Samvinnan - 01.02.1971, Page 14

Samvinnan - 01.02.1971, Page 14
 Fyrsta hefti Samvinnunnar á liðnu ári var að meginefni helgað umræðu um unga fólkið og samtímann. Þar örkuðu framá ritvöllinn kringum 30 ungmenni úr framhaldsskólum í Reykjavík og víðar og fjölluðu feimnislaust um allt sem þeim lá þyngst á hjarta. Var furðuviða komið við í þeirri umræðu, enda vakti heftið verðskuldaða athygli. Af reynslunni frá í fyrra þótti rétt að gera svipaða tilraun aftur og snúa sér þá einkum til íslenzkra náms- manna erlendis og þiðja þá að leysa frá skjóðunni. Var þremur ungum og pennaliprum mönnum falið að safna efni til heftisins erlendis (sbr. rammaklausuna hér að neðan), en ritstjórinn varð sér sjálfur úti um efnið sem birtist úr heimahögum. Efnið sem barst var fyrst og fremst í formi greina og bundins máls, og er víða drepið niður, einsog lesendur sjá. Sum þeirra mála, sem hér eru krufin, hafa lítið sem ekkert verið rædd á íslandi, til dæmis einkabílisminn, listin sem verzlunarvara, lygabáknið og hipparnir. Önnur efni hér i heftinu eru séð frá nýjum sjónarhornum, einsog til dæmis Palestínuvandamálið, og verður það okkur velunnurum ísraels vissulega umhugsunarefni. Tilgangurinn með þessum ritsmíðum „nýrra penna" er fyrst og fremst sá að vekja til umhugsunar og nýrra spurninga, og það held ég hljóti að hafa tekizt. Ennfremur bárust nokkrar smásögur, sem því miður rúmuðust ekki í þessu hefti, en þær birtast væntanlega smámsaman í næstu heftum. Um höfunda þessa heftis er meðal annars það að segja, að Kristinn Einarsson leggur stund á jarðfræði í Leníngrad, en dvelst hérlendis i vetur og starfar hjá Orkustofnun; Þráinn Bertelsson gaf út skáldsögu í fyrra og fæst við ritstörf, m.a. blaðagagnrýni, dvaldist um ársskeið á Irlandi nýlega; Magnea J. Matthíasdóttir leggur stund á ensku við Há- skóla íslands og Mjöll Snæsdóttir nemur fornleifafræði (eða axarfræði) í Uppsölum; Ásgeir Sigurgestsson leggur stund á sálfræðinám í Osló; Pétur Gunnarsson nemur heimspeki í Frakklandi; Eysteinn H. Proppé ku vera barnakennari í Skagafirði, en þó er sumt á huldu um tilveru hans; Ari Trausti Guðmundsson nemur jarðeðlisfræði í Osló; Kristján Guðlaugsson dvelst í Gautaborg; Sigurður Guðjónsson hefur fengizt við sitt af hverju en kennir nú við tónlistarskólann á Akranesi; Ólafur Kvaran leggur stund á listfræði i Lundi; Þorsteinn Jónsson nemur kvikmyndagerð í Prag; Hrafn Hallgrímsson er starfandi arkitekt i Helsinki og Sigurður Harðarson nemur arkítektúr í sömu borg; Hall- grímur Snorrason hefur verið við hagfræðinám i Lundi, en er nú kom- inn til Stokkhólms; Björn Arnórsson og Ásgeir Danielsson stunda báð- ir nám í félagsfræði í Uppsölum; Rúnar Hafdal Halldórsson er við guð- fræðinám í Háskóla Islands; Sigurður Pálsson er við nám f Frakklandi og Sigurður Jón Ólafsson starfar hjá íslenzka sjónvarpinu. Njörður P. Njarðvík er íslenzkur iektor í Gautaborg og Lundi; Júlíus Kr. Valdimarsson er framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnu- félaganna; Alfred Boettcher er þýzkur eðlisfræðingur sem veitir for- stöðu kjarnorkurannsóknarstofnun og er prófessor við tækniháskólann í Aachen; Árni Bergmann er bókmenntagagnrýnandi Þjóðviljans og ná- kunnugur sovézkum bókmenntum eftir margra ára námsdvöl í Sovét- ríkjunum; Þorgeir Sveinbjarnarson er forstjóri Sundhallar Reykjavíkur og hefur gefið út tvær Ijóðabækur: Hallberg Hallmundsson er búsettur i New York þar sem hann fæst við þýðingar og önnur bókmenntastörf, en hefur gefið út Ijóðabók og smásagnasafn hérlendis; Haraldur Guð- bergsson er teiknari að atvinnu og hefur oft myndskreytt greinar í Samvinnunni; Agostinho Neto er ieiðtogi þjóðfrelsishreyfingarinnar MPLA í Angóla, sem fjallað var um í siðasta hefti Samvinnunnar, slapp úr haldi Portúgala eftir að hann hafði verið pyndaður i viðurvist fjölskyldu sinnar árið 1960 og fluttur í fangelsi á Kap-Verde-eyjum. Meðal nýmæla í þessu hefti er þáttur Flosa Ólafssonar, Rellur, sem birtast mun í hverju hefti framvegis og fjalla í léttum dúr um það sem höfundi finnst helzt ástæða til að orða. Ennfremur mun Haraldur Guð- bergsson halda áfram að færa efni úr íslenzkum þjóðsögum f mynd- rænan búning. Ekki er að vita nema fleiri fastir þættir bætist við f fram- tíðinni. I annan stað er ætlunin að breyta dálítið um form í næsta hefti, þegar tekið verður til meðferðar efnið ísland árið 2000, og kemur á dag- inn hvernig Iesendum geðjast það. Samvinnan verður í æ ríkara mæli umræðuvettvangur og málgagn yngri kynslóða á íslandi, enda kemur drjúgur hluti nýrra áskrifenda úr þeirri átt. Að marggefnu tilefni þykir rétt að taka fram, að Samvinnan er langsamlega efnismest allra tímarita í landinu (einsog raunar kemur fram í lesandabréfi hér að framan) og sömuleiðis langvíðlesnasta tímarit lands- manna. Af næsta furðulegu skeytingarleysi um staðreyndir hafa aðstand- endur mánaðarrits, sem einkum fjallar um sölumennsku og tízkufyrirbæri, en ver meginrúmi sinu til auglýsinga, sent hérlendum fjölmiðlum frétta- tilkynningar þess efnis, að rit þetta sé mest lesið allra tímarita í landinu. Þó tilgangsiítið sé að karpa um slíkan hégóma, er rétt að láta staðreynd- irnar segja sína sögu. I lok síðasta árs var umrætt mánaðarrit prentað í 4500 eintökum, á sama tíma og Samvinnan var prentuð f 7000 ein- tökum. s-a-m Hverjir erum við? (í huganum/ í verkum okkar.) Hvað viljum við? Hvert stefnir raunverulega? í þjóðfélagsmál- um, bókmenntum, arkitektúr, myndlist, ræmlist etc. Tengsl [slands við umheiminn. Tilraun til heildarmyndar úr sundurleitum brotum. Af forvitni (og vissri athafnaþrá) höfum við Kristinn Einarsson, Ólafur Haukur Símonarson og Ólafur Kvaran fengið kost á að setja saman eitt hefti Samvinnunnar í vetur. Efni þarf að liggja fyrir um mánaðamótin nóvember —desember og sendist til einhvers okkar þriggja. Við viljum sterka mynd og ákveðna. Hvernig er hægt að samræma það framangreindu? Styrkur hennar þarf að vera fólginn í hreyfingu, róttækni í beztri merkingu þess orðs og heiðarlegri sjálfssýn. Sendu okkur grein(ar) eða hugverk. Og engin sunnu- dagaföt takk. Kristinn Einarsson Ólafur Kvaran Ólafur Haukur Símonarson Reynimel 51 Agardhsgatan 1:141 Stigahlíð 30 REYKJAVÍK 223 51 LUND REYKJAVÍK

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.