Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 12
74 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN er ekki síður mikilvægt, e£ ekki mikilvægara, að vita, hvert sé geisla- magn á upprunastöðum plantnanna, svo og á hinum væntanlegu lramtíðarstöðum þeirra, ella verður ljósþöríanni ekki fullnægt. Þetta verður enn augljósara, þegar vitað er, að plöntur þrífast illa og veslast jafnvel alveg upp, fái þær ekki nóg ljós. Og sé það haft í huga, að plönturnar nýta aðeins um 0.1% af sólorku þeirri, sem að berst, virðist enn sjálfsagðara að taka sólgeislunina með í reikn- inginn við innflutning nytjajurta. Víða er svo komið, að menn telja norðurmörk gróðursins frem- ur takmarkast af ónógri sólgeislun heldur en hita einum saman. I Finnlandi telja sumir t. d., að norðurmörk byggræktarinnar séu meira háð dagsbirtunni, þ. e. heildargeisluninni yfir vaxtartímann, heldur en liita og úrkomu. Svo mætti og sjálfsagt víðar telja. Sumir hafa talið, að sólgeislunin eða „birtan“ hér á landi væri mjög mikil, jafnvel meiri en t. d. sunnar á hnettinum, og ylli þar um langur sólargangur og bjartar sumarnætur. Eftir geislamæling- um tveggja síðustu sumra hér í Reykjavík að dæma, virðist þessi liugmynd röng, geislunin hér er svipuð og sums staðar sunnar og meira að segja miklu minni en á stöðum á svipuðum breiddargráð- um. — Mælingarnar sýna líka, að geislunin er hæst að meðaltali 0.25 cal/cm2/mín og á einstökum dögum mest tæplega 0.5 cal/- cm2/mín, en venjulega hefur verið talið, að geislunin við jörðu væri 0.5—1.5 cal/cm2/mín (6). í ljós kemur, að geislunin hér í Reykjavík nær aldrei þessu, ekki einu sinni lágmarkinu. Ástæðan er eflaust sú, að hér er rakt úthafsloftslag, en á liinum stöðunum er þurrara meginlandsloftslag eða öllu heldur, af því að skýjahulan sé meiri hér en á hinum stöðunum, sem samanburður- inn nær til. Hvaða áhrif þessi litla sólgeislan hefur haft og kann að hafa á lífið hér, menn og jarðargróður allan, er ósvarað, en hitt er víst, að þau hljóta að vera mikil, jafnvel meiri en í öðrum löndum. HEIMILDARIT - REFEIiENCES 1. Dannmeyer, F. 1930. Die deutsche Islandexpedition 1926/27. Deutsclie Island Forschung 1930. Breslau. 2. Courvoisier, P., Wierzejewski, H. 1954. Das Kugelpyranometer Bellani. Beitráge zur Strahlungsmethodik V. Archiv íur Meteorologie, Geophysik und Bioklimatologie, Serie B: Allgemeine und biologische Klimatologie, Band 5, 3.-4. Heft. .

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.