Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 23
meyjar hennar tvær, sem geta brugðið sér í líki risarottu og eðlu, eldri bræður hennar fjórir, sem geta umhverfst í risaránfugla, og að lokum húsvörður hennar. Sá síðastnefndi er hinn sígráðugi hundur Moela, sá er sefur um daga. Hann er hræðilegasta dýr þessa lands. Meðan dags- ljóss nýtur, liggur hann sofandi í geysistórum helli undir húsi drottningar, en um nætur reikar hann um skóga og strendur landsins. Finni hann þar mann útlendan, bít- ur hann af honum höfuð, hendur og fætur og tætir líkama hans sundur, eins og barn rífur vængi af fiðrildi. Hann er á stærð við stríðskanó og svo lyktnæmur, að hann finnur þefinn af maur áttatíu spjótslengdir í jörðu niðri. Gelt hans jafnast á við fjögur hundruð þrumur, og með andardrætti sínum kveikir hann í þykkni skógarins." Að svo mæltu lokaði goðið augum sínum og varð á ný aðeins málaður viðarbútur. Auklelé stakk því í hylkið og lagðist sárhryggur til svefns. Hann hugsaði sem svo. ,,Hvernig get ég gert mér vonir um að yfirbuga slíka líf- verði, þótt ég væri mestur höfðingi og stríðsmaður á öll- um eyjunum neðra?“ Nú víkur sögunni til Lalake, þar sem Namaka drottn- ing hvíldi í hiisi sínu, sem þakið var fjöðrum með hin- um konunglega gula lit. Við sólarupprás vaknaði hún við skrækina í eldri bræðrum sínum fjórum, er nætur- langt höfðu svifið yfir ströndum ríkis hennar í líki grárra, gargandi sæfálka, gefandi öllu gætur. Hún lauk upp dyrunum og þeir flugu inn, hnituðu þrjá hringi í her- berginu, brugðust síðan í mannslíki og sögðu: ,,Kanó nokkur nálgast strönd ríkis þíns, og hefur hann ellefu unga höfðingja innanborðs. Hvað eigum við að gera við þá?“ Hún mælti: „Spyrjið þá hvort þeir flytji frið eða stríð. Ráðið þeim að hverfa á brott, fari þeir með friði, en séu þeir í ófriðarhug, skuluð þið láta mig vita, svo ég mes;i tortíma þeim.“ Bræðurnir brugðust þegar í fuglslíki á nýian leik og hófust til flugs skjótara en vindur þýtur, fundu kanóinn, settust á framstafn hans og spurðu: „í hvaða erindum komið bið hingað, ókunnu menn? Flytjið þið frið eða stríð?" Þesar beir mæltu þannig mannsmáli, gerði Aukl- elé sér ljóst hverjir þeir voru og sagði við bræður sína: „Lofið mér að tala til þeirra vinsnarnleamm orðum, og mun þá allt vel fara.“ En þeir svöruðu: ..Hver ert þú, að þú megir gefa okkur skipanir?" Og þeir svöruðu sæfálkunum ósvífnislega: „Hvað kem- ur það ykkur við, þið fiöðruðu sjóræningiar? Snúið héðan oe haldið áfram fiskveiðum ykkar! Við förum hvert sem okkur líkar 02: herjum þar sem okkur sýn- ist.“ Og þeir köstuðu tómum graskerum að fuglun- ^ um. Fálkarnir hófu sig þá þegar til flugs, görsv.ðu reiðileea og flvttu sér á fund drottningar. „Komu- menn hafa móðeað okkur osc eru síður en svo frið- vænlescir," tilkynntu þeir. Namaka reis þá á fætur, <rreip hið fjaðurprýdda spjót sitt og flýtti sér til strandar. Hvað Auklelé snerti, sagði hann nú við sjálfan sig: „Þessi dagur verður banadægur okkar!“ Hann Bræðurnir brugðust þegar í fuglslíki á nýjan leik og hófust til flugs skjótara en vindur þýtur. gekk afsíðis, tók goðið fram, setti á kné sér og hvíslaði að því töfraorðunum. Er það hrærðist í hendi hans og lauk upp augunum, spurði hann: „Hvað á ég nú að gera mér til bjargar?" Og goðið svaraði, lágvært og mjóróma: „Drottningin mun tortíma bátnum með öllu, sem hann hefur innan- borðs. Þegar þú sérð hana á ströndinni, skaltu steypa þér í sjóinn, en gleymdu samt ekki að taka mig með þér. Þá getur verið að hún taki ekki eftir þér.“ Skömmu síðar, er breið alda lyfti bátnum á faldi sínum, sá Auklelé drottninguna á ströndinni með spjótið í hendinni. Hann girti þá lendar sínar og stökk fyrir borð með bambushylkið góða í annarri hendi, en hníf sinn í hinni, til varnar hákörlum, sem hugsanlegt var að leyndust umhverfis bátinn, dýfði sér og var lengi í kafi. Nú stóð svo á, að Mokoli, mestur allra töframanna, hafði smíðað hið fjaðurprýdda spjót fyrir drottninguna, og magnað það banvænum göldrum. Þegar Namaka beindi því að bátnum, sökk hann eins og steinn ásamt bræðrunum tíu og sveininum unga. Að svo búnu gekk hún heim og mælti til bræðra sinna. „Þið hafið verið trúir á verðinum, en dragið ekki úr varkárni ykkar.“ Þegar Auklelé loks kom upp á yfirborðið, var ekki meira loft eftir í lungum hans en vatnsósa svepp. Af bátn- um var ekkert að sjá utan nokkrar brotnar árar. Auklelé synti til lands, óð upp í sandinn, sem stráður var hvítum beinum og beigluðum hjálmum höfðingja þeirra, sem Þjónustumeyjar Namöktr sækja Auklelé. (Sjá framh. sögunnar í næsta blaði). SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.