Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 36
178 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 2. mynd. Teikning af rauðátu (kvendýr); a lijartaslagæð; an enda- jjarmsoj); br heili; g magi; h hjarta; me auga; mo munnur; mxg kirtill; o og odi eggjastokkur; od eggja- giing; oes kok; os fitukirtill; sp op kynfæranna; vnc taugastrengur. Female Calanus from the side (After Marshall ir Orr 1955). við Austur-Grænland í heilt ár. í Faxaflóa lifir liver kynslóð um tvo mánuði, en eitthvað lengra við norður- og austurströnd lands- ins. Þegar þroskinn er eins ör og hér hefur verið nefnt og lífið svo fljótt að líða, geta fleiri en ein kynslóð lifað á sama sumri. Við suðurströnd íslands lifa að minnsta kosti tvær kynslóðir rauðátu sumar hvert, og jafnvel þrjár í góðu sumri. Fyrsta hrygn- ing fer fram í apríl, og þau dýr, sem þá klekjast úr eggi lirygna svo í júní, og næsta kynslóð hrygnir svo jafnvel strax í ágúst. Þau dýr, sem þá vaxa uppp, hrygna yfirleitt ekki um haustið, heldur leita þau til botnlaganna. í hinum kalda vetrarsjó þroskast þau mjög hægt og ná fyrst fullum þroska, er þau leita til yfirborðslaganna undir vor og geta fyrstu kynslóð sumarsins. Til skamms tíma var talið, að rauðáta hrygndi lítið eða alls

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.