Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 54
Náttúrufræðingurinn 8. mynd. Núverandi útbreiðsla sagþangs í Trongisvágsfirði á Suðurey (skv. athugun í maí 2004). algengar við Færeyjar sem ekki hafa fundist við ísland. Sem dæmi má nefna blóðblöðku, Callophyllis lacini- ata, og Furcellaria lumbricalis, tegund- ir sem hafa norðurmörk útbreiðslu sinnar við Færeyjar (12. mynd). Mestur tegundafjöldi er um eða rétt neðan við neðstu fjörumörk, síðan fækkar tegundum smám saman eftir því sem dýpra dregur og birta dvínar.17,5 Almennt vaxa þörungar dýpra fyrir opnu hafi en inni á fjörðum, þar sem grugg dregur úr birtu í sjónum. Fyrir opnu hafi í Færeyjum vex til dæmis þéttur þaraskógur víða niður á um 20 m dýpi. Þar fyrir neðan þynnist hann smám saman og síðustu þaraplöntur hverfa á um 30 m dýpi. Þar sem þari er þéttastur geta verið 20 til 40 stórþaraplöntur á fermetra. Á skjól- sælum stöðum inrd á fjörðum er stórþari hins vegar yfirleitt að mestu horfinn á um 10 m dýpi og nær sjaldan meiri þéttleika en sem nemur 5 til 15 plöntum á fermetra. Inni á fjörðum nær harður botn oftast skammt niður í djúpið, en fljótt tekur við leirbotn sem engir þörungar vaxa á. Eftir því sem lengra er farið inn í firði, þeim mun grynnra er niður að leirbotni. Þar sem er brim er allra mest virðist stórþari ekki þola álagið, en þar er marinkjarni, og stundum hrossaþari, ríkjandi á fyrstu metrum neðan fjöru. Báðar tegundimar hafa sveigjanlegri stilk en stórþari og einnig skiptir sennilega máli að marinkjami er fljótur að nema land og vex hratt þar sem hann nær fótfestu. Utan á stilkum stórþara vaxa ásætur, bæði þörungar og dýr. Yfirleitt em færri tegundir á stilkum stórþara inni á fjörðum en úti á S) cd 6 «b J2 I p Dvergþang Pelvelia canaliculata Steinskúfur Cladophora rupestris Klóþang Ascophyllum nodosum Reimaþang Himanthalia elongata Þunnaskegg Polysiphonia stricta 70 o 70 ' 70 f 60 OO 0 \ 0 60 cmro o 60 50 o o o o 50 000 o 50 40 40 o X O OO 0 o 40 30 Sp o 30 OO CD o o o 30 20 o o X 20 0 20 10 \ 10 O 0 —.—i—i—i—i—QO-iQirmx) 10 Purpurahimna Porphyra umbilicalis o O tTtTlTO 030 00 o o o o o o ŒDO O 0123456789 0 123456789 0 123456789 Vaxandi skjólsæld -----------► 9. mynd. Dreifing nokkurra fjöruþörunga með tilliti til brimasemi. Á láréttum kvarða merkir 0 mesta brimasemi en 9 skjólsælustu fjörurnar. Lóðréttur kvarði sýnir hlutfallslegt magn tegunda ífjörunni. Teiknað eftir Bruntse o.fl. 1999b (6). 52

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.