Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 7 vegur, kæliflötur því stór. Lindavatn og fallorka ásamt mildu veðurfari éta af henni skjólfatið, þ. e. a. s. ísþekjuna, á milli frostakaflanna. Þegar frost kemur á ný, máske með norðaust- anroki, er hún auð og þá hefst þegar ör krapamyndun. ís- skriðið stöðvast á vissum stöðum, þeim sömu ár eftir ár. Sagt er þá „að áin hlaði í sig“. Urriðafosshrönn rís 13 til 18 metra. Hún líkist mest skriðjökulstungu, sem flæðir út úr gilkjaft- inum hjá Egilsstöðum og út á sléttlendið í Flóa. Búðahrönn er ekki árviss en hefur orðið 12 metrar. Búrfellshrönn rís venjulega um 10 metra, en hæst 15. í hrannamyndun geng- ur Skjálfandafljót næst Þjórsá. Norður af Þingey í Skjálfanda- fljóti rís ís- og hrannabunkinn 12 metra. í þriðja sæti koma Hvítá í Arnessýslu, norðaustur af Bræðratungu, og Fnjóská úti í Dalsmynni. 7. Um þurrðir er Þjórsá enginn eftirbátur annarra stóráa. Eftir mildan vetur 1963 var áin alauð upp undir jökla, þá gerði páskaíhlaupið mikla 9. apríl. Rennslið lijá Urriðafossi minnk- aði á 24 klukkustundum úr 340 m8/s niður í 20 m3/s. Heim- ildir eru um ámóta þurrð 4. maí 1929, en þá gerði einnig norðaustan íhlaup á ána alauða. 8. Fáar eða engar ár landsins falla um jafn fjölbreylilegt lancl i jarðfrœðilegu tilliti og Þjórsá. Enda er hún sett saman úr hin- um ólíkustu vatnsfallategundum. Hún er í senn dragá, jökulá og lindá, samleikur þeirra kemur víða fram, t. d. í sambandi við ísinn. 16 hundruðustu hlutar vatnasviðsins eru huldir jökli. Dragár falla af vesturhluta vatnasviðsins. En þar er hin svo- nefnda eldri grágrýtismyndun. í aðalatriðum eru bergmörk- in um Köldukvísl, árnar vestan hennar eru dragár. Efri-Þjórsá er því voldug dragá og jökulá. Lindavatn streymir til Tungna- ár frá hinum ungu gropnu hraun- og vikurbreiðum. Ég ætla mér ekki þá dul að lýsa berggrunni þessa víðlenda svæð- is, en vil í þess stað vísa á hin nýju stórmerku jarðfræðikort Guðmundar Kjartanssonar af: Suðvesturlandi, Suðurlandi og Mið-íslandi. Á þeim er Þjórsársvæðið allt. Hver ferðamaður, sem leggur leið sína um miðhálendið, ætti að hafa þau með- ferðis. 9. Inni á Þjórsársvæðinu er næststærsta stöðuvatn landsins, Þóris- vatn 70 km2. Þingvallavatn er stærst, það er 83 km2. Þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.