Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 72

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 72
býsnin öll af framræsluskurðum, allt frá hlíðum og suður í Dyrhólaós. Víð- ast í mýrunum var gjóskulagið frá 1357 á 90 cm til 120 cm dýpi. Þegar ég var búinn að kanna svæðið nokkuð vel, kom í ljós að dýpt lagsins stjórnaðist mest af því hvort um mikið eða lítið árennsli frá ánum hefur verið að ræða. Eitt sinn í þessari könnun mældi ég allmörg jarðvegssnið í skurði sem ligg- ur til suðurs af Nesleiti (við réttina) og allt suður í Dyrhólaós. Aður en að ósnum kom, þ. e. í um 70 m fjarlægð, hvarf Sólheimalagið undir vatn sem lónaði upp í skurðinn úr ósnum, var þó vatnsborð hans mjög lágt. Þegar kom í ósbakkann voru aðeins 30 cm frá yfirborði skurðbakkans niður að vatninu, en þar sem lagið fór undir vatn var þykktin ofan á því 110 cm. Samkvæmt þessu var öskulagið komið 80 cm undir yfirborð óssins þar sem bakkana þraut. Þetta var um stór- straumsfjöru svo ekki hefur verið komið langt út í ósinn þegar lagið var komið niður fyrir sjávarmál. Eg kann- aði hvort þetta væri svona í fleiri skurðum og var útkoman sama í öllum sem ég skoðaði. Ég hef getið hér að framan um sögnina um reiðingsflóðið norður af Hildardrangi. Þetta hefur bæði mér og öðrum þótt mjög með ólíkindum. Svo var það í september 1974 að nokkrir stórhugamenn í Dyrhólahreppi ætluðu sér að setja garð, sem jafnframt átti að vera vegur í Dyrhólaey, frá eynni norður að ósnum og síðan vestur með eftir norðurjaðri leirunnar allt vestur í foksandsklappirnar sunnan við Norð- urgarðalæk. Þetta hefði orðið mikið mannvirki, eitthvað á þriðja km á lengd og um helming leiðarinnar 5 m hár svo að ekki flæddi yfir hann, þegar mest verður í ósnum er útfall hans lokast. Hugmyndin var að ýta garðin- um upp úr sandi í leirunni svo ekki veitti af að grjótverja hann. Þessi garð- ur átti að varna vatni úr ósnum að komast vestur á leiruna svo að hún þornaði og hægt væri að rækta hana. Þessi hugmynd féll mér illa sem nátt- úruverndarmanni þar sem þessi leira er eiginlega eina sjávarleiran allt frá Skarðsfirði við Hornafjörð og til Kollafjarðar. Með aðstoð Náttúru- verndarráðs hafðist að bjarga þessum viðkomustað þúsunda farfugla vor og haust. En leyft var að setja garðinn (veginn) austur á eyna, sunnan svo- nefndra Hvolhausa, eða sem næst þar sem brautin austureftir lá. Þegar hefja átti verkið bað vega- verkstjórinn, sem sá um verkið, mig sem formann náttúruverndarnefndar V-Skaftafellssýslu að koma með sér á staðinn til þess að sjá að farið hefði verið að öllu eftir því samkomulagi sem gert var um legu vegarins. Jarðýta var komin á staðinn og svo sem í tilraunaskyni byrjaði hún að ýta upp þar sem lægst var og sandurinn blautastur, þ. e. norður af svo til miðri Háeynni. Biðum við nokkrir þarna til að sjá hvernig þetta gengi. Þegar ýtan var komin um 1 m ofan í sandinn, skeði það óvænta að botn rásarinnar tók að fljóta uppi aftan við ýtuna. Þetta var ólseigur mýrarjarðvegur (reiðingsjarðvegur) sem kom þarna í ljós. Jarðvegur þessi var þarna um það bil 60 cm á þykkt og síðan sandur undir honum. Þarna var sandurinn mjög vatnsmettaður og hálffylltist rás- in af vatni, svo að þegar sandfarginu létti af mýrarjarðveginum flaut hann upp. Svo seigur var jarðvegurinn að þótt við færum út á hann sukkum við ekkert í hann, öðru vísi en að hann dældaðist niður þar sem við stóðum. Því miður var að verða svo kvöldsett að ekki var hægt að sjá til að taka þarna öskulagasnið. Þó taldi ég mig finna þar Sólheimalagið frá 1357, ná- 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.