Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 17
ERKSMIÐJAN - húsinu og alla leið austur fyrir verksmiðjuna (lengst til hægri). Af sandsvæðinu liggur gildari leiðsla inn í geymsluhúsið stóra. Þaðan fer hráefnið í efnisgeym- ana fjóra, sem standa á milli húsanna. Á bak við þá er ofnhúsið, þar sem leðjah er brennd og bak við efnisgeymsluhúsið sér á kvarnhúsið, þar sem gjallið er malað. Byggingin vinstra megin við ofnhúsið er fyrir skrifstofur og þar eru einnig véla- verkstæði verksmiðjunnar. f geymana er sementinu blásið neðanjarðar, um 250 m spöl. Reykháfurinn er álíka hár og 25 hæða hús og var steyptur upp með skriðmótum. irstaðan að bættum lífskjörum er, að meðalframleiðsla á hvern lands- mann aukist. Fyrirtæki eins og Sem- entsverksmiðjan og Aburðanærk- smiðjan eru þar þung á metaskálun- um. Stofnkostnaður Sementsverksmiðj- unnar er áætlaður 120 milljónir. Gekk lengi vel illa að fá til hennar nauðsyn- leg erlend lán, en hefur nú tekizt að mestu með seinustu lántöku ríkis- stjórnarinnar í Bandaríkjunum og hafa þeir iðnaðarmálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, og fjármálaráðherra, Ey- steinn Jónsson unnið mikið verk við að tryggja framgang verksmiðjumáls- ins. 011 tæknileg skipan verksmiðj- unnar hefur verið ákveðin af þrem aðilum, verksmiðjustjórn, hinu danska fyrirtæki og Almenna bygg- ingafélaginu, sem var verkfræðilegur ráðunautur verksmiðjustjórnarinnar. Um hráefnin, sem notuð verða í sementsframleiðsluna, segir Helgi Þorsteinsson meðal annars, að þau séu aðallega tvö: skeljasandur af botni Faxaflóa, sem þegar hefur ver- ið minnzt á, og líparitmylsna, sem (Framh. á bls. 31) SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.