Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 40
(Spkagnum) finnst einnig, en aðallega utan jaröylsblettanna. F. Rœktun. Girta landið hefur gróið talsvert upp og hveraleirskcllurnar minnkað á síöari árum. Kjarni og fos- fórusýruáburður hefur verið borinn á bletti tvö undanfarin ár og vex þar gott gras. Þökur hafa verið settar á lítinn Islett. Allmargar birkihríslur hafa einnig verið gróðursettar á svæðinu við Gevsi og virðist birkið dafna vel. Þ'ar er vel grösugt og aðaltegundir vallarsveifgras og língresi. II. AÐALBREYTINGAR A GRÖÐ- URFARINU A TÍMABJLINU 1960— 1966 Yfirlitsathugun var gerð 24. og 25. ágúst 1966. A. Gródur hefur yfirleitt va.xið og beru skellurnar minnkað dálítið. Borið er á grasbletti og heyjað á þeim. B. Birkihríslur, sem nýlega var búið að gróðursetja árið 1960, eru 1 góðum vexti og ná margar meðalmanni í brjóst en nokkrar eru rúmlega mannhæðar háar. C. Lyng- og hvistlendi hefur færst í aukana t. d. á rönd út við girðingu ofan til (fjærst húsi). Meira ber á bcitilyngi en áður, en mestur munur sést þó á loð- víðinum (iSalix lanata). Hann var jarð- lægur og á allan hátt smávaxinn og bar litið á honum árið 1960. Nú sjást margir vænir loðvíðisbrúskar, margir lmcháir og sumir enn hærri. D. Af jurtategundum hefur einkum krossmaðra breiðst út og vex nær all- staðar, hin þroskalegasta. Mcira ber á túnvingli, vallhæru, mýrasóley og græðisúru en áður og njóli sést víðar. Yfirleitt er allt svæðið gróskulegra nú en 1960. III. ATHUGUN 30. OG 31.JÚLÍ SUMARIÐ 1973 Gróðri virðist fara vel fratn og breið- ast dálitið út á gömlu, auðu skellurnar. Birkið, sem gróðursett hefur vcrið dafn- ar vel, gömlu loðvíðirunnarnir stækka og ber mun meira á þeim en áður. Skal nú dálítið vikiö að einstökum gróðurhverfum og útliti friðaða svæð- isins. .1. Næst hliði eru gráar hveraletrskellur og litfagrir gróðurblettir að baki og innanum skellurnar. Hvítir, gulir, bláir og rauðir blómlitir prýða mjög um- hverfi hveranna. Þarna eru breiður af hvitsmára, skarifífli, silfurmuru, blóð- bergi, blákollu, gulmöðru, krossmöðru, sóley og grasi aðallega skriðlíngresi, en einnig er talsvert af túnvingli og vallar- sveifgrasi. Innanum ber nokkuð á gleymmérey, íslandsfífli, gullmuru og mjaðurt. Fjær eru blettir af kræki- og bláberjalyngi, hvítmaðra í þúfum. B. Rauðbrúnleitu leirflögin uppi i brckkunum eru sumstaðar orðin gul- flekkótt af brennisóley og skarifífli. Silf- urmura breiðist út þar sem raki er og elfting og græðisúra vaxa á stangli. Ein leirbrekkan er orðin rauðflekkótt af blóöbergi, þar sem grýtt er og þar eru brúskar af holurt, kattartungu, blá- sveifgrasi, ljónslöpp, vallhæru, vegarfa og hvitmöðru. Sums staðar á þessu gamal-uppblásna, járnríka leirsvæði vaxa holtasóley, hundasúra, túnsúra, geldingahnappur, melskriðnablóm o. fl. En sum köldu ryðbrúnu leirsvæðin eru enn gróðurlítil eða gróðurlaus. Hægt væri að græða ryðbrúnu leirbrekkurnar með vinnslu, áburði og sáningu, en réttast mun vera að láta þær halda sér, „eins og náttúran vill“, því bæði þær og 134

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.