Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.03.1958, Blaðsíða 19
háður aðstöðu sinni hverju sinni og hæfni sinni til samvirkra átaka. Smyslov hefur um árabil verið talinn sterkasti endataflsmaður heims, en það er sá þáttur skákarinnar, sem krefst einna mestrar rökvísi, nákvæmni og um- fram allt þolinmæði. Þessa eiginleika á Smyslov líka í ríkum mæli. Margan sig- ur sinn á skákborðinu hefur hann unn- ið með þeim hætti að fleyta smávægileg- um ávinningi unnum snemma tafls yfir í vinning í löngu og hárnákvæmt tefldu endatafli. En Smyslov er líka viðurkenndur snill- ingur í skákbyrjunum. Styrkleiki hans á því sviði byggist ekki fyrst og fremst á kunnáttu í byrjanateoríum, heldur legg- ur hann sig eftir innsta eðli og kröfum hverrar einstakrar byrjunar og reynir að fullnægja þeim án þrælslegrar þjónkun- ar við þau kerfi, sem aðrir höfðu áður talið þau einu réttu. Á þessu sviði er hann gæddur aðalsmerki hins sanna vís- indamanns, sem hafnar engu að órann- sökuðu máli, en gleypir heldur ekki við neinu, án þess að hafa fullvissað sig um hið sanna gildi þess. En nú skulum við líta á sýnishorn af taflmennsku heimsmeistarans. Skákin, sem ég hef valið til þess, er 14. skákin úr fyrra einvígi þeirra Smyslovs og Bot- vinniks árið 1954, og fer hún hér á eftir. Hvítt: Botvinnik. Svart: Smyslov. Kóngs-indversk vörn. 1. d4, Rf6 2. c4, g6 3. g3, Bg7 4. Bg2, 0—0 5. Rc3, d6 6. Rf3, Rb-d7 (Nú er orðið algengara að leika 6------, Rc6 og er sú leið kennd við argentíska meistarann Panno.) 7. 0—0, e5 8. e4, c6 9. Be3, Rg4 10. Bg5 (Þegar skákin var telfd, var 10.----, f6 algengasta svarið við þessum leik, en Smyslov kemur með nýjan leik, sem er raunar þáttur í skemmtilegri leik- fléttu.) 10. ----, Db6! 11. h3, exd4! (Nú kemur í Ijós, hvað Smyslov var að fara með drottningarleiknum) 12. Ra4 (Sá hann þá ekki dýpra en þetta?! Drottningunni hótað, og riddarinn á g4 í uppnámi. Látum Smyslov svara fyrir sig:) 12. ----, Da6 13. hxg4, b5 (Þannig vinnur Smyslov manninn aftur. Botvinnik á nú ýmissa kosta völ, enda tók hann langan tíma til umhugsunar á næsta leik. Sem dæmi um hin skemmti- legu leikjaafbrigði tek ég eftirfarandi leið: 14. cxb5, cxb5 15. Rxd4, bxa4 16. e5, Bb7. 17. Bxb7, Dxb7. 18. exd6, Dxb2. 19. Be3, Rb6 og svartur hef- ur frjálsara tafl. En snúum okkur aftur að því, sem raunverulega gerðist.) 14. Rxd4, bxa4 15. Rxc6 (Botvinnik þykist koma auga á galla í leikfléttu Smyslovs og vinnur nú skipta- mun (hrók fyrir biskup), en Smyslov nær í staðinn það sterkri sókn, að hún gerir meira en vega upp liðsmuninn.) 15. ---, Dxc6 16. e5, Dxc4 17. Bxa8, Rxe5 18. Hcl (Betri leikur var 18. Bg2 t. d.--, Be6 19. Dxd6, Dxg4. 20. Bf4, Rf3+. 21. Bxf3, Dxf3. 22. Ddl, Db7 o.s.frv. og héldi þó svartur einnig í því falli nokkru betra tafli, og þá ekki hvað sízt vegna hins öfl- uga biskupapars.) 18. ---, Db4 19. a3, Dxb2 20. Dxa4, Bb7 (Nú á Botvinnik aðeins eina leið, sem hugsanlegt er að gæti leitt til björgunar, en hún er sú að gefa skiptamuninn til baka: 21. Bxb7, Dxb7. 22. Hc3, Rf3+. 23. 23. Hxf3 o.s.frv. í þess stað leikur hann:) 21. Hbl (Leikurinn lítur raunar grunsamlega vel út, því ef drottningin hörfar, sem í fljótu bragði sýnist óhjákvæmilegt, félli bisk- upinn á b7. En svar Smyslovs er jafn óvænt sem afgjörandi.) 21. ---, Rf3+ 22. Khl Staðan eftir 22. leik hvíts: (Hverju leikur svartur nú?) 22. ---, Bxa8! (Þennan einfalda en sterka leik hefur Botvinnik ekki séð fyrir. Smyslov vinnur þrjá menn fyrir drottninguna og heldur auk þess yfirburðastöðu.) 23. Hxb2, Rxg5+ 24. Kh2, Rf3+ 25. Kh3, Bxb2 (Smyslov hefur nú þrjá „létta menn“ á móti drottningu, sem að fornu mati veg- ur nokkuð jafnt að styrkleikagildi. Hér er það einkum stöðumunurinn, sem ríð- ur baggamuninn.) 26. Dxa7, Be4! (Hindrar Hfl — bl — b8, en eftir hróka- kaup yrði vinningur torsóttur fyrir svartan.) 27. a4, Kg7 28. Hdl, Be5 29. De7 (Undirbýr að létta á sér með skipta- munsfórn á d6, en Smyslov gefur ekkert færi á slíku.) 29. ----, Hc8 30. a5 (Eftir 30. Hxd6, Hcl, yrði hvíta kóngn- um ekki bjargað úr mátnetinu.) 30. ----, Hc2 31. Kg2, Rd4+ 32. Kfl, Bf3 33. Hbl, Rc6 Og Botvinnik gafst upp. Eftir 34. De8, Bd4, væri staða hans vonlaus. Sveinn Kristinsson. Offjölgun mannkyns (Framh. af bls. 11) arri kynslóð, sé hófs gætt og gát á höfð. Allt bendir til að þess verði ekki langt að bíða, að skilningur á vernd og ræktun fiskimiða verði ofaná. Landhelgi íslands mun innan tíðar verða víðari en flesta grunar, enda al- heimsnauðsyn grípa í taumana um þau freklegu spjöll hvað varðar veiði og viðkomu fiska, sem nú eiga sér stað til stórkostlegrar óþurftar illa stöddum almenningi hnattkringlunn- ar. Þarf þá bæði fjármagn og mann- afla meir en fyrir hendi er til að verja að gagni svo víðan nytjasjó, en þó einkum til að eðlileg veiðibrögð megi í sem ríkustum mæli koma landsmönnum sjálfum að gagni. Ber þá og brýna nauðsyn til að stefna að því marki, að sjávarfangið í sem rík- ustum mæli gefi innlendum mönnum atvinnu en þjóðinni í heild aukinn arð og gjaldeyri til annarra þarfa. Mætti um þau efni margt til tína, en mestu varðar að vera viðbúinn vanda þeim, sem vel mætti skella á fyrirvaralítið. Gunnar Gunnarsson. — MaSur lærir þetta að vísu ekki alveg í hvelli, en ég held, að mér sé óhætt að sleppa þér. SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.