Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1939, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.03.1939, Blaðsíða 4
SAMVINNAN 3. HEFTI Agreiningur samvinnumanna og kaupmanna Inngangur. Við og við gjósa upp í blöðum kaupmanna megnar ádeilur á hendur ■ samvinnuáfélögunum og sambandi þeirra, þar sem þeim er borið á brýn, að þau séu pólitísk yfirgangsstefna, að þau beiti okri, að þau séu skattfrjáls og að þau, af tilhvötum núverandi valdhafa, njóti sérhlunninda um innflutn- ing vara og gjaldeyrisráðstafana. Sumu af þessum staðhæfingum hefur þegar verið svarað hér í Sam- vinnunni, og öðrum verður svarað í áframhaldandi umræðum um þessi mál. Ádeilur þessar eru ekki nýtt fyrirbæri, heldur jafngamlar samvinnufélögunum hér á landi. Má þar meðal annars nefna of- sóknir Örum & Wulfs verzlunar- innar á Húsavík á hendur fyrsta kaupfélaginu, ofsóknir kaupmanna með útgáfu rits Björns Kristjáns- sonar á krepputímnum félaganna um 1920—21 og loks æsingar þær, sem stofnað hefur verið til í blöð- um kaupmanna út af stofnun og rekstri Kron í Reykjavík og ná- grennis. Hér verður ekki í þessu máli orðlengt um þessar sérstöku árásir, heldur verður leitast við að brjóta til mergjar hið raunverulega á- greiningsefni samvinnumanna og kaupmanna í verzlunarmálum. Það hefur meginþýðingu, þegar um mikilvæg þjóðhagsleg málefni er að ræða, að kjarni þessara mála kaffærist ekki i þrasmælgi lýð- æsinga, heldur að sérhver umdeild- ur málstaður skýrist við fyllstu rök og staðreyndir. Samvinnan mun því gera sér far um að skýra í eftirfarandi köflum þetta megin- ágreiningsefni. Sigurför Samvinnustefnunnar. Ávalt síðan er hinir fátæku vefarar í Rochdale á Englandi hófu neytendasamtök sín laust fyrir miðja öldina sem leið, hefur stefna þeirra farið sigurför um allan heim. Áður höfðu, á Englandi og víðar um lönd, hafizt samtök manna í líka átt, en átt sér skamm- an aldur. Rochdalestefnan í sam- vinnumálum hefur en haldið velli og sótt fram jafnt og þétt. Ómót- stæðileg hefur hún færst yfir þjóðlöndin, þrýst sér gegn mótþróa æfafornrar sérhyggju og áníðslu- hneigðar mannanna, fylkt þeim saman í bæ og byggð, í sveit og við sjó, til menningarstarfs, þolað ofsóknir og sigrað. Og hvers vegna hefur þessi skipun í félags- legum efnum orðið svo sigursæl? Vegna þess að upphafsmenn henn- ar, hinir þjáðu menn, sem í öng- þveiti fátæktar sinnar hófust til varnar og sjálfsbjargar, veittu henni að fararefnum siðferðilegt innihald í samræmi við boðorðið mikla: Það, sem þér viljið að menn- irnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera. — Samvinnumaðurinn ann náunga sínum og félagsbróð- ur þess hins sama hlutar, er hann sjálfur kýs sér til handa um vörn og hagsmuni í félagslegu sam- starfi. í sjálfsbjargarsamtökum Rochdalestefnunnar getur enginn gætt sinna eigin hagsmuna án þess um leið að gæta hagsmuna félags- bræðra sinna. Sérdrægni og áníðsla er óhugsanleg innan þeirra sam- taka. Samvinnustefnan er því í eðli sínu og ytri háttum sú fyllsta og sigursælasta tilraun, sem fram hefur komið, um að vaxa frá frum- stæðri ránhyggju til þeirra hátta í viðskiptum og samstarfi, er full- nægi æðstu siðferðiskröfum mann- anna. (Framhald.) Matthíasarkirkja. Guðjón Samúelsson húsameist- ari fer stundum austur að Laugar- vatni, þegar hann ætlar að skapa frumlegar stórbyggingar, og vinn- ur þar í næði nokkra daga í einu. G. S. var á Laugarvatni, er hann lauk við áhrifamestu þættina í teikningu Háskólans, og þar sá hann í anda kirkju sr. Matthíasar, sem nú er byrjað að reisa á hæð- inni sunnanvert við Sigurhæðir, þar sem hið mikla sálmaskáld lifði síðustu ár æfinnar. Hallgrímskirkja í Saurbæ og Matthíasarkirkja á Akureyri verða með frumlegustu og glæsilegustu byggingum á íslandi. nemendur skólans hafa átt þátt í að byggja upp nýja þætti í samvinnustarfseminni, og gengið inn í bar- áttu félaganna sjálfra. Fjölmörgum umsækjendum og vandamönnum þeirra hefi ég bent á, að hver vetur kostar aðkominn nemanda í Reykjavík 1000—1200 kr. og að æskumað- urinn á vegamótum þarf að hugsa sig vel um, hvort hann á að hætta þessu fé og vinnu tveggja ára, til að fara í þennan skóla, eða taka fyrir verklegt nám eða búa sig undir framleiðslustörfin. Þessa ábendingu vil ég senda öllum samvinnumönnum, sem lesa þetta tímarit. Samvinnuskólinn getur ekki tekið stóran nemendahóp. Atvinnuvonir eftir á eru að mestu leyti bundnar við dugnað og reglusemi nemendanna. — Undirbúningurinn þarf að verða talsvert mikill. Sam- keppnin um inngönguna harðnar eftir því sem fleiri góðir ungmennaskólar verða til i landinu. J. J. 36

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.