Samvinnan - 01.02.1971, Page 52

Samvinnan - 01.02.1971, Page 52
Árni Bergmann: Punktar um Solzjcnítsin Þegar jafn umdeildur eða réttara sagt ádeildur höfundur í sínu landi og Alex- andr Solzjenitsín hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir, heyrast margar raddir um það og ólíkar, að hér sé á ferð pólitisk ákvörðun. Því ekki það? Menn vita, að i hvert sinn sem þingað er um veitingu þessara frægu verðlauna, koma margir menn til greina sem fullgildir frambjóðendur — og einnig, að enginn sá kvarði er til, sem mæli þeirra bókmenntalegu hæð, dýpt og breidd. Það er þá væntanlega eitthvað annað til viðbótar sem ræður úrslitum — og við getum eins kallað það pólitísk við- horf (í víðtækum skilningi) og hvað ann- að. Og þau geta verið misgóð. Þegar Jap- ani komst á dagskrá, þá hefur flestum líklega fundizt sjálfsögð sú „pólitík" að heiðra ekki aðeins Kaúabata, heldur og með honum japanska menningu. Egill og Snorri eiga sinn hluta í Nóbelsverðlaun- um Laxness. Með verðlaunum til Agnons og Nelly Sachs er varpað ljósi á merki- legt menningarframlag Gyðinga. Aftur á móti yggldu margir sig, þegar Churchill karlinn hlaut Nóbelsverðlaun fyrir styrj- aldarsögu sina, og þótti að vonum helzt til langt seilzt til að hugga brezka ljónið í kör þess og tannleysi. Og aldrei verða pólitískar speglasjónir með Nóbelsverðlaun háværari en þegar sovézkir rithöfundar eiga í hlut, og er það að vonum. Það er gömul hefð í Rússlandi að bókmenntir séu þar „póli- tískari“ en víðast annarsstaðar; sú gagn- rýni og könnun á einstaklingum og þjóð- félagi sem dreifist gjarna á fleiri svið t. d. í Vestur-Evrópu hefur jafnan átt sér trausta staðfestu í hinum miklu skáld- sögum rússneskra rithöfunda fyrr og sið- ar. Hér kemur og til mjög eindregin póli- tísk afstaða til bókmennta af sovézkri hálfu. Menn máttu vita að Nóbelsverð- laun til Mikhaíls Sjolokhofs yrðu talin viðurkenning á sovézkri menningu, þeirri stefnu sem kennd er við sósíalískt raun- sæi. Það var sömuleiðis ljóst, að verð- launaveiting til Alexandrs Solzjenitsíns, sem hefur ekki fengið stærstu verk sín útgefin í heimalandi sínu, yrðu talin til einskonar pólitískrar atlögu við þau við- horf sem ríkjandi eru í sovézkum menn- ingarmálum, einkum gagnvart stöðu og hlutverki rithöfundar. Ferill Alexandrs Solzjenitsíns er sjálf- sagt ekki líkur ferli neins Nóbelshöfund- ar annars. Hér er bæði átt við það, að hann hefur sjálfur setið um árabil í fangabúðum af pólitiskum ástæðum, og sækir mikið af efniviði sinum einmitt til þeirrar reynslu, og svo þess að afdrif verka hans eru einkennilega nákvæm loftvog á það hvað hefur verið mögulegt og hvað ekki á sviði bókmenntalegrar þjóðfélagsgagnrýni í landi hans. Þegar saga hans „Dagur í lífi ívans Denísovítsj“ kom út árið 1962 sætti hún stórtíðindum. Sovézkar bókmenntir höfðu þá um skeið sótt fram til hreinskilni, til blátt áfram raunsærri lýsingar á sovézk- um veruleika en áður hafði þekkzt, verið að vinna það upp, sem þær höfðu misst í sannleiksgildi á tímum hins stalínska „lakkeringarmálverks" á veruleikanum. En með „ívan Denísovítsj“ var nýtt skref stigið í þessum efnum: þar var komið að þeim hlutum sem viðkvæmastir voru, daglegu lífsstríði „venjulegs" manns í pólitískum fangabúðum. Þær stuttu sögur sem Solzjenitsín skrifaði næstu árin á eftir voru nær nútímanum að efni, en þær voru einnig um efni sem voru „við- kvæm“ að einhverju leyti og því lítt sinnt af höfundum sem ánægðari voru með tilveruna eða deigari. Vöktu þær því upp mótmæli þeirra sovézkra aðila, utan og innan bókmennta, sem aðhyllast eins- konar hæstaréttarfyrirkomulag á því, hvað teldist „jákvæð“ og „neikvæð“ gagn- rýni í landinu. í stærstu skáldsögum sín- um, „Krabbameinsdeildin" og „í fyrsta hring", gengur Solzjenitsin enn lengra. Pólitískir fangar, eða fyrrverandi póli- tiskir fangar, og svo fangaverðir og aðrir fulltrúar ofurvalds, sem getur sett sér sjálfdæmi í hverri grein, eru þar í brenni- púnkti, takast á í báðum þessum verkum. Og lýsing höfundar á stöðu þessara manna, viðhorfum, samskiptum, er miklu áleitnari en sú mynd sem brugðið var upp í „ívan Denísovítsj"; bornar eru fram af óskertu miskunnarleysi spurningar um feril byltingarþjóðfélags, tilgang og með- ul, og — þegar allt kemur til alls — það, hvaða verð menn eru reiðubúnir til að gjalda fyrir ytri framfarir þjóðfélagsins. En þegar vitað var fyrst af tilorðningu þessara bóka beggja, var það ekki leng- ur góð latina í Sovétrikjunum að fylgja eftir þeim spurningum sem höfðu vaknað á árum „ívans Denísovítsj", og því hafa þær, sem kunnugt er, ekki séð dagsins ljós þar, ekki komið út opinberlega, fara huldu höfði í afritum. Það er mikið stökk í verðlaunaveitingu frá Samuel Beckett til Alexandrs Solzjen- itsíns. Þegar talið berst að Beckett fer gjarna hæst lærð ræða um einstætt landnám hans i bókmenntum, um bók- menntasköpun sem virðist segja skilið við flest það sem áður var gert, nýjungaverk sem varla geti lengur talizt skáldsaga eða leikrit. Höfundskapur Solzjenitsíns er all- ur annar. Hann er alls ekki framúr- 48

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.