Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 28
136 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN annars eðlis. Þeir geta ekki frummælt þyngdina, heldur aðeins mælt breytingar á henni frá einum stað til annars. Þeir eru venjulega í eðli sínu eins konar gormvikt með einu ékveðnu lóði í; gormurinn lengist þá að sama skapi, sem þyngdin vex. Breytingar má mæla, eins og áður segir, upp á y100 úr milligal, og þá nákvæmni hefur sá mælir, sem hér er til og mest hefur verið notaður hér á landi. Þegar landmælingar danska herforingjaráðsins voru að hefjast hér í byrjun aldarinnar, voru m. a. gerðar pendúlmælingar í mælistöð við Skólavörðuna í Reykjavik. Þær hafa nú aðeins sögulegt gildi sem fyrstu þyngdarmælingar hér á landi, en staðurinn hefur síðan verið notaður sem miðstöð þyngdarmælinga hér. Við þann stað eru allir aðrir mælistaðir hér tengdir með samanburðarmælingum. Skóla- varðan hefur hins vegar verið tengd við Paris, sem bæði er sjálf 1. flokks pendúlstöð og jafnframt er tengd með samanburðarmælum við aðrar meginstöðvar i Evrópu, svo sem Potsdam og London. Skóla- varðan og þar með aðrir mælistaðir hér eru þannig tengdir við vönduðustu frummælingar á þyngdinni, sem til eru. NOKKRAR MEGINNIÐURSTÖÐUR ÞYNGDAR- MÆLINGA. FLOTJAFNVÆGI Hugsum okkur tvo mælistaði, annan á skipi úti á meginhafi, hinn inni á meginlandi og í sömu hæð yfir sjó. Þá mætti búast við miklum mun á þyngdinni; undir skipinu virðist vera miklu minna efni en undir meginlandsstöðinni. Segjum að hafið sé 4000 m djúpt, þá virðist munurinn vera sá, að á móti 4000 m lagi af sjó með eðlis- þunga 1,03 undir skipinu komi jafnþykkt lag með eðlisþunga bergs, t. d. 2,7, undir meginlandsstöðinni. Neðan við 4 km dýpi mundum við ætla, að væri sama efnið á báðum stöðunum. Á þessum forsendum ætti þyngdin að vera 280 milligal meiri á meginlandinu en á hafinu. En megin niðurstaða þyngdarmælinga er sú, að þyngdin, miðað við sömu hæð, t. d. hafflöt, er í öllu verulegu eins á höfum og megin- löndum. Sú ágizkun, að sama efni sé neðan við 4 km dýpi á báðum stöðunum er röng; undir hafinu hlýtur að vera þyngra efni en á sama dýpi undir meginlandinu. Heildarefnismagnið er hið sama undir báðum svæðunum, en svæði með þungum lögum liggja lægra en hin — „sökkva dýpra“. Þetta minnir á það, að fljótandi skip ristir dýpra hlaðið en óhlaðið. Ljóst verður þetta einnig, ef við tökum dæmi af korkplötu, sem flýtur á vatni. Yfirborð hennar rís upp fyrir vatns-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.