Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.12.1960, Blaðsíða 35
legt, en svo virtist sera hana langaði til að dansa. Ennþá var hættan þó ekki öll um garð gengin, því nú þusti allur múg- urinn í áttina til þess, er skrifað hafði, til að grípa stein og fullnægja dómn- um. En hver af öðrum hrukku' menn undan, jafnskjótt og þeir höfðu litið til jarðar. I stað þess að þrífa til hinna banvænu steina og fullkomna refsing- una, hröðuðu þeir sér á brott, bleikir sem nár og skjálfandi á beinunum, nið- urlútir og flóttalegir í augum. Þegar þeir voru allir á brott farnir, stóð hórkonan á fætur. Augu hennar höfðu aftur öðlast líf og grábleikar kinnar hennar roðnuðu á ný. Hún stóð kyrr um stund. Hér var ekki að- eins um að ræða það, að lífi hennar hafði verið bjargað. Hún hafði einnig séð óvini sína hrædda og auðmýkta, var ölvuð af sætleika hefndarinnar. Hún fann hjá sér þörf til að stíga dans á þessum bölvaða stað, dansa í nágrenni þessara steina, sem lögum samkvæmt hefðu átt að merja hana sundur. Hún hafði ekki ennþá hafið dansinn, en þegar tekið sér stöðu líkt og dansmær, og í hrifningu sinni laust hún upp háum hlátri. Þá rétti hinn ókunni meistari úr sér og leit á hana. Hann sá hina taumlausu, dýrslegu gleði, sem hún var gagntekin af. Hann sá að hún fann ekki til neinn- ar iðrunar sökum syndar sinnar. Hann sá, að hún var full haturs, hefndar- löngunar og holdslegrar fýsnar. Hún vissi, að allt þetta var honum augljóst, og glataði allri danslöngun. Hún varð lnædd við manninn, sem hafði frelsað hana. Hún sá hann ljóm- andi í himnesku ljósi, og fann til al- varlegs ótta. Hún hélt, að nú væri röðin komin -að honum að dæma hana. Sá dómur yrði harðari hinum fyrri, því þessi maður hafði rétt á að fyrirlíta syndina, sem bjó í henni. En í miðri hræðslu sinni heyrði hún hann segja: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú og syndga ekki upp frá þessu.“ Er þessi orð náðar og kærleika voru töluð til konunnar, gerðist mikið und- ur í sál hennar. Þar var tendraður lít- ill neisti, daufur geisli frá dýrðinni eilífu hélt þangað innreið sína. Og ljómi hans óx í baráttu og eirðarleysi margra dægra. Stundum óskaði hún honum dauða, því hún væri ekki hæfur bústaður slíkum gesti. En honum varð ekki banað, og hann skráði í hjarta hennar með óafmáanlegu letri um 1 jótleika syndarinnar og fegurð rétt- lætisins, uns hin vesalings villuráfandi mannvera varð gegnlýst af heilagleika. (Dagur Þorleifsson þýddi). 1 HJARTANLEGAR JDLA- DE NYJARSDBKIR TIL ALLRA VIÐSKIPTAVINA VORRA. ÞÖKK FYRIR VI€DSKlPTIN Á LIÐNA ÁRINU. Kaupfélag Raufarhafnar Raufarhöfn M I 1 Gleðilegra jóla, árs og friðar óskum vér öllum viðskiptavinum vorum. Þökkum liðið. Kaupfélagið BJARMI Ytri-Njarðvík : k E L E K T R I M U »» Pólskt utanríkisverzlunarfyrirtæki fyrir rafbúnaö h.f. Warszawa Czackiego is/l7 Poland Símnefni: Elektrim Warszawa býður fyrsta flokks pólska raf- búnaðarframleiðslu, svo sem: Allskonar rafmagnsvélar. Spenna. Hreyfla og rafala. Rafhitunar- tæki. Rafdráttartæki. Lág- og háspennurofa. Rafmagnsmæl- tæki. Ræsa og viðnám. Vatns- þétta og eldtrausta rofa. Loft- skeyta-, útvarps-, sjónvarps- og bergmálstæki. Elektronisk tæki fyrir iðnað. Raf-sírenur. Tal- síma- og ritsíma-útbúnað og tæki. Rafstöðvar. Rafstrengi og raftaugar. Einangrara úr postu- líni. Raflagningarefni allskonar. Allar upplýsingar veitir: PÓLSKA SENDIRÁOID, Hofsvallagötu ÍJ, Reykjavik l/flékMm SAMVINNAN 35

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.