Samvinnan - 01.02.1971, Síða 11

Samvinnan - 01.02.1971, Síða 11
menna umræðu. Einstök til- skrif kunna að falla betur í geð þessa einstaklingsins en hins. En þegar á heildina er litið, og ber manni þá að fyrirverða sig fyrir óumflýj anlegt hól, finnst mér að segjast verði alveg eins og er, að Samvinnan hefur gengið á undan í ýmsum menningarlegum efnum í blaðaútgáfu sinni. Blaðaútgáfa á hér erfitt upp- dráttar. Tímarit helguð menn- ingarlegum og þjóðfélagslegum viðfangsefnum skjóta að vísu upp kollinum við og við, en kollurinn dettur niður aftur. Þau gefast upp, kafna í erfið- leikum. Meginblaðalesefni landsmanna er dagblöð og rit, gefin út af einstökum stjórn- málaflokkum og hreyfingum með áróðursmarkmið viðkom- andi fyrir augum. Mest ritmál þeirra fer í áróður og að því er virðist klassískar vammir þeirra, skæting og skammir um andstæða náunga. Það er blaðamanna status quo. Mér finnst vel til fundið og í samræmi við markmið ís- lenzkrar samvinnuhreyfingar að standa að útgáfu slíks tíma- rits sem Samvinnan er. Það varð víst lítið úr krítík! Með beztu kveðju: ÞórSur Ingimarsson, Ásláksstöðum, Eyjafirði. Box 982, Swan River, Manitoba, Canada, 12. janúar 1971. Hr. ritstjóri. Hér með fylgir áskriftargjald fyrir Samvinnuna fyrir kom- andi ár. Það gerir ekkert til þó að þessi upphæð sé eitthvað meiri en ákveðið verður um gjald fyrir blaðið til útlanda. Þó að ég upphaflega skrifaði mig fyrir blaðinu til þess að geta fylgzt með því sem var aö gerast hjá samvinnuhreyfing- unni á íslandi, þá þykir mér vænt um að fá blaðið þrátt fyrir þá breytingu sem þú hef- ur gert á innihaldi þess. Ég efast ekki um, að það hafi verið og sé þörf fyrir blað eins og Samvinnan er úr garði gjörð, og hvað það snertir, þá hef ég auðvitað eins mikið „interest" á því sem er að gjörast með þjóðinni allri eins og sam- vinnufélögunum. Eftir því hvernig þú lýsir ástandinu stjórnarfarslega, þá get ég ekki annað en komizt að þeirri niðurstöðu, að íslend- ingar séu að sumu leyti á svip- uðu stigi í pólitiskum skilningi og Kanadamenn voru fyrir 100 árum, og það sannarlega var ekki til að hreykja sér af. Kannski það sannist á íslandi, sem Goldsmith kvað um ensku þjóðina á sínum tíma: „111 fares the land, to hastening ills a prey / Where wealth accumu- lates and men decay.“ Ég geri nú kannski of mikið úr því, hvað íslendingar séu langt á eftir „vesturþjóðunum“ að sumu leyti, en samt er ég í engum vafa um það, að margt af því, sem þú hefur verið að finna að i Samvinnunni hvað stjórnarfari viðvikur, gæti hreint ekki komið fyrir hér í Kanada nú á dögum, svo að mér sárnar eigi lítið að hugsa til þess, að íslendingar skuli vera svona langt á eftir tím- anum. Vinsamlegast, Stefán Einarsson. Reykjavik, 24. janúar 1971. Hr. ritstjóri. Mig langar til að leiðrétta eitt og hnykkja á öðru af því sem fram kom í hugleiðingum mínum um iðnþróun og álver í síðasta hefti Samvinnunnar. Rangt var það að súrál til vinnslu i Straumsvík kæmi frá skreiðarlandinu okkar marg- hrjáða, Nígeríu. Súrálið er sótt til annars Afríkulands, Guíneu, þess lands er fyrst varð franskra nýlendna sunnan Sa- GOÐUR BETRI BEZTUR HBS = Fást í öllum betri tóbaksverzlunum 7

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.