Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 15
ÞAR VAR BÆRINN . . . 123 sunnar rennur Borgarlækur meðfram því og syðst Kaldá. Norður- mörkin eru við Kolbeinsstaðalæk. Hann skilur á milli Eldborgar- hrauns og Rauðhálsahrauns. Á einum stað, skammt vestan við Skjálg, ná hraunin þó saman. Að sunnan fellur sjór að Eldborgarhrauni. Þannig takmarkaður er hraunflákinn allur 32 km2. AfstaSa hraunsins tíl annarra jarSlaga 1 bökkum og í botnum Haffjarðarár og Kaldár koma viða í ljós tertíerar basaltklappir. Þær mynda elztu undirstöðu Eldborgarhrauns, sem til sést. Basaltlögunum hallar um 5° V 37° N. Mjög svipaður halli er á klettabeltunum í Kolbeinsstaðafjalli og Fagraskógarfjalli. Basaltið er víðast dulkornótt og dökkt á lit. Annars staðar, eins og til dæmis í fjörunni hjá Stóra-Hrauni, er það með stórum feldspatdílum og alsett þroskuðum holufyllingum, einkum smáum zeólítum. Svip- að berg kemur og upp í fjörunni sunnan við Snorrastaði. Þó hefi ég aðeins séð lausa steina af því. Yfirborð basaltklappanna er ísxáspað. Sjást greinilegar rispur á árbökkunum við brúna á Haffjarðará og einnig sunnan vegar skammt vestan við Landbrot. Stefna ísrákanna er á fyrrnefnda staðnum S 35° V og á hinum síðarnefnda S 21° V. f svonefndum Stöpum, rétt við veginn, 1 km. vestan við Haffjarðará, er móberg. Sjávarmyndanirnar, sem hvíla á hinu tertíera basalti í bökkum Haffjarðarár og Kaldár, hverfa inn undir Eldborgarhraun. Skel- dýrafánan ber vitni um lítið eitt kaldari sjó en nú er í Faxaflóa. Engar eindregið bórealar tegundir fundust. Algengar eru hallloka (Macoma calcarea), dorraskel (Astarte elliptica), lambaskel (A. banksii, afbrigðið striata), smyrslingur (Mya truncata, afbrigðið uddavallensis a 1 gengt) kambdofri (Trophon clathratus, stórt afbi’igði). Fánan samsvarar vel fornskeldýrum, sem lýst hefir verið úr undir- lögum marbakkanna í Borgarfirði og Melasveit (2). EldstöSvarnar Stöðvar þær, sem Eldborgarhraun er komið frá, liggja í hrauninu um það bil miðja vega milli norður- og suðurmarka þess, en all- miklu nær austurjaðrinum en vestur. Eru þar fimm gígar í röð á stefnunni ASA—YNV. Tignarlegust er Eldborg sjálf. Hún má heita alger að formi, og ber hún að því leyti af öllum íslenzkum eldstöðvum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.