Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1959, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.04.1959, Blaðsíða 25
r Krotað á spássíu: Svuntur og kosningar Eftir sr. Svein Víking Ein helzta prýði konunnar á manna- mótum í mínu ungdæmi, fyrir utan þeirra eigin fegurð og yndisþokka, var svuntan. Nú er þetta breytt eins og fleira, peysufötin komin úr móð. Einhverjir svuntubleðlar að vísu not- aðir hversdagslega heima við og þá helzt í eldhúsinu. Hins vegar halda stjórnmálaflokkarnir enn þeim gamla þjóðlega sið að koma fram fyrir kjós- endur í kosningum með nýjar eða að minnsta kosti nýþvegnar svuntur. Flokksþing Framsóknar og Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins stóðu samtímis yfir í Reykjavík og er lokið nú fyrir skömmu. Og þar sem talið er fullvíst, að kosningar standi fyrir dyr- um í vor, þótti auðvitað báðum sjálf- sagt að nota þetta tækifæri til þess að efna í nýjar svuntur. Enginn láir þeim það. Þessar svuntur — stefnu- yfirlýsingar flokkanna — eru köflótt- ar að þessu sinni og fer vel á því. Nú er bara eftir að vita, hvernig hátt- virtum kjósendum lízt á þær. En það kemur ekki fyllilega i ljós fyrr en eft- ir kosningarnar. Þeir kaflarnir, sem einna mest ber á, er kjördæmamálið. Sjálfstæðis- flokkurinn vill fá kjördæmi og stór með hlutfallskosningum og nokkrum uppbótarþingmönnum að auki til jöfnunar milli flokka. Framsóknar- flokkurinn leggur hins vegar áherzlu á, að núverandi kjördæmaskipan haldist, en telur þó rétt að fjölga þingmönnum fjölmennari byggðar- laga að nokkru. Hann vill einmenn- ingskjördæmi nema í Reykjavík og stærstu kaupstöðum. Uppbótarþing- menn verði engir. Þá telur flokkurinn rétt, að sérstakt stjórnlagaþing fjalli um nauðsynlegar breytingar á stjórn- arskránni, þar á meðal kjördæma- skipunina. Kjördæmaskipun og kosningafyrir- komulag er vandasamt mál, sem verður að leysa með þjóðarhag í huga og langa framtíð fyrir augum. Þar eiga ekki augnabliks hagsmunir einstakra flokka úrslitum að ráða, heldur al- þjóðarheill. Tíðar breytingar á stjómarskrá landsins eru ekki heppi- legar eða líklegar til þess að skapa festu og öryggi í stjórnarháttum. Ég fyrir mitt leyti er gjörsamlega á móti fjölgun þingmanna. Við eigum ekki að burðast með stærra og dýrara þing en skynsamleg þörf krefur. Þrjá- tíu og sex eða fjörutíu þingmenn er hæfileg tala. Og engin frambærileg rök hefi ég heyrt færð fyrir því, að þeir þurfi að vera fleiri. Álít ég og enga goðgá að sameina nokkur fá- mennustu kjördæmi landsins. Þetta tel ég vera fyrsta atriðið, sem reyna ætti að ná samkomulagi um, áður en lengra er haldið. Fullkominn kosningarréttur er sá einn, að hver kjósandi tilnefni þá þingmenn alla, sem hann óskar að setu eigi á Alþingi. Allir munu vera á einu máli um það, að slíkt fyrirkomu- lag sé bæði óheppilegt og ómögulegt í framkvæmd. Þess vegna verði ekki hjá komizt að takmarka kosningarrétt- inn. Munu og allir sammála um þá takmörkun, að hann sé bundinn við framboð. Kjósandinn eigi aðeins að velja á milli frambjóðenda. Þessi tak- mörkun verður minnst í einmennings- kjördæmum. Þar er kjósandinn frjáls að velja hvern þann frambjóðanda, sem hann vill. Þar sem hlutfallskosn- ing er í fjölmenningskjördæmum, er réttur hans takmarkaður við það að velja alla frambjóðendur af einum og sama lista. Hann má ekki velja þá, sem hann treystir bezt, ef þeir eru sinn af hverjum lista. Hann neyðist til að velja menn, sem hann ef til vill alls ekki kærir sig um. Hins vegar tryggir hlutfallskosning í fjölmenn- ingskjördæmum það að nokkru leyti, að hver listi fær þingmenn kjörna í hlutfalli við fylgi listanna. Þær gefa minnihlutanum nokkurn rétt, en það gera einmenningskjördæmin ekki. En aftur á móti er þeim það til gildis tal- ið, að þau stuðla að því að fækka þing- flokkum og auka þannig festu í stjórn- arfarinu. Má því segja, að hvort fyr- irkomulagið um sig hafi til síns ágætis nokkuð. Ef menn á annað borð telja rétt og nauðsynlegt að hafa hlutfallskosning- ingar og vilja af þeim ástæðum taka á sig þá áhættu, sem því fylgir og það los í stjórnarháttum, sem margir og smáir stjórnmálaflokkar geta auð- veldlega skapað, þá virðist mér rök- rétt að landið allt verði eitt kjördæmi. Þá og þá fyrst er því náð, að hinir ýmsu flokkar fái með eðlilegum hætti þá tölu þingmanna, sem kjör- fylgi þeirra segir til um. Uppbótar- þingmenn, sem í engu kjördæmi ná kjöri, en er hnoðað saman úr atkvæð- um þeirra manna víðsvegar á landinu, sem alls ekki hafa kosið þá, heldur allt aðra menn, það eru vandræðagripir, sem ekki ættu að vera til og allra sízt á hinni virðulegu löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Að lokum þetta: Ef það þykir hið mikla réttlætismál og öllu ofar að tryggja stjórnmálaflokkum áhrifarétt á Alþingi í réttu hlutfalli við tölu kjós- enda sinna, ættu þeir þá ekki einnig að hafa þann sama rétt til hluttöku í stjóm landsins hverju sinni? Er þá nokkur sanngirni í því að bera rétt minnihlutans algjörlega fyrir borð við val og skipun sjálfrar ríkisstjórnar- innar? Því ekki að láta hvern flokk tilnefna í hana ráðherra í réttu hlut- falli við þingstyrk sinn. Og vilji menn endilega hafa uppbótarþingmenn til þess að jafna flokksmetin, væri þá ekki líka sanngjarnt að hafa fáeina uppbótarráðherra til þess að jafna á milli þingflokkanna? Er nokkuð verra að fjölga ráðherrum dálítið að óþörfu, heldur en að fjölga þingmönnum í beinni þarfleysu? Þetta eru í stuttu máli þær hugleið- ingar, sem vakna hjá mér í sambandi við svuntur og kosningar. Og það ætti raunar engan að skaða að velta hlut- unum fyrir sér á ýmsar hliðar — bæði fyrir og eftir kosningar. SflMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.