Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.04.1970, Blaðsíða 34
Gljúfurversvirkjun í S-Þingeyjar- sýslu, sem stjórnvöld Akureyrar vilja láta framkvæma. Þetta er það náttúruverndarmál á íslandi, sem mesta athygli vekur á líðandi stund. Þar kemur fram: yfir- gangsógætni þéttbýlis og sjónar- miðið „aðeins eitt“ — eins og verkfræðingurinn sagði á öðrum stað: „Sem ódýrast rafmagn fyrir neytandann — — — eitthvað annað hefur aldrei skipt okkur máli". Stiklað á stóru: 1. Áformað er að flytja frá Bárð- ardalsheiðum vötn, sem nú falla til Skjálfandafljóts. Beina þeim 30 km. leið norður um heiðar og um Mývatnssveit til eflingar Laxár. Kunnugir gera ráð fyrir að þetta flæmi 18 bændur í Mývatnssveit af jörð- um sínum og spilli Mývatni sem silungsvatni og fuglastöð. 2. Gera á gríðarmikla stíflu (57 metra háa) í ytra mynni Lax- árdals og mynda 200 milljón rúmmetra uppistöðulón í daln- um. Dalurinn þar með eydd byggð. 3. Þessi mikla stífla, reist á gam- alli eldsumbrotasprungu, verð- ur aldrei svo frágengin, að ekki geti viljað til, að hún bili og valdi lífs- og eignatjóni í mest- allri Aðaldalsbyggð. 4. Laxá í Aðaldal, sem er ein af eftirsóttustu veiðiám veraldar, verður fyrir miklum breyting- um. Líkur benda til að vatns- aukningin, hitastigslækkun og miðlunarsveiflur skerði gildi hennar sem veiðiár — ef til vill ónýti hana sem slíka. 5. Landsskemmdir verða að sjálf- sögðu meðfram Laxá, þar með á engjum og túnum. 6. Tjón verður á veiði í aðrennsl- isám Laxár, ef laxaganga verð- ur minni í ós hennar. 7. Ef framburður lífrænna efna Laxár og Skjálfandafljóts minnkar, er það skaði fyrir Skjálfandaflóa og þá, sem þar stunda veiðar. Eins og þessi upptalning sýnir — þótt takmörkuð sé — þá er hér ekki um smámuni að ræða, og margt hangir þar á spýtunni. Samt er eins og þeir verkfræði- menn, sem lögðu grundvöllinn, hafi ekki haft hugmynd um að annars þyrfti að gæta en mark- miðsins: ódýrt rafmagn. Og stjórn Laxárvirkjunar þótti þetta víst harla gott. Svo haldnir voru þessir menn, að þeir leituðu ekki samþykkis eigenda á undan ákvörðun sinni — ræddu ekki við sveitarstjórnir, ekki við sýslu- nefnd, og ekki varð þess vart, að þeir hefðu hugmynd um stjórnar- skrárákvæði í þessu sambandi um friðhelgi eignarréttarins. Það var eins og þeir teldu sig hafa „Bók máttarins" í höndun- um og þar með allt vald yfir bæði lifandi og dauðu — úr því vinna átti á vegum vísindalegrar tækni og stefna að framleiðslu ódýrrar raforku. En bíðum við! Láðst hafði að mestu að reikna með skaðabótum til tjónþola, sem stjórnarskráin tryggir bætur. Hvað kostar raf- orkan, þegar bæturnar koma inn í? Það veit enginn fyrr en möt hafa verið gerð. Auk þess er hitt, að nokkrum aurum lægra verð en ella á kílóvattstund réttlætir ekki hina ævarandi umturnun héraðs- ins og alla áhættuna í því sam- bandi. Hversvegna láta valinkunnir menn sig 'henda svona kaldræn vinnubrögð og kolsvart ofríki? Það er eitthvað meira en lítið að í fari íslendinga — og hjá þjóðfélaginu — ef svona áform um náttúruspjöll ná fram að ganga samhliða viðbrögðum ann- arra þjóða til þess að bæta úr yfirsjónum gagnvart náttúrunni og vernda hana. Akureyri er viðurkenndur höf- uðstaður Norðurlands — virðu- legur menningarbær á marga lund. Stjórnendur hans hafa sýnt, að þeir vita um sérstæða náttúru í Þingeyjarsýslu, því þegar þeir vilja mest við gesti sína hafa, fara þeir með þá austur í Þing- eyjarsýslu til þess að sýna þeim tigin náttúruundur Mývatnssveit- ar, og svo leiða þá að Laxá, til þess að gefa þeim tækifæri til að kasta fyrir lax á þessum eftir- sótta vettvangi íþróttamanna í þeirri grein, erlendra og inn- lendra. Vilja stjórnendur Akureyrar vitandi vits skemma þessa frá- bæru aðstöðu höfuðstaðar Norð- urlands? Og þekkja þeir ekki skyldur höfuðstaðar við umhverfi sitt? Rétt er að taka fram, að Þing- eyjarsýslur búa yfir nógum skil- yrðum til raforkuframleiðslu, öðrum en hinni háskalegu Gljúf- urversvirkjun, að áliti fróðra manna. Fyrst má nefna smærri viðbótarvirkjun Laxár til þess að bæta úr bráðustu þörfunum. En svo er virkjun Skjálfandafljóts og virkjun Jökulsár á Fjöllum við Dettifoss. Auk þess eru skil- yrði til gufuvirkjana. Þráhyggjan með hina marg- slungnu Gljúfurversvirkjun minn- ir óneitanlega á skólapiltinn á Hólum — hugarflugið vantar ekki, en einátta sjónarmið er öllu ráðandi. VI. Hér að framan hef ég farið all- mörgum orðum um náttúruvernd- ardeiluna, sem yfir stendur milli Þingeyinga og valdamanna á Ak- ureyri útaf fyrirætlunum stjórn- ar Laxárvirkjunar. Það hef ég gert af því að þær deilur eru staðreynd og fjölþættar. Sumt, sem þar þarf að verja, er furðu- legt að skuli vera ásótt — og sýnir að fátt er sjálffriðað í landi okkar, jafnvel á sjálfu náttúru- verndarári Norðurálfu, 1970. Mér þykir samt ótrúlegt að stjórn Laxárvirkjunar sé öðrum hliðstæðum forkólfum á íslandi sljórri á þörf náttúruverndar eða haldin meiri peningafíkn. Þá þykir mér einnig sennilegt að þeir sérfræðingar, sem að hug- myndunum um Gljúfurversvirkj- un standa, séu á svipaðri bylgju- lengd og lærdómsbræður þeirra. Ennfremur ætla ég, að af þessu dæmi megi marka, á hvaða stigi áhugi íslendinga er yfirleitt á náttúruvernd í hlutfalli við eftir- sóknina í peninga. Þar af leiðandi hygg ég, að þetta dæmi geti verið til þýðing- armikillar viðvörunar og áminn- ingar fyrir landsmenn. Lagt hefur verið fram á Al- þingi „Frumvarp til laga um tak- markaða náttúruvernd á vatna- sviði Mývatns og Laxár í Suður- Þingeyjarsýslu". Verði þetta frumvarp að lögum, er með þeirri lagasetningu stigið vænlegt skref í rétta átt í náttúruverndarmál- um. Fyrst og fremst er þá gerð heilbrigð ráðstöfun til lausnar hinni hörðu Gljúfurversvirkjun- ardeilu og henni vísað til úr- skurðar Náttúruverndarráðs með málskotsrétti til ráðuneytisins. Má þá telja víst, að alhliða álits vísindamanna verði leitað, áður en úrskurður er felldur. í öðru lagi yrði með þessari lagasetn- ingu fordæmi fengið fyrir aðra staði til að styðjast við. Enginn vafi er á því, að sterk- ari löggjöf verður að setja um náttúruvernd hérlendis en nú er í gildi, hasla með henni völl til úrskurðar ágreiningi, og lyfta undir skilninginn og áhugann á að skemma ekki ættarlandið, heldur bæta það, svo það verði bæði land góðs efnahags og lífs- hamingju á ókomnum árum. Að sjálfsögðu hafa núverand' náttúruverndarnefndir sýslufé- laganna og Náttúruverndarráð landsins vökumannlegar skyldur að lögum til þess að reyna að koma í veg fyrir, að spjöll verði unnin á náttúru landsins og úr bætt þar sem slys hafa orðið eða náttúran sjálf skaðar sig, t. d. með uppblæstri eða flóðum. En það er ekki nóg. Það þarf í þess- um efnum sérstakt og ótvírætt úrskurðarvald. Og brýn nauðsyn er að rækta með þjóðinni þann anda, að þola ekki vanrækslu á þessu sviði. Foreldrar eiga að blása börnum sínum þessum anda í brjóst. Kennarar í öllum skólum eiga að efla hann. Það þarf að koma náttúruvernd sem boðorði frá sjálfri tilverunni inn í bókleg fræði hinna verk- og tæknimenntuðu sérfræðinga, sem eru sannkallaðir gjörninga- menn atómaldarinnar. Öll félagssamtök í landinu, í þéttbýli sem strjálbýli, við sjó sem inn til dala, eiga að vinna að því að rækta í þeli þjóðarinn- ar áhugann á náttúruvernd. Og þau samtök, sem hafa aðstöðu til þess, eiga að taka upp í verki bar- áttuna fyrir náttúruvernd: í hafi, ferskvötnum, á landi og í lofti — eftir því sem þeim stendur næst á hverjum stað fyrst og fremst. Hugsjónarmarkmið allra ís- lendinga á að vera að gera ís- land „hagsælda móður“ og þó umfram allt „farsælda frón“. Hver kynslóð á, um leið og hún leitar sér hagsældar og farsæld- ar, að keppa að því að skila næstu kynslóð landinu betra en það var, þegar hún tók við því. Nú er lífsspursmál fyrir íslend- inga að herða róðurinn í tæka tíð í náttúruverndarmálum. Láta sára reynslu annarra þjóða verða sér víti til varnaðar, án þess að lenda í sömu ógöngum. Með því er hægt að spara mikið af fjár- munum, náttúruverðmætum — og vanlíðan. VII. Ég valdi þessari grein um hið fyrirsetta efni, náttúruvernd, heitið: „Bók máttarins", og leik- ritið og þjóðsöguna um skólapilt- inn Galdra-Loft sem sjóngler til þess að skoða málefnið gegnum. Efnið náttúruvernd er svo lif- andi, að það verður — að mínu áliti — varla skýrt né skilið rétt- um skilningi utan við það svið, sem skáldsagan og þjóðsögur eru sjónaukar og ljósgjafar á. Mér virðist það vera áberandi veikleiki hinnar átakamiklu og stórstígu tækni- og verkkunnáttu atómaldarinnar, að þeir, sem einbeita sér að þessum fræðum, missa sjónar á því, sem mann- lífið þarfnast fyrst og fremst til þess að geta þrifizt og notið far- sældar. Þeir seilast með ofurkappi eftir ,.Bók máttarins" — ná að vísu úr henni einu og einu blaði, segja fyrir verkum og vinna samkvæmt þessu b'.aði, eins og þeir hafi þar í höndunum allan sannleikann — en það er öðru nær en að svo sé. Þess vegna hefur hnötturinn mengazt og jarðlífið komizt í margvíslegan áður óþekktan háska. Karl Kristjánsson. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.