Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 14
Jakobína Sigurðardóttir MAMMON ( GÆTTINNi HÚN var rétt að ljúka við að hella aftur í bollann hjá Jóa, pegar telpan kom inn. Lítil og rengluleg telpa í slitinni úlpu og buxurnar bættar á öðru hnénu. Ranka kom henni ekki fyrir sig, þó hún kannaðist áreiðanlega eitthvað við hana. Líklega tólf — þrettán ára. Og eitthvað hlédrægari en venj- an er um börn nú á tímum. Rétt hún mjakaðist inn á gólf- ið. Trúlega fyrir bótina á hnénu. — Hvað er þér á hönd- um, góða? spurði Ranka hlý- lega um leið og hún setti könn- una á stóna. Telpan mjakaðist nær og fór ofan í úlpuvasa sinn á meðan. — Viltu, — viltu kaupa miða? — Miða? endurtók Ranka skilningslaus. Telpan dró helj- armikinn pappírshlaða upp úr úlpuvasa sínum. — Happ- drættismiða, sagði hún lágt og tók að fletta blöðum í papp- írshlaðanum. Þannig byrjaði það---------. HAPPDRÆTTISMIÐA, end- urtók Jói, fullur áhuga. — Hvaða happdrætti er það? — Fyrir blaðið, svaraði telpan lágt. Nú, hans pabba þíns. Það er skítablað, sagði Jói, bara að gamni sínu, honum er sama um öll blöð. En telpunni var ekki sama. Hún blóðroðnaði og fékk vatn í augun. — Nú, láttu mig sjá þetta, geyið mitt, flýtti Jói sér að segja, því hann er ekki þessháttar maður að hann níðist á börnum, þó for- eldrar þeirra kaupi skítablöð. Telpan kom nær borðinu, með tregðu þó. — Hvað hafa þeir á boðstól- um núna, ungfrú góð? spurði Jói, sprellandi og ómótstæði- legur eins og ekkert skítablað væri lengur til í landinu. — íbúð undir tréverk, ísskáp, málverk, skíði,---þuldi telp- an eins og talvél. So — so, so — so, greip Jói fram í. — Maður hugsar ekki um annað en íbúð eða bíl. Nema þá það sé sjónvarpstæki, sem maður gæti svínað á fyrir sunnan. Jæja, Ranka, ætlar þú ekki að kaupa íbúð á, — ja, hvað kost- ar nú miðinn, hundrað, — nei, — ekki einu sinni það, fimm- tíu krónur. Jói fletti miðunum og lét dæluna ganga. — Við skulum segja, að þú kaupir eina blokk, það er fimmhundruðkall, hvað er það, ekki neitt. Við skulum segja að þú kaupir tvær. Þú vinnur heila íbúð. Hvað er það? Þú ert orðin rík, rík út á einar skitnar þúsund krónur. Hvað getur þú gert við einar skitn- ar þúsund krónur? Akkúrat ekki neitt. Segjum að þú vinn- ir ekki neitt. Nú, þú ert jafn- nær. Nema þú hefir kannski næstum því verið búin að vinna þann hæsta, það er eig- inega það, sem mestu skiptir, — taktu nú eftir, — allan tím- ann, þangað til vinningsnúm- erið er birt, ert það þú, sem vinnur íbúðina. — Ja, ég hef nú aldrei spilað í happdrætti, sagði Ranka á- hugalaus. — Ja, manneskja, þó! Orðin sjötíu og fimm og aldrei keypt miða í happ- drætti! Þá er nú ekki seinna vænna fyrir þig að byrja. Ég læt aldrei neitt happdrætti framhjá mér fara. Og einu sinni var ég næstum því bú- inn að vinna hálfa milljón, það munaði bara einum, kelli mín. Það var tuttuguþúsund sex- hundruð og sjö, sem vann, en sjöhundruð og sjö, sem ég átti. Þetta komst ég næst stóra vinningnum. En ég hætti ekki fyrr en ég fæ hann. Það máttu hengja þig upp á, Rönkutetur. — Ja, bullið, sem vellur upp úr þér, Jói, fyrr má nú vera, sagði Ranka og sneri sér á ská undan með brosið. Það var ekki svo auðvelt að vera alvarlegur, þegar Jói var í þessum ham. Strákskinnið. Hann hefði svo- sem getað látið ógert að koma. Reyndar vissi hún, að hann kom ekki eingöngu til að óska henni til hamingju með af- mælið. En það gerði ekkert til. Menn eru nú einu sinni menn. — Ætlarðu að kaupa miða? spurði telpan Jóa. Jói hélt á- fram að fletta miðunum og tala eins og hann hefði ekki heyrt spurningu hennar. — Ég fékk líka einu sinni vinning, stórvinning, eins og þú manst, Ranka, þegar ég fékk bílinn. Þó það yrði ekki annað en tapið, af því strák- urinn keyrði hann í klessu á heimleiðinni. Próflaus, sögðu þeir, en það var helvítis lygi, hann var búinn með prófið. Eða svo til, vantaði bara skil- ríkin, þetta eru ekki annað en kreddur, klára kreddur, hvort maður er búinn að fá ökuskír- teinið stimplað eða ekki. Auð- vitað var þetta fjótfærni af mér, en þeir hefðu séð í gegn- um fingur við suma aðra, ekki okkur. Svona eru þeir, þessir djöflar--------. — Æ, góði Jói, vertu ekki að minnast á þetta bílúthald þitt, sagði Ranka. — Eins og það næði nokkurri átt, að láta drenginn keyra próflausan og vera svo réttlaus hvað sem upp á kom. Ég hef aldrei skilið hvað var yfir þér. Nei, þú ættir held- ur að þakka þá guðs mildi að þið skylduð sleppa lifandi, og svo til óskaddaðir, úr þessu slysi, og verða ekki öðrum að fjörtjóni en hundskepnunni. — Já, hundskepnunni, seg- ir þú, Ranka. Því andskotans bölvuðu ólánshræi, ættirðu heldur að segja. Hleypur þarna beint framan undir bílinn, svo strákbölvaður — asninn verð- ur viti sínu fjær. Og bókstaf- lega sleppir stýrinu, — djöf- ullinn hafi það, — hann sleppti stýrinu og öskraði. Hrein, rétt eins og hún móðir hans, út af einu hundshræi! Og við útaf með það sama. Nema hvað? Tuttugu veltur. Tuttugu velt- ur! — Tuttugu, sagði Ranka ef- andi. — Já, tuttugu, ef ekki fleiri, enda skiptir það ekki máli. — Ja, ýkjurnar í þér, Jói minn. — Ýkjur? Nú, það getur svo- sem verið að þær hafi ekki verið nema tíu, en það var nóg. — Ætli ekki það, sagði Ranka. — Og hver vill fullyrða að við höfum drepið þetta and- skotans hrækvikindi? Það sást aldrei bein né bjór af hund- skrattanum, hvernig sem við leituðum. Er það ekki merki- legt? Við vorum heldur ekki nálægt neinum bæ. Nei, það sem ég er búinn að brjóta heil- ann um hvaðan þetta hrædýr hafi komið! Við horfðum á hann, báðir tveir. Þú þekkir nú hann Bía. Heldurðu að hann hefði misst svona stjórn á sér, ef hann hefði ekkert séð? Þetta var mókolótt, loðið kvik- indi. Því er aldrei að neita, að hann var líkur honum Kol sál- uga okkar, nauðalíkur. Enda sagði stráktuskan, að það hefði verið fyrir það, sem honum varð svona mikið um. Þó hann vissi að Kolur okkar var dauð- ur fyrir missiri og hefði aldrei hlaupið í bíl, ekki þessa lífs. Já, það er margt undarlegt, Rönkutetur. Veiztu hvað —? 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.