Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1951, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.05.1951, Blaðsíða 13
Áburðarverksmiðjan Áburðarverksmiðjumálið siglir nú hraðbyri í höfn. Hefur stjórn verk- smiðjunnar þegar ákveðið að hefja framkvæmdir, gert samninga við heimskunna sérfræðinga og fyrirtæki í Bandaríkjunum, og hafið undirbún- ing af fullum krafti. Mun verksmiðj- unni verða valinn staður í sumar og þá þegar byrjað að undirbúa hið mikla mannvirki. Stefna forráðamenn verksmiðjunnar að því marki, að hún verði tilbúin samtímis hinu mikla raforkuveri við Sogið, en það verður væntanlega seint á árinu 1952 eða snemma árs 1953. í janúarhefti Samvinnunnar þetta ár birtist grein urn áburðarverksmiðj- una og var þar leitazt við að skýra, hvernig áburðurinn er framleiddur úr vatni og lofti, og rakin í höfuð- dráttum forsaga málsins. Er nú rétt að fylgja málinu eftir og minnast á það, sem gerzt hefur síðan. VILHJÁLMUR ÞÓR FOR- MAÐUR VERKSMIÐJU- STJÓRNAR. Það er fyrst frá að segja, að Bjarni Ásgeirsson, alþingismaður, hefur lát- ið af störfum sem formaður verk- smiðjustjórnar, og við hefur tekið Vil- hjálmur Þór forstjóri. Vilhjálmur hefur áður haft mikil afskipti af þessu máli. Þegar hann var atvinnumálaráðherra á styrjaldarár- unum, fékk hann hingað amerískan sérfræðing, Rosenblom að nafni, til þess að athuga hér allar aðstæður og undirbúa ntálið. Var Rosenblom verkfræðingur hjá Chemical Con- struction Corporation í New York, en það félag hefur annazt byggingu ljöl- margra áburðarverksmiðja, og gerði hann áætlun um verksmiðju, er fram- leicldi 1100 lestir köfnunarefnis á ári. Lagði Vilhjálmur fyrir alþingi frum- varp þess efnis, að slík verksmiðja yrði reist, og byggðist frumvarpið á und- irbúningi Rosenbloms. Aljringi af- greiddi Jretta frumvarp að vísu ekki, en nýbyggingárráð fékk Jrað til frek- ari meðferðar, og má segja, að mál- inn liafi verið haldið vakandi æ síðan Vilhjálmur hratt Jrví af stað. Þegar Marsliallaðstoðin kom til skjalanna, vöknuðu vonir um, að nú yrði hægt að hrinda málinu í fram- kvæmd. Leitaði ríkisstjórnin til Vil- hjálms Þór og fékk hann til að tak- ast ferð á henclur til Parísar og síðan vestur um haf til að vinna að málinu. Varð árangur þeirrar ferðar Vilhjálms sá, að Marshallstofnunin tilkynnti skömmu fyrir áramót, að hún hefði ákveðið að leggja lram 2 580 000 doll- ara, eða 42 milljónir króna, til verk- sntiðjunnar. Vilhjálmur hafði því haft ærin af- skipti af verksmiðjumálinu, er hann tók við forntennsku í stjórn verk- smiðjunnar. Nú tókst hann enn ferð á hendur til að halda áfram undirbún- ingi málsins og dvaldist um nokkurra vikna skeið í Washington og New York. Gerði Vilhjálmur samninga við verkfræðifirmað Singmaster & Beyer og Charles O. Brown, efnaverkfræð- ing, um verkfræðileg störf við áætl- un, undirbúning og byggingu verk- smiðjunnar, og komu tveir verkfræð- ingar, Jreir Charles O. Brown og G. E. Sonderman, heim með Vilhjálmi til að hefja Jregar undirbúning verk- smiðjubyggingarinnar. Bæði fyrir- tækin, sem sanrið var við, eru heims- kunn á sviði efnaverkfræði, og dr. Brown hefur áður reist 26 áburðar- verksntiðjur víða um heim. VERKFRÆÐINGARNIR BJARTSÝNIR. í viðtali, sem hinir amerísku verk- fræðingar áttu við blöðin í Reykja- vík, áður en Jreir fóru vestur um haf eftir tveggja vikna dvöl hér, lýstu Jreir bjartsýni sinni um framgang áburð- arverksmiðjumálsins hér. Þeir kváð- ust hafa fengið fullt traust á öllurn Jreim, sem að málinu hefðu unnið hér, kváðu Jrað hafa verið vel undir- búið og vel stutt. Þeir kváðust hinir ánægðustu með allar aðstæður, og lýstu Jrví, hversu mikið mannvirki verksmiðjan mundi verða, enda Jrótt lnin væri aðeins „miðlungsstór" á heimsmælikvarða. Er búizt við, að um 250 manns vinni við byggingu verksmiðjunnar, og framleiðsla hennar verði 407 000 pokar af áburði árlega. Dr. Brown kvaðst spá því, og dærna Jrar eítir atorku og hugrekki þeirra manna, er nú hafa forustu á- burðarverksmiðjumálsins, að hér mundu í framtíðinni rísa fleiri og stærri áburðarverksmiðjur, og til- búinn áburður verða útflutningsvara. 7'. v. Yilhjálmur l'ár, formaður stjórnar Áburðarverksmiðjunnar h.f. Myndin til hagri sýnir t. Charles O. Broum, efnaverkfrteðing og t. h. G. E. Sonderman, verkfreeðing. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.