörungategundir finnast við öll stig brimasemi, frá skjól- sælum fjörum og út á ystu annes þar sem úthafsaldan fellur óheft að ströndinni. Dæmi um áberandi 6. mynd. Mararhetta (Patella vulgataj heldur líklega niðri þörungagróðri á stórum svæðum í fjöru við Færeyjar. Hún hefur ekki fundist lifandi við ísland. Ljósm.: Karl Gunnarsson. 7. mynd. Sagþang (Fucus serratus) var áður talið algengt í Færeyjum en vex nú ein- göngu á takmörkuðu svæði í Trongisvágsfirði á Suðurey. Hugsanlega er sagþang nýlegur landnemi í Færeyjum. Ljósm.: Karl Gunnarsson. tegundir sem þannig háttar til um eru kóralþang, sjóarkræða og söl (6). Einnig hafa brimskúfur, brimkló, slavak og maríusvunta útbreiðslu sem virðist óháð brimasemi (10. mynd). Djúpið Eins og í fjöru eru það stórir brún- þörungar sem setja mestan svip á gróður neðan fjöru. Það eru þör- ungar af þaraættbálki Laminariales. Marinkjami, stórþari og beltisþari eru algengastir. Þar sem botngerð leyfir, þ.e. botn er harður, myndar stórþari samfelldan skóg frá 2-3 m dýpi niður á meira en 20 m (11. mynd). I stórþaraskógi lifir aragrúi smárra tegunda og eru rauð- þörungar algengastir.5 Áberandi rauðþörungar í þara- skógi eru djúpbúi, ránarkambur, kambgrös, fiðurþari, skarðafjöður og dreyrafjöður. Allar þessar tegundir eru einnig algengar á bohú innan um þara við ísland.19 Að auki eru nokkrar rauðþörungategundir 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.