Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 3
Nátlúrufr. - 27. árgangur - 4. hefti - 145.—204. síða - Reykjavik, janúar 1958 Guðmundur Kjartansson: Langisjór og nágrenni Stœrð og lega. Fjögur stærstu stöðuvötn á íslandi eru: Þingvallavatn 82 km2. Þórisvatn 70 km2, Lögurinn 52 km2 og Mývatn 38 km2. Næst í röðinni eru þrjú vötn því nær jafnstór: Hópið 29 km2, Hvítárvatn 28 km2 og Langisjór 27 km2. Þau, sem þá koma næst í röðinni, Apavatn og Skorradalsvatn, eru helmingi minni (Sigurjón Rist 1957). Ekkert þeirra vatna, sem nú voru nefnd, er svo lítt þekkt sem Langisjór, og ekkert þeirra hafa svo fáir menn augum litið, enda liggur hann á því svæði Miðhálendisins, þar sem einna minnst er mannaferð, öræfunum við suðvesturströnd Vatnajökuls milli Skaftár og Tungnár. Þessi öræfi og framhald þeirra handan Tungnár allt til Köldu- kvíslar eru ein Iieild bæði að jarðmyndun og landslagi og glöggt afmörkuð. Hér mun ég kalla allt þetta svæði Tungnáröræfi, og eru takmörk þeirra: Skaftá að suðaustan, Landmannaleið (Fjallabaks- vegur nyrðri) og Tungná neðan Kirkjufellsóss að suðvestan („fram- an“), Kaldakvísl að norðvestan (,,utan“) og Vatnajökull að norð- austan (,,innan“). Langisjór liggur í austurhorni þessa svæðis. Eins og nafnið bendir til, er hann mjög ílangur, 20,5 km að lengd frá norðaustri til suðvesturs, en hvergi meir en 2 km að breidd. Allstór nes ganga út í hann frá báðum hliðum og yfir 20 eyjar og hólmar eru á dreif um hann allan. Háir fjallgarðar liggja fast að honum á báðar hliðar, og er aðeins þröngt sund frarn á milli þeirra við suðvestur- enda vatnsins, en norðausturendinn veit að Vatnajökli. í þessari fjallageil er Langisjór vandlega falinn og sést hvergi langt að nema helzt innan af jökli — og svo úr lofti, ef hátt er flogið.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.