Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 46
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hlaupi úr fjallinu sunnan Stóru-Tjarna. Ofan við þessa skriðu er smávatn, Nýphólstjörn, mjög áþekk Hraunsvatni í Öxnadal. Leifar þessarar skriðu sjást ekki í botni skarðsins, svo að annað hvort hefur hún fallið á skriðjökul og hann borið efni skriðunnar með sér til norðvesturs, eða hann hefur máð út öll merki eftir hana. I Fnjóskadal, sunnan Skóga, eru sandhólar með vikursandi sem aðalefni. Sams konar sandur er nokkru ofan við bæinn Veisusel og á fleiri stöðum austan megin dalsins í svipaðri hæð. Ég hef spurt athugula menn, sem unnið hafa með jarðýtum að vegagerð og malarnámi í suðurhluta Fnjóskadals um það, hvort vikursands verði vart þar. Þeir telja sig ekki hafa séð þess merki. Því hefur mér dottið í hug, að Skjálfandafljót hafi borið vikursand þennan frá Bárðardalsafrétt eða Ódáðahrauni til Fnjóskadals, sem þá mun hafa verið hulinn stöðuvatni. Mestar líkur eru til, að á vissu tíma- bili hafi samfellt stöðuvatn verið í Bárðardal, um Ljósavatnsskarð og langs eftir Fnjóskadal með afrennsli um Flateyjardal. Vatnsborðslínur þær, sem augljósastar eru ofan við Þverá í Dals- mynni og austan megin Fnjóskadals, sjást í Dalsmynni norð- vestur fyrir bæinn Skarð og suðaustur um Ljósavatnsskarð, þar sem skriður hafa ekki eytt þeim. Þessi hnubrot sjást naumast, nema hæfilegur snjór sé í hlíðum ljallanna. Jarðfræðingar telja, að jökull í Eyjafirði hafi staðið gegn fram- rás vatnsins um Dalsmynni á vissu tímabili, enda er það kunnugt fyrirbæri á nútíma, við Vatnajökul og víðar. Hins vegar verð ég að játa, að þessi tilgáta mín um eldgos í Kinnarfelli seint á ísöld er ekki byggð á nægilegum atluigunum, og þyrfti að rannsaka mörg atriði nánar, og til þess veljast þeir, sem sérþekkingu hafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.