Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 41
SJALDGÆFAR JURTIR OG SLyLÐJNGAR 101 12. Chrysanthemum leucanthemum Freyjubrá. — Vex sem innlend jurt hvarvetna í kirkjugarðinum á Þingeyri. 13. Cirsium arvense Þ i s t i 11. — Færir stöðugt út ríki sitt. Er hann nýlega kominn til Hnífsdals, Flateyrar, að rafstöðinni að Eiðum og á stríðsárunum að Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Lengra er síðan hann nam land að Búðum í Fáskrúðsfirði, Nes- kaupstað og Seyðisfjarðarkaupstað. S.l. sumar vísaði Jón Lundi Baldursson mér á nýja þistiltegund, sem vex innanum gömlu tegundina í gili einu í Neskaupstað. Mynda þeir allstóra breiðu. Þetta reyndist vera purpuraþistillf Cirsium lieterophyll- um), áður ófundinn utan garða hér á landi. Purpuraþistill- inn var um 70 cm. liár og alblómgaður 22. ágúst. Hann ber einstæðar, allstórar, rauðar körfur og þorntennt blöð, hvít- loðin að neðan. Blöðin eru breytileg að lögun, ýmist dálítið skert eða heil og frammjó. Þistillinn breiðist út með jarð- stönglum. Hann vex m. a. langt norður eftir Noregi og hef- ur fundizt við Ivigtut á Grænlandi. Hér skal einnig getið jurta, sem Einar M. Jónsson safnaði að Reykjalundi í Mosfellssveit sumarið 1955. Fann Einar þar 21 teg- und slæðinga, enda voru þarna herbúðir á stríðsárunum og liænsna- bú er í grennd. En herflutningum og hænsnafóðri fylgja oft ýmsir slæðingar. Nokkrir þessarra slæðinga eru fremur fágætir1) og 2 nýir hér á landi, rökkurstj arna (Melandrium noctiflorum) og sólhattu r (Rudbeckia laciniata). Rökkurstjarna líkist náttstjörnu (sjá Flóru íslands), en hefur aðeins 3 stíla. Krónan hvít, bikar ljós með grænar æðar. Stundum talin til hjartagrasa (Silene noctiflorum). Sólhatturinn er allstórvaxin, fjölær jurt, sem ber stórar körfur, svartbrúnar í miðju, en jaðarblómin gul. Fjaðurskift blöð. Mun hafa vaxið í allmörg ár að Reykjalundi, en ekki blómgast fyrr en s. 1. sumar. Fannst á Oddeyri 1953 (sbr. Náttúrufr. 1. hefti 1956). Rökkurstjörnuna hefur próf. J. Lid í Osló ákvarðað. Heimkynni N. Ameríka. Hún er slæðingur á Norðurlöndum. 1) Listi yfir þá hefur verið aflientur Náttúrugripasafninu. Ritstj.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.