Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 5
Við næstsíðustu prestkosningu í Saurbæjarsókn, stuttu fyrir aldamótin, varð utansveitarkonu nokkurri þetta að orði: Ætli þeim bregði ekki við, eftir séra Hallgrím? Þótt hlegið væri að kerlingu, þá hafa varla aðrir komizt nær því að tjá hug okkar til sálmaskáldsins góða. Það mun ekki fjarri lagi að gruna okkur Strandahreppinga fyrr og síðar um það að vera ofurlítið sæl þess, að geta talið hann í hópi sálusorgara okkar. Flest munum við þó, sem uppi erum í dag, telja það víst að séra Hallgrímur Pétursson sé fyrir nokkru hættur að yrkja og má virða okkur það til vorkunnar. Þó er ekki alveg víst að svo sé. Þetta skemmtilega kvæði fann ég nýlega í gamalli skræðu sem einhverntíma hefur tilheyrt Jóni nokkrum Jónssyni bókbindara og kenndur við Veiðilæk í Borgarfirði. Þar hafa búið fleiri en einn með því nafni, en sá sem líklega helzt gæti komið til greina, er sá sem fæddur er 1828, og getur þá bókin ekki verið skrifuð fyrr en á seinnihluta nítjándu aldar. Rithöndin er frábærlega skýr og vel æfð, og er hvert orð læsilegt. Jón þessi frá Veiðilæk var á efri árum sínum ráðsmað- ur hjá ekkju á Horni í Skorradal, en það er eigi allfjarri slóðum séra Hallgríms. En í nágrenni við Saurbæ var lengi sitt af hverju á kreiki, sem honum var eignað og hefur ekki allt komizt á bækur hans, einnig vafasamt hvort hann á það allt. Er það einkum gamankveðskapur einsog þetta kvæði er. Ekki get ég fundið neitt úr þessu kvæði prentað í verkum séra Hallgríms, en nokkrar hendingar úr því koma kunnuglega fyrir, og þarf það ekki að vera að ég hafi heyrt kvæðið til þess, því höfundur vefur í það ýmsum talsháttum, sem lengi voru almennir, s. s. betri er lukka en löng séu bein. Lengi linast heitin hörð, o. fl. Stefán Ólafsson í Vallanesi notar einnig það orðalag í einu kvæða sinna, að smíða þilin þétt. 1 kveri Jóns (Lbs. 3344 8vo) er kvæðið 25 erindi, en 24. erindið er bjagað og lítt skiljanlegt, virðist enda alls ekki eiga þarna heima, og því aðeins að týnzt hafi annað erindi á undan því. Efni Jtess er endurtekning á áðursögðu og brýtur alveg hina reglubundnu víxlröð erindanna, setn helzt allt kvæðið út, nema síðasta vísan er sameiginlega til beggja barnanna. Hugsazt gæti að einhver vissi deili á því, hvort kvæðið er réttilega eignað séra Hallgrími, að svo komnu máli sé ég enga ástæðu til að efast um það. Halldóra B. Björnsson. SA'MVTNN.W 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.