Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 40
84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN imiiiimmimmimmmmniiimmiiimiiiiiiiimmiMiiiimmimiiiiimiiiiiiiiiiiimimmmiiiiiiiiiiiiimmimmmiimmHMmi* fslenzk plöntuheiti. I formálanum fyrir Flóru íslands kemst höfundur hennar, Stefán Stefánsson, svo að orSi eftir að hann hefir rætt nokkuð hinar latnesku nafngiftir plantnanna: „Ekki voru íslenzku nöfn- in betri viðureignar. Bæði meðal alþýðu og eins í íslenzkum grasaritum er hinn mesti ruglingur á plöntunöfnunum, sama plantan nefnd mörgum nöfnum, og sama nafnið haft á mörgum oft fjarskyldum tegundum, nöfnin allavega afbökuð o. s. frv. Ég hefi reynt að greiða úr öllu þessu eftir beztu föngum. Oft hefir mér tekist það, en stundum hefi ég orðið að smella á plöntuna ein- hverju vissu nafni, nokkurnveginn af handahófi. Hef ég þá eink- um farið eftir því, hvert naínið var algengast eða víðast haft í riti, og mér þótti fegurst og bezt við eiga. Annað var þó verra viðfangs. Allur fjöldinn af íslenzkum plöntum er nafnlaus á voru máli. Var þá annað hvort að láta sér nægja latneska nafnið eitt á öllum slíkum plöntum, eða nefna þær allar einhverju íslenzku nafni, og þann kost tók ég, þó að sú væri þrautin þyngri“. (Fl. Isl. II. útg. bls. VII). Engum, sem nokkuð blaðar í Flóru, getur dulizt það, að hér er rétt hermt, allur f jöldinn af nöfnunum eru nýgervingar, skapaðir af hin- um orðhaga höfundi, sem einnig skóp allt hið íslenzka grasafræði- orðakerfi af hinum mesta hagleik, svo að tæpast er hægt að segja, að þar skeiki nokkru sinni um smekkvísi og hæfni orðanna til notk- unar. Er slíkt eigi lítið happ þeirri fræðigrein. En á líkan hátt og höfundi Flóru heppnaðist að smíða fræðiorðakerfi, tókst honum einnig svo vel með nafngiftir tegundanna, að nú, nokkrum ára- tugum eftir að Flóra kom fyrst á prent, eru nöfnin orðin jafn munntöm og föst við tegundirnar, eins og þær hefðu borið þau frá fyrstu tímum. Vér höfum þannig eignast góð og fögur nöfn á öllum íslenzkum blómplöntum, en jafnframt því, sem þau verða meira og meira almennt notuð, er hætta á, að hin gömlu nöfnin, sem alþýða manna hefir skapað, gleymist með öllu. Þessi hætta er því meiri, sem, eins og fyrr getur, að nöfnin eru á reiki, sumar teg- undir nefndar mörgum nöfnum og hinsvegar oft sama nafnið á ýmsum tegundum, sitt í hverjum landshluta. Þetta sakar að vísu ekki grasafræðina, hún þarfnast ekki nema eins nafns á hverri tegund, en þetta sakar íslenzkt mál og menningu. Það er ekki út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.