Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1951, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.05.1951, Blaðsíða 24
Um inntökuskilyrði í Samvinnuskólann Villa, varðandi inntökuskilyrði í Samvinnuskólann, hefur slæðzt inn í frásögn um burtfararpróf úr þeirn skóla nú í vor. Geta ókunnugir af þessum frásögnum komizt að þeirri niðurstöðu, að landspróf sé raunveru- leg inngönguleið í þennan skóla. Þetta er misskilningur. Lands- prófsþrautin er viðfangsefni ung- rnenna á fermingaraldri og viðunan- legt próf úr þeirri stofnun leggur ríkinu skyldur á herðar að opna hverjum þeim unglingi, sem þess óskar, greiða götu að fjögra vetra menntaskólanámi. Allur undirbún- ingur fyrir landspróf er smátætlur í mörgum þekkingargreinum. Tími barna og ungmenna, sem búa sig undir þetta próf, eyðist í þreytandi og sálarlausan utanaðlærdóm, flest þess eðlis, að hin fengna þekking tap- ast skjótlega úr minni nemenda. Til- tölulega fáir unglingar, sem búa sig undir landspróf, hafa tíma eða að- stöðu til að lesa bækur, sem eru ein- hvers virði. Námsþreyta og námsleiði korna þar mjög til greina, því að landsprófsnámið er frámunalega ó- heppilegt fyrir fólk á vaxtarskeiði. Efnilegir unglingar hafa í þúsund ár fengið að kynnast góðum bókmennt- um Jrar til landsprófsþokan lagðist yfir æsku landsins. Efnilegur piltur með landspróf, alinn upp í Reykja- vík á góðu heimili, hafði enga hug- mynd um þann mann, sem hét Hann- es Hafstein. Drengurinn vissi ekki, að til var myndastytta af lionum í bænurn og kannaðist hvorki við skáldskap hans eða þátttöku í lands- málum. Það er ekki óalgengt nú á dögum að hitta landsprófsfólk, gagn- fræðinga, stúdenta og kandidata, sem hafa ekki haft tíma til að lesa neitt að marki í íslenzkum bókmenntum frá Agli Skallagrímssyni til Laxness og Hagalíns. í Santvinnuskólann komast menn ekki yngri en 18 ára nema sérstaklega standi á um hæfileika og stutt bil að aldursmarki. Þá eru gerðar harð- ar kröfur um dugnað, reglusemi og undirbúning í þjóðlegum fræðum. Nemendur verða að liafa hug á að verða virkir Jjegnar í íslenzku Jrjóð- félagi, en ekki sendimenn erlendra valdháfa. Skólanum er lialdið uppi til að efla heilbrigða Jrjóðlífsþróun hér á landi. Þangað eiga þess vegna ekki erindi nema þeir menn, sem vilja vinna nytsamleg störf í sínu landi. Síðustu viku í september er inntöku- og samkeppnispróf fyrir þá, sem hafa fengið leyfi til að Jrreyta slíkt próf. Hægt er að taka 25 nemendur. Ef hálfu fleiri sækja og ganga undir próf, er ekki hægt að taka á rnóti nenta Jjeim helmingi umsækjenda, sem standa sig bezt í prófinu. í þessu efni duga engin próf úr öðrum skól- um. Samvinnuskólinn er einkafyrir- tæki samvinnufélaganna og vill sjálf- ur dærna um hvað séu æskilegir nem- endur. Að Jrví er snertir þekkingu í ís- lenzkri málfræði, dönsku, ensku og reikningi, er sú æfing, sem greindir nemendur fá í héraðs-, gagnfræða- og kvennaskólunum, talin nægileg til að geta fengið að taka próf. Hins vegar er þekking rnargra slíkra nemenda í sögu og íslenzkum bókmenntum sorglega ábótavant. Skólinn gerir auk Jiess nokkra kröfu um æfingu í vélritun og bókfærslu. Æskilegt er að nemandi, sem vill stunda verzlun, hafi nokkra verklega æfingu. En sá undirbúningur er oft torfenginn fyrir nemendur, sem eru æskilegir að öðru leyti. Nýlega kom til mín 18 ára piltur úr nokkuð afskekktri sveit. Hann vill koma í skólann að hausti, en ótt- aðist um undirbúning sinn. Hann hefur verið í farskóla, en ekki fengið aðra skólafræðslu, nema með út- varpskennslu og í bréfaskóla S.Í.S. Hann átti allar íslendingasögur og hafði lesið J)ær flestar. Hann skrifaði fallega hönd og var miklu betur rit- fær heldur en gerist um landsprófs- börn. Hann ber ensku og dönsku lurðu vel fram, enda færir kennarar við útvarpið, en orðaforði hans er heldur lítill. Þekking lians á nútíma- bókmenntum var í góðu lagi. í vor og sumar stýrir hann dráttarvél. Við sömdum um, að hann fengi að ganga undir samkeppnispróf í haust, og að hann kæmi hingað áður og nyti kennslu í nokkrum greinum. Þessi piltur er frá mínu sjónarmiði æski- legur nemandi í Samvinnuskólann, Jró að ekki sé slegið hendi á móti öðru efnilegu fólki, sem hefur fengið lieppilegan undirbúning með öðrum hætti. Jónas Jónsson frá Hriflu. Borgarbúi dvaldist um mánaðar- skeið á afskekktum bóndabæ. Hann vildi ekki vera aðgerðarlaus og lang- aði til að vera húsbændunum lijálp- legur. Var honum Jrví leyft að mjólka, og þóttist hann kunna það. Eftir drykklanga stund kom liann inn í stofu með mikið og svart glóðarauga. Sagðist hann hafa fengið þetta við mjaltirnar. — Það er ómögulegt! sagði bóndi. — Jú, kýrin var alltaf að slá hal- anum í mig! — Ekki hefur það gefið þér glóðar- auga. — Nei, en ég reyndi að binda stein í halann! ★ Þegar frú Kelly veiktist, var ekki unnt að finna neinn lækni nema ung- an kandídat. Hann fór til svefnher- bergis hennar, en Kelly beið óttasleg- inn fyrir utan, meðan rannsóknin fór fram. Nokkru síðar kom ungi lækn- irinn þjótandi frarn og bað um tappa- togara. Litlu seinna kom hann aftur hlaupandi fram og bað um naglbít og skrúfjárn. Kelly var nú farinn að svitna, en flýtti sér að fá lækninum áhöldin. Þegar ungi maðurinn kom fram í þriðja sinn og bað um beittan hníf, gat Kelly ekki á sér setið að spyrja, livað gengi að konunni sinni. „Ég veit það ekki enn,“ svaraði ungi læknirinn. „Ég get ekki opnað töskuna mína!“ 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.