Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 22
Tölvan Hún stendur hérna á borðinu grá og galdri líkust, svo gljáð með stóran skjá. Með alla sína takka á tölustafaborði, sem taka í notkun má. Ef lesa kanntu á letrið má leyndardóma sjá. Þá hurfu bústnar bækur af borðum mínum allar, mér leist ei létt um vik. Nú kúra þær inni í kompu, á kili fellur ryk. Hver veit ég reyndi að vanda mitt verk, - hvert pennastrik? Og tilveran, sem forðum var feiknalega einföld en frjáls, - er tæknivædd, þó ýmsum undrum gædd. Ef kyssirðu fagra konu má kanna, hvar hún er fædd. Stundum finnst mér viskan sem hún veltir upp á skjáinn vera tveggja vina tal, og hljóð, sem þóttu hávær eru heldur rólegt mal. En allavega er hún úr átt sem koma skal. Pálmi Eyjólfsson. ■jr -y'v ~u Æ-System 36“ heitir # /\/i tölvubúnaðurinn „J J—J -L YJ sem Samvinnu- skólinn á Bifröst tekur til notkunar í haust. Þessi fullkomnu tæki eru bylting í starfsemi skólans, og ný viðhorf skap- ast í starfsfrœðslunámskeiðum hans fyrir samvinnuhreyfinguna. Nýlega hafa hagstæðir samningar tekist um þessi tölvukaup við umboðsmenn IBM á íslandi. Nú í sumar verða allar kennslustofur og kennsluhúsgögn Samvinnuskólans endurnýjuð. Bókasafn Samvinnuskól- ans er í endurmótun, og í haust verða matvœlageymslur mötuneytis Sam- vinnuskólans endurbyggðar. Samvinnuskólinn er í mjög auknum mæli að taka myndbönd í notkun jafnt í reglulegri kennslu sem á starfs- frœðslunámskeiðunum. Næsta vetur verður sú nýjung í kennslu Samvinnuskólans að heila viku munu nemendur sjálfir starfrækja tilraunafyrirtæki til þess að öðlast raunhlíta reynslu af atvinnurekstri. Þetta kom meðal annars fram í yfir- litsræðu skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst, Jóns Sigurðssonar, við skólaslit 1. maí síðastliðinn, en þá lauk 66. skólaári Samvinnuskólans og 29. árinu á Bifröst í Norðurárdal. 122 nemendur stunduðu nám við Samvinnuskólann í vetur og luki 38 Samvinnuskólaprófi. í hópi nemend- anna voru 45 í Framhaldsdeild Sam- vinnuskólans sem starfar í Reykjavík, og af þeim gengust 22 undir stúdents- próf nú í vor. Við skólaslit nú höfðu alls 7.101 sótt starfsfræðslunámskeið Samvinnuskól- ans frá því að þeim var hrundið af stað 1977, en nú í vetur höfðu þar af 343 sótt slík námskeið skólans. Nú í vor verða 38 námskeið á 36 stöðum í öllurn landshlutum auk Bifrastar. Hér á eftir fer niðurlagskafli skóla- slitaræðu Jóns Sigurðssonar skóla- stjóra, er hann ávarpaði brautskráða nemendur: • Skelfing alræðisríkisins „Nú hefur árið 1984 runnið nokkuð af skeiði sínu. Löngum hafa menn haft illan bifur á þessu ártali. Breski rit- höfundurinn og hugsjóna- og baráttu- maðurinn Eric Blair, sem tók sér höf- undarnafnið George Orwell, gerði þetta ártal að tákni um alræði skelfing- arinnar og hatursins með skáldsögu sem út kom á árunum eftir heimsstyrj- öldina og alkunn er orðin. Skáldsagan um 1984 fjallar um það hversu farnast þegar mannlegir hæfí' leikar, vitsmunir og yfirburðir leiðast afvega. Þegar illskan ræður ríkjum en 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.