Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 15
NÁTTÚRUFR. 9 hafnað, svo vel bundinn saman, að stórviðri unnu ekki á hon- um. Eitt kvöld sáust þeir sem oftar fyrir utan híbýli sín, og enda þótt veðrið væri eins gott og það hafði verið undanfarið, tóku þeir hvatlega til starfa og drógu með ákefð viðarbúta niður í tjörnina. Á einni nóttu höfðu þeir flutt niður í tjörnina 186 viðarbúta, 2—3 metra langa og 8—11 cm. gilda. Tuttugu og fjórum klukkustundum síðar var öll tjörnin lögð og ísinn orðinn 7 cm. á þykkt“. Bjórinn hefir illa orðið fyrir barðinu á manninum. Vegna of-mikillar veiði er hann á góðum vegi með að hverfa úr tölu lifandi vera á jörðinni. Skinnin hafa ávallt verið mjög eftir- sótt, bæði fyrir gæði og fegurð. Þau eru notuð til klæðnaðar sem loðfeldir, og einnig er hái'ið notað til hattagerðar (Kastor- hattar, af latneska heiti dýrsins, Castor). Kjötið þykir líka gott, sérstaklega var halinn talinn herramannsmatur. Milli endaþarms og getnaðarfæra eru á báðum kynjum kirtlar tveir, er gefa frá sér einkennilegan, þefsterkan vökva. Er ekki enn full-skýrt í hvaða skyni dýrið notar hann; hafa sumir haldið, að hann væri til þess að heilla að sér andstæða kynið í ástar- farinu, en aðrir, að dýrið gæfi hann frá sér til þess að þekkja aftur leiðir, t. d. heim að híbýlunum aftur. Kirtlar þessir eða efni þeirra, (Castoreum, á þýzku Gejl, á sænsku gáll*) var um langa hríð, allt fram á síðustu öld, notað sem læknislyf (við krampa o. fl.) og keypt háu verði; nú er það þó úr sög- unni sem verðmæti. Brehm getur um, að vísu sem hæsta verð er þekkst hafi, að árið 1852 hafi skógarvörður einn fengið 276 mörk fyrir liy2 lóð, ,,sem svarar til þess, að kílóið kostaði 1.533 mörk“ (markið mun þá hafa verið um 90 aura). Það var því ekki furða þó að hann væri eftirsóttur sem veiðidýr. Og nú hagar einmitt svo til með bjórinn, að þó að hann sé vel falinn sjálfur, er tiltölulega auðvelt að finna, hvar hann heldur til, og eins er talið sæmilega auðvelt að veiða hann. Aðra óvini á hann ekki svo teljandi sé, nema ef vatnavextir, jakaburður í ám o. s. frv., granda honum. Áður fyrri var bjórinn algengur í Evrópu norðanverðri, á Norðurlöndum, Rússlandi, Eystrasaltslöndunum, Þýzkalandi og víðar. Ennfremur langt suður eftir Norður-Ameríku.** Nú má * í orðabók Sigf. Blöndals er orðið „bifurseista“ þýtt með „Bævergæl“,. sem er auðvitað rangt. ** Önnur tegund.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.