Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 37
Gíorgos Sejeris: Santóríní Lút niðrað myrku hafi, ef pú mátt, og gleym tónum flautunnar við nakta fætur sem stigu á svefn þinn í lífi sem sökk. Skrifa, ef þú mátt, á síðustu skelina daginn, nafnið, staðinn og varpa henni í hafið að hún sökkvi. Naktir stóðum við á vikrinum, horfðum á sœbornar eyjar, horfðum á rauðar eyjar sem sukku inní svefn sinn, inní svefn okkar. Naktir stóðum við hér og héldum voginni sem seig á hlið ranglœtisins. Hœll valdsins, skuggalaus vilji, útreiknuð ást, áform sem þroskast í miðdegissólinni, vegur örlaganna við högg ungrar handar á öxlina; á staðnum sem sundraðist, sem veitir ekki viðnám, á staðnum sem við áttum einu sinni sökkva eyjarnar með ösku og ryði. Brotin ölturu og vinirnir gleymdir, pálmablöð í aurnum. Leyf höndum þínum, ef þú mátt, að ferðast hér á hvörfum tímans með skipi sem snart sjónbaug. Þegar teningurinn lenti á stéttinni, þegar spjótið lenti á brynjunni, þegar augað þekkti gestinn og ástin þornaði í götóttum sálum; þegar þú litast um og finnur allt umhverfis þig skáraða fœtur, allt umhverfis þig dauðar hendur, allt umhverfis þig myrkvuð augu; þegar þú átt ekki framar völ á dauðanum sem þú kaust þér, heyrirðu ýlfur, jafnvel þó það sé ýlfur úlfsins, þinn réttmœti skerfur. Leyf höndum þínum, ef þú mátt, að ferðast, slít þig lausan frá svikulum tíma og sökk, sekkur sá sem ber stóru steinana. Sigurður A. Magnússon þýddi úr grísku. sjálfstæðishetja og mesti stjórnmálaskörungur Grikkja á þessari öld, en hann átti löngum eftir að elda grátt silf- ur við niðja hins ástsæla kon- ungs. Eftir fall Georgs I kom til ríkis sonur hans, Konstantínos I, sem kvæntur var systur Vil- hjálms II Þýzkalandskeisara og hafði hlotið menntun dna í Þýzkalandi. Það leiddi af sjálfu sér að hann var hlynnt- ur Þjóðverjum í fyrri heims- styrjöld, með þeim afleiðing- um að hann gekk tvívegis í berhögg við vilja grísku þjóð- arinnar og kjörins leiðtoga hennar, Venízelosar. í fyrra sinnið, 1914—16, sá Venízelos sig tilneyddan að setja á lagg- irnar bráðabirgðastjórn í Þessalóníku og segja Þjóðverj- um og samherjum þeirra stríð á hendur. Áttu Grikkir drjúg- an þátt í sigri Bandamanna, enda fylktu þeir sér um Vení- zelos. Hann gat sér mikið orð sem frábær stjórnmálamaður við friðarsamningana og tryggði Grikkjum meðal ann- ars lendur á vesturströnd Litlu-Asíu ásamt borginni Smýrnu, sem nú nefnist Izmír. Konstantínos varð að segja af sér og fara úr landi, en við völdum tók einn sona hans, Al- exander. Hinsvegar gerðist það í næstu þingkosningum að Venízelos og flokkur hans lutu í lægra haldi fyrir hægrisinn- um, sem komust til valda og kvöddu Konstantínos heim aft- ur. Konstantínos varð nú vald- ur að einu örlagaríkasta ævin- týri Grikkja á seinni öldum með því að efna til herferðar inn í Litlu-Asíu með það fyrir augum að leggja Tyrkland undir Grikkland. Grikkir biðu ægilegt afhroð í þessari her- ferð, því þar var Kemal Ata- turk að mæta, og hann var ekki lambið að leika við. Misstu þeir allar lendur sínar í Litlu-Asíu auk þess sem tugir þúsunda Grikkja voru stráfelldir og hálf önnur milljón flótta- manna komst við illan leik til Grikklands, þar sem fyrir voru einungis fimm milljónir manna og ekki beinlínis aflögufærar. Þessi blóðtaka varð Grikklandi gífurlegt áfall og vandamálin sem flóttafólkið skóp eru ekki enn að fullu leyst, 45 árum eftir atburðinn. Eftir þessar hrakfarir var Konstantínos enn rekinn úr landi og komið á lýðveldi 1924, sem stóð fram til 1935 með ýmsum víxlsporum, meðal ann- ars tveimur skammæjum ein- ræðisskeiðum. Árið 1935 var sonur Konstantínosar, Georg II, kvaddur heim og settur í veldisstólinn. Árið eftir gerði herráðsforingi hans, Metaxas, sem var yfirlýstur fasisti, bylt- ingu með þöglu samþykki kon- ungs og kom á einræði sem lauk ekki fyrr en 1941, þegar Þjóðverjar hertóku landið. Að lokinni heimsstyrjöldinni og eftir fyrri borgarastyrjöldina 1944—45 fór fram þjóðarat- kvæði um konungdæmi, 1946, sem vinstrimenn neituðu að taka þátt í, og leiddi það til þess að Georg II var kallaður heim og ríkti til dauðadags 1947. Þá tók við ríkjum bróðir hans, Páll I, faðir núverandi konungs, og ríkti fram til 1964, að Konstantínos II tók við völdum, aðeins 23 ára gamall. Páll I hafði ekki mikil bein afskipti af stjórnmálum, en fékk því þó til leiðar komið, að vildarvinur hans og herráðs- foringi, Alexander Papagos, sem getið hafði sér frægð í borgarastyrjöldinni, fór út í stjórnmálabaráttuna, samein- aði hina mörgu hægri-flokka í landinu í hinu svonefnda Róttæka bandalagi, sem er kát- legt öfugnefni, og vann meiri- hluta á þingi í árslok 1952. Hann féll frá 1955 og var þá afráðið að hægri hönd hans í flokknum, Stefanos Stefanó- púlos utanríkisráðherra, tæki við flokksforustunni og mynd- aði stjórn, en daginn áður en flokkurinn kæmi saman til að kjósa hann formlega flokks- foringja og þarmeð t'orsætis- ráðherraefni, skipaði Páll kon- ungur að undirlagi itanda- ríkjamanna lítt þekktan ráð- herra, Konstantínos Karaman- lís, í embættið, og þarmeð var Stefanópúlos úr leik og sagði sig úr flokknum ásamt nokkr- um öðrum þingmönnum hans. Stjórn Karamanlís varð brátt illræmd fyrir kosmngasvindl og aðrar hálf-fasískar að- ferðir, og átti það sinn stóra þátt í flótta Karamanlís úr landi eftir að hann féll úr valdasessi. Það er ekki ófróð- legt í ljósi þess sem síðar hef- ur gerzt, að yfirmaður herafl- ans í Aþenu og Attíku átti drýgstan þátt í að fletta ofan af kosningasvindli Karamanlís og kumpána hans. SIGUR PAPANDREÚS Bæði valdataka Karamaniis og fall Papandreús fyrir tveim- ur árum eiga rætur að rekja til óeðlilegra afskipta grísku krúnunnar af stjórnmálum landsins. Gríska konungdæmið er ekki þingbundið í sama skilningi og önnur konung- dæmi Evrópu. Konungi er í 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.