Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 8
1. Inngangur Saga mannanna er sagan um ástina og hatrið, en hið síðara er stundum aðeins skugginn af hinu fyrra. Ástin birtist í mörgum myiidum, en sú augljós- ust, er dregur karl að konu. Sú ást hefur orðið ör- lagavaldurinn mesti í lífi manna. Fullyrða sumir, að fátt hafi raunverulega gerzt, sem ekki megi á ein- hvern hátt rekja til slíkr- ar ástar, fullnægðrar eða smáðrar. Sem dæmi um hin stærri tildrög í veraldarsögunni, sem ástin hafi orsakað, hefur stundum verið bent á siðaskiptin á 16. öld. Kirkjunnar menn í Norð- urálfu gátu ekki unað því að vera meinað að njóta konuástar, nema brjóta um leið boð kirkju sinnar. Og sjálfsagt féll konunum jafn illa, að líf án ástar væri æðsta mark trúarinn- ar, felld óhelgi yfir sam- líf karls og konu. Ástin og fagurskynið Ástin er hinn mikli ör- lagavaldur vegna þess, að hún er unaðsgjafinn mesti. Fyrir ástina fellur ný birta yfir lífið og vegna henn- ar fá orð mannanna ann- an hljóm. Til hennar á fegurðarskyn og fegurðar- þrá rætur að rekja. Hitt er svo annað mál, að fegurðarskynið fellir ó- líka dóma, ræður þar upp- lag og uppeldi miklu, en tíðarandinn mestu. ísabella Spánardrottning túlkaði svo hug sinn um aldamót- in 1500, að hún vissi ei aðra fegurð meiri en horfa á: hraustan hermann á vígvelli, fagra konu í hvílu, skrýddan biskup í hámessu og argan þjóf í gálga. Langoftast hefur fegurð- artilfinningin þó birzt sem krafa og þá einkum til kvennanna. Svo fór Spán- verjum, er þeir settu fram „þrenningar-kröfur“ sínar, sem svo eru nefndar. Sam- kvæmt þeim eiga konur að hafa 10 þrenningar. Skal þriggja get ð hér. Þrenning í hvítu: Húð, tennur, hendur. Þrenning í svörtu: Augu, augnabrúnir, augnalok. Þrenning í rauðu: Varir, kinnar, neglur. o. s. frv., o. s. frv. Áhrif fagurra forma eru undraverð. í því sambandi hefur oft verið vitnað til lítils atviks úr lífi Helenu hinnar fögru, sem vegna yndisleika síns átti sök á Trój ustríðinu. Helena hafði svo fagran barm, að aldreí getur fegurri að sögn. Drottning átti heit að gjalda musteri gyðjunn- ar Díönu. Vildi hún láta gera bikar úr gulli og skyldi bera af öllu, sem til þessa hefðu verið smíðað- ir. Var því vandi að velja gerð hans og lögun. Átti gullsmiður drottningar svefnvana nætur, unz það ráð var tekið að láta ann- að brjóst drottningar vera fyrirmynd bikarbarmsins. — Síðan þá eru slík form h'nna fegurstu bikara og minna á traust móður- barms og unað þann, sem notið verður við konu- brjóst. Ástarhofin: Heimilið og helgidómarnir Hús okkar og heimili eru fyrst og fremst umgerð um ást okkar. Hið sama hefur einnig átt við um musteri mannanna. — Var þetta harla augljóst, þegar feg- urstu og tilkomumestu musterin voru helguð ást- argyðjum. Mun ein ástæð- an hafa verið sú, að þar þótti auðveldast að úthella tilfinningum og finna duldum útrás. Minning mennskrar ást- ar helgaði stundum reit- inn, þar sem ástarhofin risu. Svo var um musteri „Venusar brynju-búinnar“, nálægt Lakedemon á ít- alíu. íbúar Lakedemon áttu í útistöðum við borg- ina Messene og höfðu farið herferð gegn henni. Hófst umsátur mikið. En nótt eina gátu Messenebúar komið talsverðu liði út úr borg sinni, án þess að um- sátursliðið' yrði vart við. Stefndu Messenemenn til Lakedemon og hugðust Jafna borgina við jölrðu, er þar væri ekkert um varnir, því konur einar og meyjar voru þar fyrir. En þessi ráðagerð þeirra varð að engu og önnur endalok herferðarinnar. Konurnar 8 SAMVINNAN fengu hugboð um hættuna, og klæddust herklæðum. Ruddust þær fram með slíkum ofsa, að ekkert stóðst fyrir og linntu ekki, fyrr en óvinirnir lögðu á flótta. Og ekki þá heldur, því þær ráku flóttann. En á leiðinni mættu þær mönnum sínum og ung- mennum. Þeir höfðu heyrt um árásina og ætluðu að bjarga borg sinnii. Þegar menn og konur mættust, var móður beggja mikill og sigurvíma í blóðinu. Var því ástin auðvakin. Hlaut hin sterka þrá að fá út- rás og var Venus tignuð í hertýgjum. Á staðnum reis síðar musteri „Venusar brynjubúinnar“. Vernd ástarinnar Að virða tilfinningar ann arra er fögur dyggð. Að gerast verndari ástar og sameina elskendur í stað þess að sundra hefur marg- víslegar heillir í för með sér. Svo djúpt liggja ræt- ur ástarinnar. Skipio Afrikanus, hinn mikli hershöfðingi Rómar hafði hertekið Karþago- borg, borgina miklu, sem keppti við Róm um áhrif og verzlun við Miðjarðar- haf. Meðal fanga, sem fyrir hershöfðingjann voru leiddir, var ung stúlka af spönskum ættum. Hún var svo fögur að heilla hlaut hvern mann, sem leit hana. Skipio var líka gagntekinn af töfrum hennar. Var því búizt við, að hann myndi gera stúlkuna að ástmey sinni. — En Skipio fór hægt í sakir. Hann tók að ræða við stúlkuna um ætt hennar og heimabyggð. Við samræðurnar komst hann að því, að stúlkan var heitbundin ungum manni, Alúkíusi að nafni, en sá var prins íbera. Er Skipio hafði fengið þessar upp- lýsingar, lét hann þegar senda meyna til Spánar og sendi gjafir og kveðju sína unnusta stúlkunnar og foreldrum. Göfuglyndi Rómverjans varð ekki að ófyrirsynju. Fyrir vikið var traust og vinátta íbera tryggð og gagnkvæm virð- ing sköpuð.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.