Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 23
Bjargdúfan COLUMBA LIVIA ~ VILLTUR VARPFUGL Á ISLANDI PETUR GAUTUR KRISTJANSSON Bjargdúfa (Columba liviaj er útbreidd itin Evrópn, Norður-Afríku og Asíu, e.t.v. allt austur til Kína. Kjörsvœði bjargdúfunnar og afkomenda hennar, skræpunnar og tömdu dúfunnar (hús- dúfunnar), eru klettar og inannvirki; hreiðurstceðið sylla eða hola, egg eru tvö talsins, bœði kynin liggja á, útungunartíminn er 17-18 dagar og ungarnir eru orðnir fleygir eftir um það bil 30 daga (Walters 1980a, 1980b). jargdúfunnar er nánast að engu getið í fuglafræðum íslenskunt á þessari öld. Er þá fyrst til að nefna sjálfan Bjama Sæmundsson (1936) í „Fuglunum". Þar er tegundarinnar ekki getið í lista yfir „Islensk fuglanöfn" en aftur á móti er hún á lista yfir „Nöfn á merkum útlendum fuglum, sem nefndir eru í bókinni" Bjarni Sæmundsson 1936). Hér var kominn forsmekkurinn að því sem síðar átti eftir að verða (Magnús Björnsson 1939; Petersono.fi. 1962, 1964; Arnþór Garðarsson 1982, Ævar Petersen 1998). Bjargdúfan hefur ekki fengið inni meðal húsdýra íslenskra og heldur ekki meðal villtra fugla. Hún virðist alls engan stað hafa átt sér í íslenskri tilveru, hvað þá fánu. Upp úr 1970 kom hins vegar út „Stóra fuglabók Fjölva“ eftir J. Hanzak nokkum, staðfærð af Friðriki Sigurbjömssyni. Þar kveður við nokkuð nýjan tón. I bókinni er vakin athygli á því að dúfur lifi villtar í sjávarklettum við V ík í Mýrdal (Hanzak 1971). Þá er að geta nýlegrar bókar, „Fuglar í náttúru íslands“ (Guðmundur P. Ólafsson 1987). Þar er að sjá að litli neistinn sem Friðrik Sigurbjörnsson kveikli sé að verða a.m.k. að týru. Þar eru dúfur teknar fyrir undir varpfuglum en um Columba livia er nánast ekkert sagt, en útbreiðslusvæði dúfna er þó látið ná yfir vestasta hluta landsins með athugasemdinni: „Dúfur við Tjörnina í Reykjavík“ (1. mynd). 1 nýútkominni bók „Islenskir fuglar" (Ævar Petersen 1998) er ekki fjallað um húsdúfu/bjargdúfu frekar en í öðrum yfirlitsritum. Pétur Gautur Kristjánsson (f. 14. júlí 1934, d. 10. dcseinber 1999) lauk stúdcntsprófi úr máladeild Menntaskólans á Akureyri 1952 og cand.jur.-prófi frá Háskóla Islands 1961. Starfsævi hans skiptist milli kennslu og einbættisstarfa. Hann var fulltrúi hjá sýslumanni á Siglufirði 1961-1966, fulltrúi bæjar- fógeta í Vestmannaeyjum 1966-1969, kennari við Gagnfræðaskóla Suðurnesja og víðar 1969-1985, fulltrúi sýslumanns á Seyðisfirði 1986-1987 og á Sel- tjarnarnesi 1987-1988. Eftir það sinnti hann lög- fræðistörfum meðfram kennslu og var sjálfstætt starfandi lögmaður til dauðadags. Pétur var gæddur stálminni, aflaði sér fróðleiks á hinum fjölbreytileg- ustu fræðasviðum og var ótrúlega víða vel heima, m.a. í líffræði og skyldum greinum, svo sem fuglafræði og fiskifræði. Hann öðlaðist lands- frægð er hann vann hverja spurningakeppnina af annarri í útvarpsþáttum á áttunda áratugnum. Náttúrufræðingurinn 70 (1), bls. 21-26, 2000. 21

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.