Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.08.1950, Blaðsíða 18
Sfarishættir og grundvallarreglur samvinnufélaga UPP ÚR KÚGUN miðaldanna spruttu hugsjónir frelsis og mannréttinda. Þjóðirnar komust að raun um, að viss grundvallarsjónar- mið varð að halda í lieiðri ef ham- ingjuleit þjóðfélagsþegnanna átti að geta borið árangur. Bak við vígorðin: frelsi, jafnrétti og bræðralag stóðu hagfræðilegar og heimspekilegar kenningar, sem áttu að skapa hinn nýja heim. Sumt hefur miður tekizt, en margt vel í þessu efni. Engin algild lausn er þó enn fundin, og sýnt er, að sífelld barátta fyrir jafnvel einföldustu og sjálfsögðustu mannréttindum, er óhjákvæmileg. Samvinnustefnan er afsprengi þeirra þjóðfélagskenninga, sem fóru um lönd Vestur-Evrópu á 18. öld og í upphafi 19. aldar og byggðar voru á mannrétt- indahugsjónum. Framkvæmd sam- vinnustefnunnar er einn þeirra þátta í baráttunni gegn fátækt og andlegu oki, sem vel hefur tekizt. Fólkið hefur tekið verulegan hluta verzlunar og atvinnu í sínar hendur og þannig skor- ið á þá snöru, sem ætíð var reyrð að efnahag þess og andlegu sjálfstæði. — Ábyrgðin hvxlir nú að miklu leyti á því sjálfu með því að sýna vit og vilja í heilbrigðri samvinnu. í samræmi við' uppruna sinn og eðli byggja samvinnufélög frá öndverðu á nokkrum ófrávíkjanlegum undir- stöðuatriðum. Þær reglur eru horn- steinar þeitra framfara er félögin hafa komið til leiðar. Samvinnufélög hafa orðið mjög umsvifamikil og starf þeirra árangursríkt eins og fram kem- ur í lækkuðu vöruverði, vöruvöndun, heilbrigðari viðskiptum, bættri margs konar þjónustu og aukinni al- mennri velmegun. Þau hafa gefið byggð og bæ auknar atliafnir, bætt fjármála- og atvinnulíf, í öllum rnenn- ingarlöndum. Stórbyggingar þeirra, verksmiðjur, sölubúðir, skip og margt fleira ber nokkurt vitni hinni miklu starfsemi. ÓTT ÞESSAR undirstöðureglur samvinnufélaga séu samvinnu- mönnum kunnar, verða þær helztu raktar liér með örlitlum skýringum. Það er öllum holt að rifja upp á hverj- um grunni þeir byggja skoðanir sínar. Jafnvel hlutir, sem oft eru taldir sjálf- sagðir, krefjast athugunar, skilnings og skýringa ef á þeim skal byggja. Það á að vera skýrt hvei-s vegna þetta eða hitt eru taldir „sjálfsagðir hlutir“. Tilgangur samvinnufélaga er fyrst og fremst sá, að efla hagsæld félags- manna sinna í efnalegu og andlegu til- liti og jafnframt að vinna þjóðfélaginu öllu gagn. Starf sitt byggja þau á þess- um höfuðreglum: 1. Öllum mönnum er heimil inn- ganga í félögin. 2. Hver félagsmaður hefur á félags- fundum eitt atkvæði og aðeins eitt. 3. Tekjuafgangi er úthlutað til fé- lagsmanna í réttu hlutfalli við við- skipti þeirra við félagið. 4. Vextir af inneignum í félögunum eru takmarkaðir. 5. Staðgreiðsla skal vera í viðskipt- um við félagið, eftir því sem við verður komið. 6. Félögin eru hlutlaus í stjórnmál- um og trúmálum. 7. Hluta af tekjuafgangi skal varið til fræðslustarfsemi. Þessi undirstöðuatriði bera glöggt með sér að skipulag og starfshættir fé- laganna byggjast fyi'st og fremst á jafn- rétti manna og frjálsræði, réttlátum fjármálareglum, sem miðast við félags- menn sem einstaklinga en ekki við efnahag þeirra eða valdaaðstöðu, sem þeir kunna að hafa í þjóðfélaginu. TJm 1. Sú regla, að öllum sé heimill aðgangur í félögin, er þýðingarmikil lýðræðisregla. Hún tryggir mönnum jafnan rétt til þess að geta notið þess hagræðis sem félögin kunna að geta boðið og er algjörlega andstæð einok- unarsjónarmiðum og miðast við það að allur almenningur geti notið félags- starfsins. Mönnum er í sjálfsvald sett, hvort þeir vilja í félögin ganga og úr þeim aftur, og er það í samræmi við þær frelsishugmyndir, sem byggt er á. Þessi regla er frábrugðin þeim regl- um, sem oftast gilda um inntöku fé- lagsmanna í félög, sem hafa efnahags- eða fjárhagslegt markmið, t. d. hluta- félög. Þar er oftast aðeins takmörkuð- um og tilteknum fjölda manna heim- iluð innganga, en enginn almennur réttur til inngöngu. Auk þess þarf í flestum tilfellum allmikla fjárhags- getu til þess að geta keypt hlutabréfin. Þær takmarkanir eru að sjálfsögðu á inntöku í samvinnufélag, að um liana er synjað ef sá, sem í hlut á, ætlar sann- anlega að baka félaginu tjón. Sá, sem rekur t. d. fyrirtæki í samkeppni við félagið yrði að víkja úr því. Um 2. Jafnréttis- og lýðræðisgrund- völlur samvinnufélaga leiðir af sér jafna íhlutun félagsmanna um stjórn félagsins. Hver félagsmaður hefur eitt atkvæði og aðeins eitt. Það er ekki til- lit tekið til aðstöðumunar í þjóðfélag- inu hvorki fjárhagsástæðna né annars, heldur er öllum félagsmönnum gert jafnt undir höfði að þessu leyti. Það er því algerlega undir þeim sjálfum kom- ið, hvernig stjórn félaganna tekst. Á þroska þeirra, þekkingu og árvekni byggist það, hvort þetta fullkomna lýð- ræði nær tilgangi sínum í félagsstarf- inu og eykur hæfni þeirra til lýðræð- isstjórnar. Ef litið er til annarra félaga, sem vinna efnahagsstarf, þá verður ljóst, að stjórn þeii'ra byggist ekki fyrst og frenxst á því að einstaklingurinn er fé- lagsmaður, heldur á fjárhagsaðstöðu. I hlutafélögum t. d. er eign hlutabréfa mælikvarði fyrir það atkvæðamagn, sem félagsmaður hefur. Um 3. Regla samvinnuíélaga um út- hlutun tekjuafgangs er veigamikil trygging fyrir réttlátum og heilbrigð- um viðskiptum. Með henni er undir- strikað að samvinnufélögin skilja þýð- ingu réttlátra fjármálareglna og heil- brigðra viðskipta jafnframt nauðsyn lýðræðis og jafnréttis. Tekjuafgangi er úthlutað í hlutfalli við viðskipti félagsmanna við félagið. Inneign hjá félaginu eða aðrar þvílík- ar ástæður hafa engin áhrif á úthlut- aðan tekjuafgang. Viðskiptamagn fé- lagsmanns við félagið er talið mæli- kvarði á þann þátt, sem hann hefur átt í því að reksturinn skilar tekjuafgangi og því eðlilegt að úthlutunin miðist við það. Það er ástæða til að undir- strika að úthlutunin er gerð á grund- 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.