Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 12
Dr William King og samvinnuhugmyndir hans AÐ var fyrir röskum hundrað ár- um, að samvinnuhugsjónin, eins og við þekkjum hana í dag, varð til. Naumast mun hægt að tala um einn mann, sem höfund þessarar hugsjónar. Eigi að síður ber samvinnufræðimönn- um yfirleitt saman um, að einn aðal- höfundur samvinnuhugsjónarinnar hafi verið bráðgáfaður læknir og mannvinur, Wiiliam King að nafni. Læknir þessi skrifaði og gaf út gagn- merkilegt tímarit, The Cooperator (Samvinnumaðurinn) á árunum 1828 — 1830. Var ritið prentað og gefið út í Brighton, Englandi, og í því ræddi dr. King flestar greinar neytendasam- vinnunnar. Hér á landi er dr. King lítt þekktur, og ekki munu þeir margir, fslending- arnir, sem lesið hafa Samvinnumann- inn. Þetta er að ýmsu leyti eðlilegt. Dr. King hefur verið lítt þekktur á meðal flestra þjóða, þar til á síðustu árum. Jafnvel landar lians, Bretar, hirtu lengi vel ekki um að skapa hon- um þann sess í samvinnusögunni, sem liann verðskuldar. Þessi snjalli sam- vinnukennimaður gleymdist svo að segja á fyrstu árum happasællar sam- vinnu, og það var ekki fyrr en Þjóð- verjinn dr. Hans Múller rakst á Sam- vinnumanninn í Brezka safninu og gaf ritið út árið 1913, að nútímamenn fóru að veita dr. King verulega at- liygli. Astæðan fyrir því, að dr. King gleymdist á fyrstu áratugum happa- sællar samvinnu í heiminum mun vera sú, að hann tók ekki mikinn þátt í samvinnustarfi um ævina, enda þótt hann mótaði samvinnuhugsjónina í riti sínu. Skoðanir, starf, saga og rit dr. King lá í algjöru þagnargildi síð- ari hluta 19. aldar og allt frarn til árs- ins 1913, að dr. Hans Múller, þáver- andi ritari Alþjóða-samvinnusam- bandsins (I. C. A.) lét endurprenta Samvinnumanninn með skýringum og æviágxipi dr. King. Var ritið gefið út sem árbók Alþjóðasamvinnusam- bandsins fyrir árið 1913. Brezki samvinnumaðurinn T. W. Mercer fylgdi starfi dr. Múllers eftir. Eyddi hann miklum tírna í að kynna sér ævi dr. King og hugmyndir lians. William King. Rétt áður en hann dó, skrifaði T. W. Mercer ýtarlega ritgerð um dr. King. Var Samvinnumaðurinn prentaður með þessari ritgerð, en brezka sanr- vinnufræðslusambandið — The Co- operative Union — gaf bókina út árið 1947. Við lestur ritgerða þeirra T. W. Mercers og dr. Múllers unr clr. King sannfærast nrenn unr Jrýðingu „læknis fátæklinganna í Briglrton", eins og dr. King var oft kallaður, fyrir framgangi samvinnuhugsjónarinnar á fyrstu ár- unr hennar. í Jressunr ritgerðum er gnægð röksemda, senr sýna ótvírætt, að Jrað er ekki alls kostar rétt að rekja forsögu Roclidale-kaupfélagsins til Ro- berts Owen. Öllu réttara væri að rekja lrana til Brighton, Jr. e. til dr. Willianr King og starfs Jress, sem hann vann nreð iitgáfu samvinnutínrarits síns frá ognreð 1. trraí 1928 og til 1. ágúst 1830. Um þetta segir T. W. Mercer't. cl.: „Brezkir samvinnumenn gleymdu dr. King árum saman. Höfundar, senr rituðu um sam- vinnumál, héldu yfirleitt, að samvinnuhug- sjónin hefði komið frá Robert Owen. Þess vegna röktu þeir Jrróun samvinnunnar irá samvinnubyggðarlögum Otvens og kenndu, að brautryðjendurnir í Rochdale hefðu feng- ið þekkingu sína og hugmyndir lreint frá kenningum Owens. . . Nú er hins vegar vit- að, að hann (dr. King) liafði djúp og stöðug áhrif á samvinnuhugsjónina og framkvænrd hennar í Bretlandi.“ — T. W. Mercer, Coop- eration’s Prophet, bls. 45). Og ennfremur segir Mercer: „Stofnendur kaupfélagsins fræga í Toad Lane (Rochdale) þekktu sögu samvinnunnar í Brighton. James Smithie — næstum Jrví fyrsti samvinnumaðurinn, sem sá fyrir stofn- un samvinnuheildsölu og skipaútgerðar — átti Samvinnumanninn innbundinn í eina tíð. Síðar gaf hann bókasafni félagsins ritið, og Saniuel Ashworth (fyrsti kaupfélagsstjór- inn) og aðrir brautryðjendanna lásu Jrað.“ — (T. W. Mercer, Cooperation’s Prophet, bls. 45). Ameríski heimspekingurinn frægi, Horace M. Kallen, tekur í sama streng í bók sinni „Decline ancl Risv. of the Consumer“, eða Hnignun og viðreisn neytandans. Segir hann, að það sé ekki nokkur vafi á því, að dr. King hafi haft mikil áhrif á vefarana og þykir honum líklegt, að flestir leiðancli menn félags- ins liafi lesið ritið, annað hvort hjá Smithie eða Jrá í bókasafni félagsins, eftir að Smithie gaf Jrví bókina. Telur hann mikil líkindi vera fyrir því, að Jrróun samvinnuhreyfingarinnar hafi verið sú, að hún liafi borizt frá dr. King í Brighton til vefaranna í Roch- dale, fremur en frá Robert Owen í j ÞESSU sambandi er fróðlegt að \itna til ummæla dr. Múllers um áhrif dr. Kings á framgang samvinnu- hugsjónarinnar á fyrstu árum hennar. Hann getur Jress t. d. í ritgerð sinni frá 1913, að fyrsta samvinnuþingið, sem haldið var í Liverpool árið 1832, hafi fjallað mjög vinsamlega uin dr. King og gert sér fyllstu gTein fyrir Jteirri ntiklu þýðingu, sem rit hans hafi haft fyrir samvinnustarfsemina á fæðingarárum kaupfélaganna í Eng- landi. T. d. segir dr. Múller, að Mr. Hirst, forseti þingsins, ltafi farið sér- stökunt viðurkenningarorðunt uni dr. King og þakkað honum hans góða og frjósama samvinnufræðslustarf, sem ltafi leitt til þess, „að hundruð og jafn- vel þúsundir ntanna ltafi orðið fylgj- andi samvinnuhugsjóninni.” Aðrir fulltrúar, þeirra á meðal Mr. Styles, Mr. Wigg og Mr. Pare, töluðu um dr. King og málgagn hans, Sam- vinnumanninn, sem niesta aflgjafa hinnar ungu samvinnuhreyfingar. í 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.