Samvinnan - 01.02.1971, Side 54

Samvinnan - 01.02.1971, Side 54
Arlegur hátíðarfundur sœnsku akademíunnar tíu dögum eftir nóbelshátíð Vegna þeirrar veitingar skrifuðu 42 sænskir rithöfundar undirforustu Strindbergs og Selmu Lagerlöf opið bréf til Tolstoís og létu í Ijós furðu sína yfir því, að hinn aldni meistari hefði ekki verið heiðraður með verðlaunun- um. Akademían gaf þá klaufalegu skýringu, að Tolstoí hefði ekki verið formlega tilnefnd- ur af þeim aðiljum, sem til þess eru kvaddir, en meðal þeirra eru akademíur víðsvegar um heim, bókmenntadeildir háskóla, rithöfunda- samtök og um 1400 einstaklingar á menn- ingarsviðinu. Tolstoí hlaut ekki heldur verð- launin árið eftir og lifði raunar tíu ár af þess- ari öld án þess að verða nóbelshöfundur. Til þessa hafa bókmenntamenn ekki skip- að nema helming sætanna í akademíunni, og eftir lát Sigfrids Siwertz á 89. aldursári í árslok 1970 eru þeir í minnihluta. Reglur þær, sem farið er eftir við veit- ingu nóbelsverðlauna, eru ýmist mjög óljósar eða þær eru brotnar án viðhlítandi skýringa. Þannig er til dæmis talað um að verðlauna verk ,,frá liðnu ári“, svipað og gert er við veitingu bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs, en það hefur mjög sjaldan verið gert, heldur eru menn einatt verðlaunaðir löngu eftir að beztu verk þeirra birtust og beztu ár þeirra eru liðin hjá. Mommsen var verðlaun- aður fyrir Rómverjasögu sína hálfri öld eftir að hún birtist, Reymont fyrir stórvirki sitt „Bændurnir" 14 árum eftir útkomu þess, Thomas Mann 28 árum eftir útkomu „Budden- brooks", Galsworthy 11 árum eftir útkomu sagnabálksins um Forsyte-ættina, Steinbeck 25 árum eftir „Þrúgur reiðinnar", og þannig mætti lengi telja. Oft hefur sænska akademían greinilega notað nóbelsverðlaunin til afmælis- gjafa: Björnson fékk þau í tilefni sjötugs- afmælisins, og sama er að sega um Carducci; Heyse fékk þau í tilefni af áttræðisafmælinu; Gjelleruþ, Pontoppidan, Eliot og Sjólókhof fengu þau í tilefni sextugsafmæla sinna. Þá virðist það ósjaldan skipta talsverðu máli, að meðlimir akademíunnar hafi þýtt verk þeirra höfunda, sem verðlaunin hreppa. Fyrsta dæmi þess var Frédéric Mistral, sem einn meðlima akademíunnar var að þýða þegar ákveðið var að verðlauna hann; en þegar þýðingarnar birtust voru þær svo óburðugar, að hlaupið var til og fundinn annar maður til að deila verðlaununum með honum, Echegaray fyrr- verandi fjármálaráðherra Spánar, sem samið hafði heldur marklítil leikhúsverk. Mörg Ijóð- skáld í hópi nóbelshöfunda nutu þess, að þau höfðu verið þýdd af meðlimum akademí- unnar, svo sem Eliot, Jiménez, Quasimodo, Seferis og Saint-John Perse. Sá síðastnefndi var þýddur af Dag Hammarskjöld, sem átti sæti í akademíunni. Quasimodo, sem þýddur hafði verið af þá- verandi forstöðumanni akademíunnar, Anders Österling, var gott dæmi um þá málamiðlun- artilhneigingu sem einatt ræður niðurstöðum hinna átján spakvitringa. Eftir Pasternak-mál- ið 1953 vildi akademian draga úr spennunni með því að verðlauna mann sem Rússar gætu fellt sig við, og Quasimodo var einmitt slíkur maður: hann hafði ort loísamlega um fyrsta sovézka spútnikinn og var talinn kommúnisti. í akademíunni starfar sérstök fimm manna nefnd, sem hefur það verkefni að velja úr þeim 80 til 100 tillögum, sem fram eru lagð- ar, og að sjálfsögðu mælir hún einkum með sínum skjólstæðingum. Hún hefur einnig það hlutverk að semja hina opinberu umsögn um verðlaunaþegann hverju sinni, og eru þessar umsagnir löngu orðnar heimsfrægar fyrir marklausar glósur og merkingarsnauða mælgi. Árið 1932 voru akademíunni settir úrslita- kostir af ensku rithöfundasamtökunum þess efnis, að þau mundu hætta að tilnefna menn sem hugsanlega nóbelshöfunda, ef gengið yrði framhjá hreinræktuðum Breta enn einu sinni á 25 árum, eftir að írarnir W. B. Yeats og G. Bernard Shaw hefðu fengið verðlaunin. Akademían lét undan, en verðlaunaði samt ekki manninn sem Bretar mæltu með, H. G. Wells, heldur Galsworthy. Tvisvar hefur verðlaunaþegum verið mein- að að taka við nóbelsverðlaunum af pólitísk- um ástæðum, Pasternak árið 1958 og Solz- jenitsín árið 1970. Tvisvar hafa menn af frjáls- um vilja færzt undan að taka við verðlaun- unum: Shaw árið 1925 og Sartre árið 1964. Shaw hafði verið hafnað árið 1911 á þeim forsendum að hann væri „of mótsagnakennd- ur, of ruddalegur og ekki nógu listrænn", en 14 árum síðar var sú umsögn gleymd. Sjálf- ur sagði Shaw: „Mér er þetta allt saman hrein ráðgáta. Ég geri ráð fyrir að mér hafi verið veitt verðlaunin vegna þess að aidrei þessu vant hef ég ekkert skrifað á árinu." Eftir mikið þóf féllst Shaw á aö taka við heiðrinum, en fyrir verðlaunaféð setti hann á laggirnar ensk-sænska menningarstofnun, sem átti að annast og kosta útgáfu á höfuðverkum Strind- bergs á ensku, en Strindberg fór mjög í taug- arnar á Alfred Nobel og hlaut því aldrei nóbelsverðlaunin, þó hann lifði framtil 1912. Það hefur ekki verið siður að veita látnum höfundum nóbelsverðlaun, enda ekki til þess ætlazt í starfsreglum. Þó var gerð ein undan- tekning. Árið 1931 voru látnu Ijóðskáldi veitt nóbelsverðlaunin — eða einsog það var orðað „Ijóðlist Eriks Axels Karlfeldts" — en þess ber að geta að Erik Axel Karlfeldt, sem lézt það sama ár og var forstöðumaður aka- demíunnar við andlát sitt, hafði neitað að taka við verðlaununum árið 1920, þegar félagar hans i akademíunni samþykktu að sæma hann þeim. Frá verðlaunaveitingunni 1959: Quasimodo og sænska kóngafólkið 50

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.