Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 10
Einsog þegar hefur verið drepið á, gefur þetta þing okkur ekki aðeins tilefni til að minnast þess, sem á hefur unnizt, heldur einnig hins, sem miður hefur farið í starfi okkar. Tímabilið frá stríðslokum hefur réttilega verið nefnt iðn- byltingin síðari, með tilliti til hinna gífurlegu breytinga, sem orðið hafa á sviði tækni, hagfræði og þjóðfélagshátta. Hinar víðtæku breytingar, sem nú eiga sér stað, ákvarða að verulegu leyti þær fjárhagslegar og þjóðfélagslegar aðstæður, sem sam- vinnufélögin eiga við að búa í verndun sinni á efnahagslegri og þjóðfélagslegri aðstöðu félagsmanna. í þjóðfélagi síbreytn- innar verður allt framtak að laga sig að breyttum efnahags- og þjóðfélagsaðstæðum. Samvinnuhreyfingin er hvort tveggja í senn viðskiptaframtak og lýðræðisleg alþýðuhreyfing. Því hlýtur hún að mæta tvö- faldri kröfugerð. í fyrsta lagi ber henni að vera fulltrúi fyrir efnalega hæfni í samkeppnisþjóðfélagi. En í öðru lagi ber henni að halda gerð sinni sem lýðræðisleg sjálfshjálparhreyfing, hreyfing fyrir fólkið, stjórnað af fólkinu. Hið tvöfalda verkefni að uppfylla bæði þessi skilyrði, hefur sannarlega valdið sam- vinnuhreyfingunni í nærfellt öllum löndum vandamálum, sem bæði eru ógnvekjandi og krefjast úrlausnar. Spurningin um skipulagsbreytingar og aðlögun að hraðbreytilegum efnalegum og tæknilegum aðstæðum hefur leitt til rannsókna, sem haft hafa mikil áhrif á samvinnuhreyfinguna í hverju landi fyrir sig. ICA hefur reynt að stuðla að kerfisbundnum skiptum á upp- lýsingum um mismunandi skipulag milli félaga, að svo miklu leyti sem unnt er með því fjármagni og starfsliði, sem það á yfir að ráða. En hér stöndum við gagnvart einu mesta vanda- máli, sem alþjóðasamvinnuhreyfingin á við að etja. Ekki er einungis að rannsóknar- og reynslulindir ICA og stofnana þess séu takmarkaðar, heldur reyndust og hinar sömu lindir alger- lega ófullnægjandi meðal samvinnufélaganna í hverju landi, og það einnig, þar sem samvinnuhreyfingin stendur traustum fjár- hagsrótum. Til að skýra þessa staðreynd þurfum við ekki ann- að en benda á tölur, sem birtast í tímaritum um verzlunarmál, þar sem gefið er upp hversu gífurlegum fjárhæðum einkafyrir- tæki og keðjuverzlanir verja, bæði hvað hreint fjármagn og sér- menntað starfslið snertir, til rannsókna í þá átt að geta sífellt hagað starfi fyrirtækjanna einsog bezt hentar. Má ég nú bæta við nokkrum orðum til að gera grein fyrir því, sem ég tel vera annað höfuð vandamál okkar og það, sem sízt hefur gengið sem skyldi innan alþjóðasamvinnu. Álit mitt er, að hæfni samvinnuhreyfingarinnar til að hafa forgöngu um lausn ýmissa mestu efnahags- og þjóðfélagsvandamála heimsins, einkum hina knýjandi nauðsyn aukinnar matvæla- framleiðslu, verði sífellt augljósari. Þetta vandamál er einsog við allir vitum einkum knýjandi í hinum vanþróuðu löndum. En einmitt í þessum löndum eru á hinn bóginn miklir mögu- leikar fyrir hraða og nauðsynlega útþenslu samvinnuhreyfing- arinnar, einkum ef hún nýtur, sem hún oft gerir, stuðnings rík- isstjórna innan almennra þróunaráætlana. Það hlutverk, sem samvinnuhreyfingin getur gegnt og á að okkar viti að gegna til að styðja áætlunarbúskap ríkisstjórna, verður aldrei ofmetið. En til að ná áþreifanlegum árangri svo fljótt sem auðið er, verður að auka flutning vinnuþekkingar frá öflugum samvinnufélögum, einkum í hinum iðnvædda hluta heims til hinna nýsköpuðu samvinnufélaga þróunarlandanna. ICA sjálft, svo og samvinnuhreyfing hvers lands bera mikla ábyrgð í þessu sambandi. Þau eru raunverulega einu aðilar, sem miðlað geta sérfræðingum og verktækni. Verði þekking þeirra studd af fjármagni frá löndum iðnvæðingarinnar og frá al- þjóðastofnunum, sem ætlað er að vinna að fjárhags- og tækni- aðstoð, gætu áhrifin orðið veruleg í náinni framtíð. ICA hefur þegar stigið fyrsta skrefið með því að koma á fót svæðisskrifstofu í Suðaustur-Asíu og fræðslumiðstöð á sama stað. Sannarlega hefðum við viljað geta látið svipaðar skrif- stofur fylgja í kjölfarið í Afríku og Suður-Ameríku. En hér stöndum við gagnvart miklum örðugleikum. ICA getur ekki lagt af mörkum það fjármagn, sem til þarf án öflugs stuðnings frá hinum styrku samvinnufélögum í iðnvæddu löndunum. Sé á málið litið frá sjónarhóli matvælaskortsins, sem ég kem síðar að, verða hinar algerlega ófullnægjandi aðgerðir okkar á sviði tækniaðstoðar við samvinnuhreyfinguna í þróunarlönd- unum að teljast hin mesta og stærsta brotalöm á starfi okkar. Þingið gefur okkur ekki aðeins tilefni til að líta til baka. Miklu meira máli skiptir, að horft sé fram á veginn og leiðir kannaðar til að efla samvinnuhreyfinguna í öllum heimshlut- um. Á dagskrá þessa þings ber hátt ýmis framtíðarmálefni, sem rædd skulu og um þau gerðar ályktanir. Vandamálin, sem varða skipulagsbreytingar til að mæta nýj- um aðstæðum, voru rædd á fundi miðstjórnar í Helsingfors á grundvelli staðreynda, sem safnað hafði verið víða að. Fyrir þinginu liggja nú upplýsingar, sem gera kleift að íhuga vand- lega markmið og leiðir innan einstakra ríkja og á alþjöða- vettvangi og auka bæði víðtækni og hraða þessara breytinga, sem nú knýja mjög á. Framar öllu öðru er þar um að ræða að skapa þær grundvallarreglur, sem samræming og samruni geta grundvallazt á innan allra greina samvinnuhreyfingarinn- ar, hvort sem um er að ræða samvinnufélag á ákveðnum stað, ákveðnu svæði, ákveðnu landi eða á alþjóðlegum vettvangi. Þær aðferðir, sem mismunandi þjóðir kunna að velja, geta verið mjög mismunandi, en markmiðið með samræmingu og samruna er alls staðar hið sama: að gera samvinnuhreyfinguna að öflugu verkfæri til verndar efnalegu og félagslegu öryggi aðilanna og til áhrifa á efnahagslíf þjóðanna til hagsældar almenningi. Til að ná þessu markmiði er ekki nauðsynlegt að breyta grundvall- arreglunum, sem við höfum erft frá frumherjunum í Rochdale, heldur aðhæfa þær til að berjast á nútíma samkeppnisgrund- velli. Hvort sem um er að ræða blönduð efnahagskerfi eða ríkis- áætlanabúskap í iðnvæddu löndunum, skapa aukin lífsþæg- indi, sem náðst hafa með nýtízkri tækni, auknu þéttbýli og fjölmörgu öðru, nýjar aðstæður fyrir samvinnuhreyfinguna. Þetta nýja umhverfi, sem- hreyfing okkar verður að starfa í nú, ber engan svip fátækra þjóðfélaga á fimmta tug aldarinn- ar, sem leið, þegar félag vefaranna í Rochdale var stofnað. Samvinnuhreyfingin verður að samræma reglur sínar þessum breyttu aðstæðum og breyta aðferðum sínum í samræmi við þær. Það fer því af þessari ástæðu mjög vel á, að skýrslu nefndar- innar, sem fjallaði um reglur samvinnufélaga, er ætlað ríku- legt rúm á dagskrá okkar. Síðar á þinginu fáum við tækifæri til að þakka nefndinni og forseta hennar vel unnin störf í þágu samvinnuhreyfingarinnar í heiminum. Án þess að vanmeta niðurstöður af umræðum um skýrslu þessarar nefndar, tel ég að rannsóknirnar sjálfar ásamt þeim umræðum, sem þeim hljóta að fylgja, ekki aðeins hér á þing- inu, heldur og í samvinnufélögum allra landa, muni beina at- hyglinni að veigamestu atriðum varðandi framtíð og starfsað- ferðir hreyfingarinnar. Síðast en ekki sízt er á dagskrá okkar verulegur fjöldi mála, er snertir tæknilega aðstoð við samvinnuhreyfinguna í þróun- arlöndunum. Við, íbúar iðnvæddra landa, gætum freistazt til að álíta, að sífelldar breytingar á þjóðfélögum okkar sköpuðu samvinnuhreyfingunni næg vandamál. En ég leyfi mér að halda fram, að þau vandamál, sem við verðum að horfast í augu við, séu smávægileg í samanburði við öll þau tæknilegu og félags- legu vandamál, sem hin unga samvinnuhreyfing í þróunarlönd- unum á við að etja. Við skulum nú eitt augnablik virða fyrir okkur ástandið í þessum hluta heims. Á alþjóðlegu matvælaráðstefnunni í Was- hington árið 1963 var glögglega sýnt framá það með hagfræði- skýrslum, að meira en helmingur mannkynsins þjáist af efna- skorti og hungri, (aðallega er hér um að ræða skort á dýra- eggjahvítu). Þetta er ekki einasta hvöt til þjóðanna í vanþró- uðu ríkjunum, að auka framleiðslu sína, heldur og áskorun til íbúa hins iðnvædda hluta heims um að veita raunverulega að- stoð. Það sem samt sem áður veldur þyngstum áhyggjum eru framtíðarhorfurnar. Sé litið á þá stefnu þróunarinnar, sem markar ástandið á ekki lengri tíma en tveim mannsöldrum, Frh. á bls. 38. 10 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.