Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1959, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.04.1959, Blaðsíða 17
Samvinna um byggingastörf í sveitum Eftir Þóri Baldvinsson Bóndabær í austurrísku Ölpunum. íbúðarhúsið hafa bændur byggt í félagsvinnu. Alkunnugt er það fyrirbæri, að menn hlaupi undir bagga með ná- unganum þegar mikið liggur við og láti honum þá í té dagsverk eitt eða tvö, oft fyrir lítið gjald eða ekkert. Þessi samhjálp er þó breytileg og fer það mjög eftir sveitum eða jafnvel landshlutum. Skaftfellingar standa þar fremstir í flokki, en áhrifa þaðan gætir nokkuð til austur og vesturs, og þó ekki langt. Áhrif frá bæjum og kauptúnum verka oftast spillandi á alla samhjálp. Þar er hver dagur og hver stund dags- ins metin til gjalds í reiðu fé. Kaup- streitur í bæjum og ýfingar út af fjár- málum skapa þar sérstakt viðhorf og slíkt sáir út frá sér, bæði landfræði- lega og í hjörtum fólksins. Oft þarf ekki annað til að hnekkja samhjálp fólksins en einhverjar meiriháttar op- inberar framkvæmdir í héraði, en vinnubrögð og hugsunarháttur við slíkar framkvæmdir, hvort heldur í borg eða byggð, eða kunnari en frá þurfi að skýra. Fyrir nokkru síðan ferðaðist sá er þetta ritar um fjallahéruð Austurríkis og kom þar á mikinn fjölda bænda- býla. Þar er mjög stunduð kvikfjár- rækt, skógarhögg í smáum stíl, en ak- uryrkja og garðrækt til heimilisþarfa. Býlin eru þarna mjög landlítil, ef sleppt er úthögum í nær þverhnípt- um fjallahlíðum. Lífsbaráttan mjög erfið, vinnudagur langur og harður og einyrkjabúskapur nær algild regla. En það er mjög eftirtektarvert, hve fólk- ið býr í rúmgóðum og fallegum hús- um. Þessi stóru og fallegu hús virtust í fljótu bragði í algjöru ósamræmi við afkomu búanna. Að baki því lágu þó þrjár megin orsakir: Bóndinn lagði sjálfur til allt timbur í hús sitt, fékk það sagað og flett í næstu sögunar- myllu og greiddi kostnaðinn með óunnu timbri. Hið annað, að hann er oftast smiður á tré eins og faðir hans og afi, mann fram af manni. Að lok- um leggur öll sveitin til ókeypis vinnu- afl tii að byggja húsið. Þetta síðasta var algild regla þarna í fjöllunum. Ýmsir landbúnaðarmenn, sem voru með á þessu ferðalagi, Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverj- ar, sögðu þetta fasta siðvenju um öll Alpafjöllin og mörg nærliggjandi hér- uð, og hefði svo verið frá ómunatíð. Þessar venjur fluttust stundum með fjallabúum til annarra landa, einkan- lega Bandaríkjunum og Kanada, en þar er víða í sveitum mikil samhjálp við húsasmíði. Einyrkjabúskapurinn virtist ekki torvelda þessa samhjálp hjá austur- rískum bændum. Samhjálpin veitti þeim glæsileg húsakynni og betra líf en ella var mögulegt, og hún fyrrti þá skuldum. Byggingastörfin eru þáttur af fé- lagslífi þeirra. Þeir koma þá margir saman, vinna af kappi, sitja saman að matborði, skopast og skeggræða og gera sér glaðan dag. Ekki verður það fullyrt hér, hvort íslenzkir bændur eru þess sinnis, að þeir fáist til að taka upp þessa siði, en hitt er víst, að þess væri mikil þörf. Byggingakostnaður hefur stöðugt far- ið hækkandi á liðnum árum og það er mikið átak að byggja upp öll hús á íslenzkum sveitabæ. Þetta verða þó allir nýbýlabændur að gera og fjöldi bænda á gömlum býlum. Á undanförnum árum hefur ekki verið hægt að hækka lán til íbúðar- húsa í sveitum í samræmi við hækkað verðlag. Lætur nú nærri að lánsupp- hæð sé 25% af kostnaðarverði meðal ibúðarhúss í sveit. Þótt það sé að sjálfsögðu mjög varhugavert að taka stórar upphæðir að láni til langs tíma á verðbólgutímum, er þó hins vegar auðsætt hve erfitt það er að ráða við miklar framkvæmdir án hárra lána. Það væri eðlilegt að bændur reyndu sjálfir að finna leið út úr þessum örð- ugleikum og treystu þar ekki ein- göngu á forsjón annarra. Mætti þar benda á fordæmi stéttarbræðra þeirra í öðrum löndum. Búnaðarfélög sveitanna hafa nú nokkuð þrengt starfssvið sitt eftir að skipulag komst á ræktunarsamböndin í héruðunum. Þau eiga því að geta bætt við sig verkefnum í þess stað. í fljótu bragði virðast búnaðarfélögin í sveitunum heppilegur og eðlilegur aðili að því að skipuleggja samvinnu og samhjálp við byggingar bænda. Líkt og í Austurríki gæti þetta lyft bændum til meiri vegs og hagsældar. — Finnst þér það opinbera standa í stöðu sinni gagnvart blindu fólki? — Ónei, öðru nær. Ef blindur maður, sem er 100% öryrki, hefur einhverjar tekjur, fær hann engar bætur og verður meira að segja að greiða jafn há trygg- ingagjöld og alsjáandi maður. En eftir á að hyggja, ég á víst von á einhverjum köllum að sunnan núna seinnipartinn. Þeir ætluðu að líta á holuna. — Já, bor- holuna, sjá hana gjósa. Eg sé um það. Hún er vestur á hverasvæðinu, þama sem gufumekkirnir eru. — Og þetta er bíllinn. — Já, bíóbíllinn, herbíll frá Rauða krossinum. Eru nokkrir krakkar þarna fyrir? Eg þarf að færa hann örlítið til — Jæja. lasm, þú ferð nú ekki að láta þetta koma í Samvinnunni. þó að maður sé að masa svona eitt og annað. En oft hef ég hugsað um þennan draum, sem ég sagðiþérfrá, merkilegurfjárihvað égman hann vel enn. Eg skal segja þér, að mig dreymir rnjög oft og oftast er mér það heldur til ama. En það er merkilegt við þessa drauma, að oftast grípur sjónleysið á einhvern hátt inn í þá. Ég sé hlutina kannske fyrst, en svo lendir allt í þoku og stundum sé ég ekki neitt. En nú skul- um við koma inn meðan skúrin gengur yfir, — það er skúrasamt hér í Hvera- gerði, — og nú á að fara að framleiða hér þungt vatn .... Heyrðu, á ég að segja þér eitt. — Mig langar til að gera svolítið — ja, bara svona til gamans. Mig langar til að ganga á skíðum til Reykjavíkur. Já, alla leið héðan, en þú mátt engum segja það. SAMVlNNflN 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.