Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 19
pyrsti aðstoðarmaður pönt- jjnarstjórans varð Dagur Jó- annsson. Eins og fyrr getur, y°ru þeir samstarfsmenn hjá ugin, og einnig átti Dagur '!fti 1 stjórn Pöntunarfélagsins. ann var ákaflega trúr mað- ^r> sem mátti treysta fyrir ,^eriu sem var. Mun hafa kom- ' eins og af sjálfu sér, að ^ann yrði Arnþóri hjálplegur .le skiptingu fyrstu vörusend- nSanna og aðra umsýslan í anibandi við Pöntunarfélagið, 11 þess hann teldist starfs- f a®ur þess strax eða þægi laun Jrir- En þegar kom fram á lU árið, tók hann við af- reiðslu á kolum fyrir félagið °? se^st hafa haft í laun 5% a sölu (um 2 krónur á tonn). g veit ekki með nákvæmni, venser fyrstu pantanir bárust til landsins, en ekki hefur ver- ið langt á árið liðið. Fyrsta endurminning mín um Pöntun- arfélag Eskfirðinga sker úr um það. Við Bjössi Knúts vorum að koma heim úr skólanum einhvern tíma miðsvetrar í frostsveljanda og framanfjúki. Bjössi átti þá heima í Dags- brún, húsi Dags Jóhannssonar á Grjótártungu. Þegar við kom- um á móts við Gömlubúð, sáum við, að lásinn var ekki í kengn- um. „Við skulum koma upp til Dags og hita okkur á eyrun- um,“ sagði Bjössi. Þegar við komum upp í Pallstofuna, var Dagur þar að bograst við að vega sundur mjölvöru. Á miðju gólfi stóðu tveir sykurkassar hvor ofan á öðrum, en ofan á þeim efri sveskjukassi opinn. Við höfum ekki verið krók- loppnir, þótt kalt væri, þvi að líkt og með töfrum höfðu fá- einar sveskjur eigendaskipti á skammri stund. Daginn eftir var blíðviðri og okkur vel hlýtt á eyrunum. Samt fannst okk- ur háttvíslegra að heilsa upp á Dag í heimleiðinni, annars gat hann haldið, að við værum móðgaðir við sig. Dagur tók okkur vel að vanda og brosti breiðan. En nú voru þau um- skipti orðin, að sveskjukassinn var kominn á milli sykurkass- anna, og því varð ekki breytt. Við höfðum því heldur stutta viðstöðu. Þegar ég leit yfir fyrstu ársreikninga Pöntunar- félagsins nú fyrir skömmu, sá ég, að vörurýrnun hafði ekki verið greinanleg árið 1934, ekki einu sinni á sveskjum. Þökk sé Degi. Eitt af fyrstu verkum pönt- unarstjórans var að hlaupa milli 30 félagsmanna til að innheimta inntökugj aldið, svo að hægt væri að kaupa smá- söluleyfi handa félaginu, en það kostaði þá 300 krónur. Reiddist það greiðlega af hönd- um. Pöntunarfélagið tók svo til strax við allri kolasölu í þorp- inu. í stjórnarfundargerð 17.6. 1934 kemur fram, að fram- kvæmdastjóri hefur í samráði við stjórnina keypt kolafarm af h.f. Kol og Salt i Reykjavík, samtals 805,2 smálestir...sem komu í þessum mánuði með e/s Vard ... Uppvigtuð hér í land 297,26 smálestir.“ Hitt hafði verið selt Seyðisfjarðar- kaupstað og PAN á Norðfirði. Var ákveðið að selja kolin út á 40 krónur smálestina i heilum og hálfum tonnum, en 43 krón- ur í smærri slöttum. Verðið mun hafa verið kr. 38,50 frá skipshlið. í kolakaupum sann- aðist sem oftar, að það er dýrt að vera fátækur, þótt sælt kunni að þykja, „á meðan blómin anga og sorgir okkar sofa“. Þeir, sem minnst höfðu auraráð, keyptu að jafnaði 50 eða 100 pund af kolum í einu, sóttu þau í binginn til Dags og báru heim á sjálfum sér í pok- um. Þegar Dagur hafði stungið aurunum í pyngju sína, lyfti hann skjattanum á bak kaup- anda og hagræddi þannig, að hvössustu kolamolahornin skærust ekki inn í bakvöðvana, snýtti siðan kolaryki í klútinn og fékk sér í nefið, áður en hann afgreiddi næsta mann. Að bera 100 punda kolapoka heim á bakinu var eins konar manndómsvígsla ungra sveina á Eskifirði á þeim dögum. Unn- ar Hávarðsson og Hafsteinn Stefánsson voru ekki gamlir, þegar þeir léku sér að því að valhoppa með slíka byrði langa leið og lokasprettinn á bratt- ann, jafnvel í hálku á vetrar- degi. Aftur á móti var sá, er þetta ritar, kominn yfir ferm- ingu, þegar hann náði því langþráða marki. Svo misskipt er giftu mannanna. Á Knút Kristjánsson litum við strákar sem hetju, af þvi að sú saga gekk af honum, að hann hefði borið tvo 100 punda kolapoka, sinn yfir hvora öxl, neðan úr Útkaupstað upp að Melbæ án þess að hvíla sig á leiðinni. Arnþór hafði reikningshald fyrir kolaverzlunina. Voru aur- arnir taldir upp úr buddu Dags að hverjum söludegi loknum og lagðir jafnóðum inn í sér- staka sparisjóðsbók. Rýrnun á kolum þekktist ekki þá. Eitt 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.