Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 16
kræðu, því hún hefur skýra hafræna útbreiðslu. Þessar tegundir vaxa því óvíða á sama stað. Flókakræðan er algengust á Suður- og Vesturlandi og nær þar langt inn í land en er aðeins á ystu annesjum norðanlands og austan. Hún velur sér vindblásna vaxtarstaði, á mosa eða þúfum uppi á hæðum og utan í brúnum eða klettum. SURTARK.RÆÐA AlECTORIA NIGRICANS Surtarkræða (12. myndj er lík skollakræðu að vaxtarlagi, upprétt og greinótt og um 3-8 cm á hæð, en greinarnar eru bein- hvítar eða bleikleitar neðantil en grákrím- ugar eða kolugar ofar og grásvartar í endann. Þetta eru því hreinir felulitir, þar sem surtarkræðan vex innan um kvistgróð- ur í þurrum móum, hvort sem er að vetri eða sumri. Af þeim sökum hefur hún aldrei hlotið nafn af alþýðu manna; enginn virðist hafa veitt henni athygli. Nafnið surtarkræða er nýnefni, dregið af litar- hættinum. Surtarkræðan er algeng um allt landið, bæði til sjávar og hátt til fjalla. Þó eru eyður í útbreiðslu hennar þar sem landrof er á móbergssvæðinu. PÓSTFANG HÖFUNDAR Hörður Kristinsson Náttúrufræðistofnun íslands Akureyrarsetur Pósthólf 180 602 Akureyri 14

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.