Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 9
ng/g eöa á bilinu 100 — 200 ng/g. Svip- að magn var í hreindýrafitu (Jóhannes Skaftason & Þorkell Jóhannesson 1979b). í laxaseiðum úr Norðurá, Vest- urdalsá og Laxá í Aðaldal var magn PCB-efna á bilinu 200—400 ng/g (óbirtar athuganir). Hið tiltölulega jafna magn PCB-efna i hreindýrafitu, silungi og laxaseiðum virðist þannig benda til aðkominnar mengunar eins og áður er getið um af völdum hexaklór- benzens. DDE fannst einungis i silungi úr Apavatni (sbr. texta). Var magn þess svo lítið, að það var við greiningarmörk. DDE var hins vegar mælt í talsvert meira magni i laxaseiðum. Rannsóknir á smjörsýnum á árunum 1968—1978 benda eindregið til þess, að DDT og DDD séu um það Hi 1 horfin úr smjöri hér á Iandi og magn DDE sé ört minnkandi. Ekkert þessara cfna var heldur að finna í hreindýrafitu (Jó- hannes Skaftason & Þorkell Jóhannes- son 1979b). DDE er talið vcra fleygara efni en bæði DDT og DDD (Brooks 1974a). Er því hugsanlegt, að DDE í Apavatnssilungi og sérstaklega i laxa- seiðum sé vegna aðkominnar meng- unar. Enda þótt klórkolefnissambönd þau, cr hér ræðir um, teljist öll til hættulegra cfna, virðist magn þeirra i íslensku lifríki vera fjarri þeim mörkum, er hættuleg megi teljast mönnum. Samanlagt teljum við, að þær niður- stöðutölur, er hér birtast, svo og niður- stöðutölur annarra rannsókna okkar, renni styrkum stoðum undir þá ályktun, að hér á landi gæti aðkominnar, loft- borinnar mengunar af völdum alfa-HCH, hexaklórbenzens, PCB-cfna og hugsanlega einnig DDE. Niður- stöðutölur benda enn fremur til þcss, að staðbundinnar mengunar af völdum alfa-HCH kunni að gæta á vissum stöðum. SUMM A R Y Organochlorine conipounds in Incelandic lake trout by Jóhannes F. Skaftason and Torkell Jóhannesson Department of l]harmacology, University of Iceland, P. O. Box 884, Reykjavík, Iceland. Nine charr (Salvelinus alpinus) and 6 trout (Sahno trutta) were caught in six lakes in 1977— 1979. Four of these lakes are out- side or on thc border of inhabited areas. During these same years salmon fry (1—2 ycars old) were electrofished in four rivers. Although work with the salmon fry has not yet been complcted. reference is made now, for comparison, to pertinent results from determination on the fry. Collection locali- ties arc shown in Fig. 1. The fish were frozen as soon as possible and kept deepfrozen ( — 22°C) until ana- lýsed. Then they were tliawcd and decapi- tated (for age determination). The flesh of each fish was removed and homogenized. Six 5 g samples of homogenate froni each fish were taken into analysis. Two samples were used for fat determination and four for analysis of organochlorine compounds 103

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.