Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1939, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.03.1939, Blaðsíða 10
SAMVINNAN 3. HEFTI Tómas Jónasson Það sorglega slys vildi til aðfara- nótt 7. febr. sl., að vélbátur frá Siglufirði fórst á Skagafirði í ofsa- hríð, og fórst skipshöfnin og allir farþegar. Einn af farþegunum var Tómas Jónasson, kaupfélagsstjóri á Hofsósi. Hann var þá nálega 52 ára að aldri. Tómas var einn af hinum óhvik- ulu og sterku starfsmönnum sam- vinnuhreyfingarinnar hér á landi. Hann var Skagfirðingur að ætt og uppruna, og óx þar upp. Hann fékk enga skólagöngu, nema við kné móður sinnar og hjá sóknarpresti sínum, sr. Pálma í Hofsós. En með þessum stuðningi hélt hann áfram sjálfsmenntun sinni, svo að vönt- un á skólagöngu stóð honum aldrei fyrir þrifum. Hann giftist ungur og byrjaði búskap á Miðhóli í Skagafirði. Á stríðsárunum gerðu allir bændur í sveitinni með sér pöntunarfélag til að geta fengið vöru frá landsverzlun, og fólu Tómasi forstöðuna. Upp úr því myndaðist síðan kaupfélagið á Hofsós. Tómas var forstöðumaður þess frá byrjun til dauðadags. Náði það yfir byggðina við Skaga- fjörðinn austanverðan. Fyrstu árin bjó Tómas á Miðhóli samhliða störfum sínum á Hofsós, en þegar félagið stækkaði, flutti hann al- farinn að Hofsós. Tómas átti tíu börn og eru þau mannvænleg og flest uppkomin. Sigurður sonur hans er forstöðumaður fyrir sam- vinnufélagi á Siglufirði. Móðir Tómasar, háöldruð, var hjá syni sínum. Var henni, konu hans og börnum, mikill harmur kveðinn með hinu sviplega frá- falli, því að hann var jafn ástúð- legur heimilisfaðir, eins og hann var ötull í félagsmálastörfum sín- um. Tómas Jónasson var mikill maður vexti, þreklegur og rammur að afli, fríður sýnum og karlmannlegur. Hann var stilltur og yfirlætislaus í framkomu og mikill vinur vina sinna. Eftir hann liggur mikið dagsverk í Skagafirði. Hann stóð hlið við hlið sr. Sigfúsar Jónssonar um að endurskipuleggja verzlun héraðsins á'frjálsum og þjóðlegum grundvelli. Þessir tveir forgöngu- menn eru nú fallnir í valinn, en verk þeirra mun verða varanlegt, og til mikillar hamingju fyrir ætt- byggð þeirra. J. J. Leiðrétting. í greininni í 1. hefti Samvinnunnar þetta ár, um laxveiðamar kom mynd af laxfossunum í Norðurá í Borgarfirði, en undir myndinni stóð af vangá: Fossarnir í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Verðmæti innfluttrar vöru í desember 1938 og allt árið 1938. Samkvæmt símskeytum lögreglustjór- anna og afhentum skýrslum úr Reykjavík til Hagstofunnar hefur verðmæti innfluttu vörunnar verið svo sem hér segir til des- emberloka í ár og í fyrra. 1937 1938 Jan,—nóv. 46.931.540 kr. 45.781.540 kr. Desember 4.836.125 — 3.320.480 — Jan.-des. smt.51.767.665 kr. 49.102.020 kr. Þar af í pósti 853.036 — 743.076 — Samkvæmt skýrslum þessum hefur inn- flutningurinn árið 1938 verið 2.7 milj. kr. (eða 5%) minni heldur en árið á undan. En þetta eru bráðabirgðaskýrslur bæði ár- in, sem æfinlega hækka nokkuð við end- anlega talningu verzlunarskýrslnanna. Ár- ið 1937 rejmdist þannig innflutningurinn 53.309.000 kr. eða 3.0% hærri, og má lík- lega gera ráð fyrir álíka hækkun árið 1938. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslum um innflutning árið 1938 hefur innflutning- urinn orðið 8,6 milj. kr. lægri heldur en útflutningurinn, en samkvæmt samskonar skýrslum árið á undan var tilsvarandi mismunur 7.1 milj. kr., en sá mismunur lækkaði við endanlega uppgerð verzlun- arskýrslnanna fyrir það ár um 1.4 milj. kr., því að innflutningur hækkaði um þá upphæð frá bráðabirgðaskýrslunum, en útflutningur hélzt óbreyttur, að heita mátti. Af innflutningsmagni því, sem hér er talið, kom á Reykjavík samkv. bráða- birgðaskýrslum 31.250.200 kr. eða 64% árið 1938, en 32.986.240 kr. líka 64%) árið 1937. Innflutningurinn síðastliðið ár skiptist þannig eftir vöruflokkun Gjaldeyris- nefndar (í þús. kr.) Til samanburðar er sett samskonar skipting á sama tíma árið á undan. 1937 1938 Kornvörur ................ 4.596 4.118 Nýlenduvörur ............. 2.048 1.672 Skófatnaður ................ 979 655 Byggingarvörur og smiðaefni 7.412 6.956 Vörur til útgerðar ...... 14.575 13.610 Vörur til landbúnaðar ...... 945 873 Hið fyrsta ár Sj afnar voru starfsmenn hennar tveir, en eru nú 20. Vinnugólfflötur Sjafnar 1932 180 m2 ” 1935 420 ” 1938 1000 ” Nú í ársbyrjun 1939, er þegar hafinn undirbúningur til framleiðslu á nýjum vörutegundum, og mun því á þessu ári bætast þar nokkuð við, svo sem ræstiduft, sóti, þerriáburður og fleira, og má gera sér fyllstu vonir um að næsta 7 ára skeið Sjafnar verði eigi athafna- minna en það, sem nú er ný endað. H. Á. 42

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.