Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 71

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 71
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 189 Þann 8. júní 1783 hófst hið mikla gos á Síðuafrétti og strax dag- inn eftir tók Skaftá að þverra. Þann 10. þornaði hún alveg og þann 12. kom fyrsta hraunflóðið fram úr gljúfrinu hjá Skaftárdal (Stein- gxímsson, Safn til sögu íslands IV). Það sem gerzt hafði virðist vera þetta: Gossprungan mikla vestan Laka gaus öll í einu, og hraunflóð féll norður og vestur að Fögru- fjöllum, líklega einna fyrst milli Lyngfells og Stakafells, og hefur þá sú hraunkvísl komið úr gígunum vestan í og næst vestan við Laka. Sú hraunkvísl stíflaði Skaftá og myndaðist við það stórt stöðuvatn, sem náði allt upp að jökli. Líklega hefur áin samtímis stíflazt norður af vesturenda gígaraðarinnar. Nú hefur áin fyllt þetta vatn sandi og leir og kvíslast þar nú um sanda í fjöldamörg- um álum. Hvert hraunflóðið rak svo annað fram eftir sumri. Svo virðist sem meginmagn þessara hraunflóða liafi komið úr 4—5 gígurn nokkurn veginn miðja vegu milli Laka og Hnútu. Hitt má þó telja vafalaust, að fyrstu vikur gossins hafi sprungan öll, Vestur- gjáin, verið gjósandi. Hvað Skaftá viðvíkur náði hún ekki aftur fram í gljúfur sitt hjá Skaftárdal fyrr en að áliðnu hausti 1783, því þess er getið, að seint í september hafi verið farið yfir hið nýja hraun hjá Skaftárdal. Þegar Skaftá kom á ný í sitt forna gljúfur var ekki mikið eftir af því (4. mynd). Aðeins lítill hluti þess er enn sýnilegur vestan við Skaftárdal. Sunnan við gljúfrið mun hafa verið ferjustaður á ánni, sem örnefni eins og KallJióll bendir til, en þaðan mundi hafa verið kallað á ferjumann. Hóllinn er vestan ár og hefur ferjumaður því verið á Skaftárdal. Hellisá, sem fyrir eld rann vestur í Skaftá norðan Leiðólfsfells, jwingaðist af hrauninu suður fyrir fellið og rennur nú í Afstapa- gljúfur. Hér ber því gljúfrið ekki nafn árinnar, sem í því rennur. Þegar niður í byggð kom fann Skaftá ekki heldur þar sinn forna farveg. Hann var fylltur hrauni, og hafði það runnið upp að hlíð- um fjallanna. Því var það, að hún gróf sinn nýja iarveg meðfram rönd hraunsins, þar sem mest var lyrir laus moldarjarðvegur. Hún skar burt hinar grösugu hlíðar og rennur víða mjög þröngt, enda varð einum ungum manni það á, er hann leit hana í fyrsta sinn ofan af Hunkubakkaheiði, þar sem hún rennur austan undir Heið- arhálsi, að hann spurði: „Hvaða lækur er þetta?“ Það er nokkuð ljóst, hvar farvegur árinnar hefur áður verið á þessu svæði, því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.