Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 7
ÚR SÖGU BERGS OG LANDLAGS 117 jarðvatni, sem drepið hefur gegnum berglögin um milljónir ára. Þessar svonefndu holufyllingar eru aðallega úr þremur steinefnum: kalkspati (og hinu tæra afbrigði þess, sem nefnist silfurberg), geisla- steinum (zeólítum) og ýmiss konar kvarzi (t. d. glerlialli og berg- kristalli). Víða liggja hraunlög blágrýtismyndunarinnar fast hvert á öðru, en samt eru mót þeirra oftast greinileg, því að efra borð hvers hrauns er venjulega holóttara og sprungnara en það er um miðju og neðan til. Yfirborðslagið veðrast því fyrr og kemur fram lárétt skora í björgum, en sylla í hlíðum um liver lagamót. En auk þess eru mót- in oft rauðlituð. En hitt er líka algengt, að svonefnd millilög skilji blágrýtislögin hvert frá öðru. Millilögin hafa upphaflega verið laus jarðlög — leir, sandur og möl, gosaska eða mór — er þöktu hraunið, sem undir liggur, og grófust undir næsta hrauni, sem þar flæddi yfir. Nú er leirinn harðnaður að leirsteini, sandurinn að sandsteini, mölin að völubergi, askan að túffi og mórinn að kolum, sem við köllum surtarbrand. Millilögin veðrast yfirleitt fljótar en blágrýtið, svo að þar myndast syllur, sem þau eru. Oft eru þær grónar eða skriðu- runnar, en þar sem hvorki liylur jarðvegur né skriða, stingur Ijós og oft rauðleitur litur millilaganna venjulega í stúf við svört blá- grýtisbeltin til að sjá. Langflest hraunlögin eru að þykkt einhvers staðar milli 5 og 15 metra. Víða má telja þau álengdar 40—60 hvert upp af öðru í einni fjallshlíð. Millilögin eru miklu þynnri að meðaltali, en afar mis- jrykk, vantar sums staðar með öllu, eins og ég gat áðan. Eldstöðvarnar, sem veittu blágrýtiskvikunni upp á yfirborð jarðar, hafa hvergi fundizt, svo að víst sé. Á hraununum verður ekki einu sinni séð, úr hvaða átt þau hafa runnið. Svo virðist sem á eldstöðv- um blágrýtismyndunarinnar hafi engin fjöll upp hlaðizt, heldur gosið á jafnlendi, og framleiðslan hafi verið að langmestu leyti mjög kvik og auðrunnin hraun, en lítið um ösku og aðra grófari gosmöl. í millilögum blágrýtismyndunarinnar hafa allvíða varðveitzt steingervingar af þeim gróðri, sem lagði til efni í surtarbrandinn. Það eru einkum blöð, aldin og stönglar, kolaðir eða steinrunnir. Frægustu fundarstaðir slíkra leifa eru hjá Brjánslæk á Barðaströnd, í Húsavíkurkleif í Steingrímsfirði og nálægt Hreðavatni í Mýra- sýslu. Fallegir steingervingar finnast þó miklu víðar, bæði vestan og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.