Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 7 vegur, kæliflötur því stór. Lindavatn og fallorka ásamt mildu veðurfari éta af henni skjólfatið, þ. e. a. s. ísþekjuna, á milli frostakaflanna. Þegar frost kemur á ný, máske með norðaust- anroki, er hún auð og þá hefst þegar ör krapamyndun. ís- skriðið stöðvast á vissum stöðum, þeim sömu ár eftir ár. Sagt er þá „að áin hlaði í sig“. Urriðafosshrönn rís 13 til 18 metra. Hún líkist mest skriðjökulstungu, sem flæðir út úr gilkjaft- inum hjá Egilsstöðum og út á sléttlendið í Flóa. Búðahrönn er ekki árviss en hefur orðið 12 metrar. Búrfellshrönn rís venjulega um 10 metra, en hæst 15. í hrannamyndun geng- ur Skjálfandafljót næst Þjórsá. Norður af Þingey í Skjálfanda- fljóti rís ís- og hrannabunkinn 12 metra. í þriðja sæti koma Hvítá í Arnessýslu, norðaustur af Bræðratungu, og Fnjóská úti í Dalsmynni. 7. Um þurrðir er Þjórsá enginn eftirbátur annarra stóráa. Eftir mildan vetur 1963 var áin alauð upp undir jökla, þá gerði páskaíhlaupið mikla 9. apríl. Rennslið lijá Urriðafossi minnk- aði á 24 klukkustundum úr 340 m8/s niður í 20 m3/s. Heim- ildir eru um ámóta þurrð 4. maí 1929, en þá gerði einnig norðaustan íhlaup á ána alauða. 8. Fáar eða engar ár landsins falla um jafn fjölbreylilegt lancl i jarðfrœðilegu tilliti og Þjórsá. Enda er hún sett saman úr hin- um ólíkustu vatnsfallategundum. Hún er í senn dragá, jökulá og lindá, samleikur þeirra kemur víða fram, t. d. í sambandi við ísinn. 16 hundruðustu hlutar vatnasviðsins eru huldir jökli. Dragár falla af vesturhluta vatnasviðsins. En þar er hin svo- nefnda eldri grágrýtismyndun. í aðalatriðum eru bergmörk- in um Köldukvísl, árnar vestan hennar eru dragár. Efri-Þjórsá er því voldug dragá og jökulá. Lindavatn streymir til Tungna- ár frá hinum ungu gropnu hraun- og vikurbreiðum. Ég ætla mér ekki þá dul að lýsa berggrunni þessa víðlenda svæð- is, en vil í þess stað vísa á hin nýju stórmerku jarðfræðikort Guðmundar Kjartanssonar af: Suðvesturlandi, Suðurlandi og Mið-íslandi. Á þeim er Þjórsársvæðið allt. Hver ferðamaður, sem leggur leið sína um miðhálendið, ætti að hafa þau með- ferðis. 9. Inni á Þjórsársvæðinu er næststærsta stöðuvatn landsins, Þóris- vatn 70 km2. Þingvallavatn er stærst, það er 83 km2. Þannig

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.